Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GRÆNLAND
til að fá læknisþjónustu. Við förum ekki í vitjanir
út í bæ. I rauninni er maður að fást við það sama
og heima í Danmörku og fólk leitar jafnmikið til
læknis hér. Eg hafði ímyndað mér að fólk leitaði
jafnvel ekki læknis fyrr en það væri við dauðans
dyr en það er alls ekki þannig. Fólk kemur með
börnin ef þau eru lasin og starf læknisins hér er í
rauninni alls ekki svo frábrugðið því sem ég átti
að venjast í Danmörku. Meginmunurinn er að í
Danmörku vísar maður sjúklingum til sjúkrahúss
eða sérfræðinga en hér fylgir maður sjúklingi eftir,
tekur á móti honum og greinir hann, og gerir síðan
jafnvel aðgerð á honum ef manni finnst maður vera
fær um það. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt því
með þessu fæ ég tækifæri til að gera algengar
aðgerðir og uppskurði á sjúkrahúsinu, en allt sem
er verulega flókið læt ég sérfræðingunum eftir.
Við fáum hingað reglulega sérfræðinga frá Nuuk
eða frá Danmörku sem gera aðgerðir og það má
segja að á hverjum tíma sé gestkomandi sérfræð-
ingur hér á sjúkrahúsinu um lengri eða skemmri
tíma. Við höfum 32 legurúm á sjúkrahúsinu og
yfirleitt eru 8-10 upptekin af okkar sjúklingum og
hin eru notuð til innlagna vegna sérfræðiaðgerða.
Þetta gengur mjög vel og nægir okkur ágætlega.
Við sendum einnig sjúklinga til sjúkrahússins í
Nuuk þar sem eru starfandi sérfræðingar og skurð-
stofuaðstaða er betri.”
Við sjúkrahúsið eru starfandi 5 læknar og segir
Eskild það vera mjög ásættanlegt hlutfall miðað
við íbúafjöldann. „Heimiilslæknar í Danmörku
hafa kannski heldur fleiri á sínum lista en það er
ekki alveg sambærilegt þar sem þeir starfa utan
sjúkrahúsanna.”
Hinar dreifðu byggðir með ströndinni sem til-
heyra héraðinu fá reglulega læknisheimsóknir.
„Við reynum að vitja hverrar byggðar annan hvern
mánuð og þetta gerum við árið um kring. A sumrin
er siglt og á veturna flogið í þyrlu. í langflestum
byggðunum er heilsugæslustarfsmaður sem reynd-
ar er yfirleitt ólærður en hefur komið hingað á
sjúkrahúsið á námskeið. Námskeiðið er fólgið í
grundvallaratriðum eins og fyrstu hjálp, gefa lyf
og að geta gert að sárum og stöðvað blæðingar þar
til við getum náð í sjúklinginn ef þess gerist þörf.
Annars að sinna tilfallandi veikindum með lyfja-
gjöf og þá með ráðgjöf frá okkur í gegnum síma.”
Það kemur fram í samtali okkar síðar að Iang-
flestir þessarra starfmanna sjúkrahússins í hinum
dreifðu byggðum eru konur. Kemur líklega fáum
á óvart.
Vantar alltaf lækna
Ekki fer hjá því að áfengisvandann í grænlensku
samfélagi beri á góma þegar rætt er um heil-
brigðismál þar í landi. Eskild segir að vissulega sé Sleðahundarnir eru engin
áfengisvandinn mikill og áberandi og hann birtist gœludýr. Pessi hefur tapað
í ýmsum myndum. „Börnin verða oft illa úti þegar öðru auganu.
foreldrarnir drekka mikið og það eru of mörg
börn á Grænlandi sem njóta ekki þess öryggis sem
þau ættu að gera. Á hinn bóginn eru grænlenskir
foreldrar afskaplega góðir við börnin sín og áfeng-
isvandinn er böl sem margir glíma við og Iíða fyrir.
Drykkjuvenjur hér eru talsvert frábrugðnar því
sem maður á að venjast í Danmörku og víðast
hvar í Evrópu. Hér drekkur fólkið þegar það eign-
ast peninga og heldur áfram þar til peningarnir
eru búnir og þá er ekki drukkið aftur fyrr en eftir
talsverðan tíma. En meðan á drykkjunni stendur
verða slys, olbeldisglæpir eru framdir og börnin
eru vanrækt, allt hlutir sem við heilbrigðisstarfs-
fólkið þurfum að fást við.”
Kannski hljómar þetta ekki mjög framandi fyrir
íslenskan lesanda sem þekkir eflaust einkenni
túradrykkjunnar á þessari lýsingu þó líklega hafi
það breyst með auknu framboði áfengis og rýmri
opnunartíma veitingastaða á Islandi seinni árin.
Drykkjumynstur íslendinga hefur færst í hinn
samevrópska farveg þar sem ofurölvun er minna
áberandi en um leið hefur heildarmagn á hvern
íbúa aukist verulega.
„Við meðhöndlum ekki áfengissjúklinga hér á
sjúkrahúsinu að öðru leyti en því að við tökum við
Læknablaðið 2007/93 709