Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 34
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐTAL VIÐ FORMANN LÍ Sigurbjörn ásamt stjórn- arfólki LÍ, frá vinstri: Birna Jónsdóttir, Elínborg Bárðardóttir, Sigurdís Haraldsdóttir, Gunnar Ármannsson fram- kvœmdastjóri LÍ, Sigurður E. Sigurðsson og Sigurður Böðvarsson. A mynd- ina vantar Sigríði Ólínu Haraldsdóttur, Sigurveigu Pétursdóttur og Pórarin Guðnason. Myndin er tekin að aflokn- um hinsta fundi undir stjórn fráfarandi formanns við sumarbústað hans á KiðafelU í Kjós. verandi heilbrígðisráðherra hafi gefið út viljayfir- lýsingu í árslok 2002. „Það mál var þæft fram og til baka í ráðuneyt- inu og ég átti tvo fundi með Jóni Kristjánssyni þar sem hann lýsti vilja sínum til að gera samning við heimilislækna en samninganefnd heilbrigðisráðu- neytis kvaðst ekki hafa neitt umboð til að gera slíkan samning. Þetta var þrátt fyrir ítrekaðar vilja- yfirlýsingar ráðherrans við okkur um að gera ætti þennan samning. Maður hafði það á tilfinningunni að embættismenn ráðuneytisins væru að flækjast fyrir ráðherranum í þessu máli eða kannski var það Framsóknarflokkurinn sem flæktist mest fyrir sjálfum sér því Sif Friðleifsdóttir vildi ekkert við yfirlýsingu forvera síns kannast þegar hún var innt eftir henni. En nú er alveg nýtt hljóð komið í strokkinn með nýjum ráðherra úr nýjum flokki í heilbrigðisráðuneytinu.” Átökin um Læknablaðið Við erum komnir að þriðja stóra málinu í for- mannstíð þinni sem voru átökin um rítstjórn Lœknablaðsins haustið 2005. „Læknablaðsmálið er erfiðasta mál sem ég hef haft með að gera í Læknafélagi íslands. Þarna fóru hlutirnir alveg hörmulega og þetta mál sem hefði átt að vera sameiginlegt vandamál Læknafélagsins og Læknablaðsins varð að eitri í okkar eigin her- búðum. Það vafði þannig upp á sig að það varð uppgjör í ritstjórn Læknablaðsins sem endaði með því að útgáfustjórn blaðsins sá sér ekki fært að halda því úti með Vilhjálm Rafnsson í ritstjórastóli og það var sorgleg niðurstaða. Undir ritstjórn hans hafði Læknablaðið tekið miklum framförum, hann hafði frumkvæði að breytingum á útliti og umbroti blaðsins og örvaði opna umræðu á síðum þess og menn voru viljugir að skrifa um hugðarefni sín og viðra skoðanir sínar í læknapólitík sem er mjög eftirsóknarvert. Það var þess vegna eftirsjá að Vilhjálmi. Það er mín skoðun að Læknablaðið eigi að vera eins opið og hægt er og það eigi að ganga eins langt og kostur er í að virða tjáningarfrelsi. Það er ekki hægt að gera ítrustu kröfur til rit- stjórnar Læknablaðsins sem varðhunda siðareglna lækna. Ef slík mál koma upp verður að taka á þeim á réttum vettvangi.” Ertu að segja að það hafi verið rétt að birta hina umdeildu grein en hins vegar hafi ekki verið hœgt að leysa málið sem fylgdi í kjölfarið með öðrum hœtti en að segja ritstjóranum upp og endurskipa ritstjórn blaðsins. „Eg vil ekki fella dóm um hvort það hafi verið rétt að birta greinina. Stjórn LÍ hefur verið núið því um nasir að hafa gengið erinda Kára Stefánssonar í þessu máli. Það er ekki satt. Og því til stuðnings er sú staðreynd að á fyrsta stjórn- arfundi eftir að greinin birtist þá tek ég þetta mál upp því mér fannst strax við lestur greinarinnar að það væri ekki allt í lagi sem í henni stæði og það hlytu að koma upp álitamál um brot á codex ethicus. Samkvæmt lögum LI ber mér skylda til að taka slíkt mál upp innan stjórnarinnar því hún hefur þá skyldu að fylgja eftir að menn gæti að codex. Af því að við höfum áður haft samband við lækna og bent þeim á að gæta að codex. Þegar ég tek þetta upp á stjórnarfundi voru engin viðbrögð komin fram frá Kára Stefánssyni og ég hafði enga hugmynd um að hann myndi gera athugasemdir við greinina. Eg bað stjórnarmenn að líta á grein- ina með tilliti til codex en ræddi engin efnisatriði hennar og tók jafnframt fram að þetta væru mín einu og síðustu afskipti af greininni þar sem höf- undur hennar væri samstarfsmaður minn á sama vinnustað. Auðvitað kom ég síðar að málinu með því að þurfa sem formaður að fylgjast með því að siðanefnd læknafélagsins fjallaði um málið og það færi rétt í gegnum þann farveg. Hvað varðar Vilhjálm þá höfðu orðið mikil innri átök í félaginu um þetta mál og ritstjórn blaðsins var óstarfhæf og sagði síðan af sér. Eftir 694 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.