Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREIN / GAUMSTOL
borða. Þegar vandinn er sem mestur má segja að
„það sé eins og að vinstri hluti tilverunnar sé ekki
lengur til” (1).
Til að draga ofangreindan gaumstolsvanda í
eina setningu má notast við algenga skilgrein-
ingu: Gaumstol vísar til erfiðleika eða vanmáttar
heilaskaðaðra sjúklinga að bregðast við, átta sig á
eða gera grein fyrir áreitum frá gagnstæðri hlið við
heilaskemmdina án þess að þessi einkenni verði
skýrð með lömun eða skyntruflun (2).
Gaumstol er þýðing á enska orðinu neglect
en það er yfirleitt notað ásamt öðrum orðum til
nánari skýrgreiningar, þau yfirgripsmestu eru
unilateral neglect eða hemineglect (gaumstol sem
veit til annarrar hliðarinnar), visual neglect (sjón-
rænt gaumstol) og hemispatial neglect (gaum-
stol sem vísar til annarrar hliðar þess rýmis sem
umlykur sjúklinginn). Einnig er orðið visual
inattention (sjónrænn athyglisskortur) stundum
notað. Islenska orðið gaumstol varð til 1993 vegna
greinar sem birtist þá í Sálfræðiritinu og fjallaði
um gaumstol og áhrif myrkurs (3). Þýðinguna á
Eysteinn Björnsson.
Tíðni og horfur
Gaumstol er tiltölulega algengt meðal heilablóð-
fallssjúklinga (4). Því hefur verið lýst í tengslum
við skemmdir á mismunandi stöðum í heila, sér-
staklega í hægra heilahveli (5), en getur líka orðið
við skaða í vinstra heilahveli, rannsóknum ber þó
saman um að það er algengara, meira og þrálát-
ara ef skaðinn er í hægra heilahveli (6). Uppgefin
tíðni gaumstols er háð fjölda og gerð þeirra prófa
sem notuð eru við greiningu og eins tímalengd
frá byrjun heilablóðfalls. Zoccolotti og félagar
(7) rannsökuðu 104 sjúklinga með heilablóðfall í
hægra heilahveli sem komu til endurhæfingar ekki
skemur en tveimur mánuðum frá byrjun veikinda.
Þeir fundu gaumstol hjá 27-52% sjúklinga allt eftir
þeim prófum sem notuð voru,en um 20% sjúkling-
anna höfðu mikið gaumstol eins og það var greint
með klínísku mati. Stone og fleiri (8) prófuðu 171
heilablóðfallssjúkling með safni gaumstolsprófa 2-
3 dögum eftir byrjun veikinda og fundu gaumstol
hjá 82% þeirra með skemmd í hægra heilahveli og
65% þeirra með skemmd í því vinstra. Halligan
og félagar (9), prófuðu, einnig með safni prófa, 80
sjúklinga um tveimur mánuðum eftir heilablóð-
fall og fundu gaumstol hjá 48% þeirra með skaða
í hægra heilahveli en einungis 15% þeirra með
skaða vinstra megin. I nýlegri rannsókn, sem
náði til 1281 heilablóðfallssjúklinga, var gaumstol
greint við komu á sjúkrahús, með NIH skala (sem
er víða notaður við mat einkenna heilablóðfalls-
sjúklinga), hjá 43% þeirra með hægri heilaskaða og
20% með skaða í vinstra heilahveli. Við endurmat
þremur mánuðum síðar var tíðni gaumstols hins
vegar 17% meðal sjúklinga með hægri skaða og
einungis 5% þeirra með skaða í vinstra heilahveli
(10). Eins og þessar tölur gefa til kynna minnkar
gaumstol hjá mörgum sjúklingum og hverfur hjá
hluta þeirra þegar dregur frá byrjun heilablóðfalls
(sjá einnig 11).
Rannsóknir á heilablóðfallssjúklingum hafa
leitt í ljós að gaumstol í byrjun veikinda spáir
fyrir um minni færni og að sjúklingar verða síður
sjálfbjarga (12-15). Nýleg rannsókn (16) sem tók
til 166 heilablóðfallssjúklinga með skaða í hægra
heilahveli sýndi að gaumstol spáði betur en um-
fang heilaskemmdarinnar fyrir um færniskerðingu
sjúklinga og það fjölskylduálag sem veikindum
fylgdi.
Greining
Einkenni gaumstols geta verið augljós við
almenna skoðun og koma þá helst fram í því að
eftirtekt sjúklings (og höfuðhreyfingar) beinist
frekar til hægri en vinstri. Gaumstol má staðfesta
með taugasálfræðilegum prófum en þó er rétt að
benda á að þau leiða ekki alltaf í ljós gaumstol
sem er til staðar í daglegum athöfnum sjúklings.
Sjúklingur getur ráðið betur við vel afmarkaðar
prófunaraðstæður þar sem hann hefur ráðrúm
til íhugunar lausna heldur en í ys og þys hvers-
dagsins þar sem atburðir og hlutir umhverfis eru
ekki alltaf fyrirsjáanlegir. Þetta á sérstaklega við
þegar líður á endurhæfingu og með auknu innsæi
sjúklings (17, 18). Greining og skoðun á hegðun
eða athöfnum daglegs lífs sjúklings getur því leitl
betur í ljós ýmsa þætti gaumstols en taugasál-
fræðileg próf (19).
Þau taugasálfræðilegu próf eða verkefni sem
yfirleitt eru notuð til greiningar gaumstols eru á
pappírsformi, þau eru sett fyrir framan sjúkling
miðjan og hann beðinn að nota hægri hönd við
lausn. Hann má hreyfa höfuð og handleggi eins
og hann kýs en ekki hreyfa sig úr stað eða færa til
blaðið. Verkefnið er útskýrt og sjúklingur beðinn
að gefa til kynna þegar hann hefur lokið því. Ýmis
próf eru til en hér verður þrenns konar vel þekkt-
um prófum lýst. Þau eru einföld og má nota við
sjúkrabeð sem hluta eða viðbót við aðra skoðun.
Þessi próf eru: 1. Að skipta línu (e. line-bisection),
þar sem sjúklingur er beðinn að skipta línu í tvo
jafna hluta eða um miðju hennar, sjá mynd 1 (20).
Dæmigert er að sjúklingur skipti línunni í áttina
að hægri endanum. 2. Leitarpróf (e. cancellation
tests), sem felast í að mörg eins áreiti eru lögð fyrir
sjúkling og hann beðinn að merkja við þau sem
hann sér (21). Áreitin geta verið mismörg, eru oft-
682
Læknablaðið 2007/93