Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREINAR Viðbragðsáætlun Landspítala Brynjólfur Mogensen brynmog@landspitali. is Höfundur er læknir á slysa- og bráðasviði, dósent við HÍ í bráðalækningum. Landspítali hefur í fyrsta skipti lagt fram heild- stæða og samþætta viðbragðsáætlun sem tekur til eitrana, farsótta, geislavár, hópslysa og rýmingar vegna bruna til þess að geta tekist á við ófyrirséða atburði þar sem lífi og limum fólks er stofnað í hættu. Eldri viðbragðsáætlanir fjölluðu eingöngu um hópslys. Viðbragðsáætlunin tekur mið af þeim miklu breytingum sem hafa orðið á undanförnum áratug á Islandi og í samfélagi þjóðanna. Flestir eru sammála um að viðbragðsáætl- anir þurfi að vera heildstæðar en þó með áherslu- breytingum, til dæmis vegna eitrana, farsótta og geislavár. Þá er unnið eftir gátlistum sem líta svipað út óháð atburði en gefa samt góða yfirsýn yfir viðbragðsstigin til þess að auðvelda starfs- fólki Landspítala starfið þegar að mikið liggur við. Viðbragðsstig áætlunar eru fjögur: undirbúnings- stig, viðbúnaðarstig, virkjunarstig og neyðarstig. A undirbúningsstigi er gert ráð fyrir þekkingaröfl- un nefnda og ráðgjafa. Þá verður tíminn notaður á undirbúningsstigi til að fræða og æfa starfsfólk spítalans. Gert er ráð fyrir reglubundnum almenn- um æfingum á tveggja ára fresti en að auki bera sviðin ábyrgð á því að þau og einstaka einingar æfi oftar. Það er reynsla allra sem koma að viðbragðs- áætlunum að það er sama hversu gott skipulagið er ef starfsfólkið er ekki frætt og æft virkar ekkert skipulag þegar til kastanna kemur. Þegar atburður á sér stað er hægt að setja spítalann á þrjú starfs- stig. 1) Viðbúnaðarstig þar sem fáir eru tilkall- aðir en treyst að mestu á þekkingu og reynslu þess starfsfólks sem er í vinnu á hverjum tíma. 2) Virkjunarstig þar sem mikill fjöldi starfsmanna er kallaður út allt eftir eðli atburðar, og 3) neyðarstig þar sem nauðsynlegt er að virkja Landspítala að fullu en samt verður að gera ráð fyrir starfsfólki á vaktir næsta sólarhringinn. Viðbragðsáætlun Landspítala er rammaáætl- un og er gert ráð fyrir að hvert svið ásamt ein- ingum riti ítarlegri gátlista fyrir sína starfsemi. Viðbragðsáætlun er byggð þannig upp að dagleg starfsemi Landspítala raskist sem minnst. Þá er gert ráð fyrir að starfsmenn mæti á daglegar starfs- stöðvar og sinni sömu störfum og venjulega nema kveðið sé á um annað í útkalli. Greiningarsveitir geta farið með skömmum fyrirvara hvert á land sem er ef þess er óskað. Viðbragðsáætlun Landspítala er í stöðugri endurskoðun og verður netútgáfa áætlunarinnar uppfærð eftir því sem þurfa þykir en prentútgáfan á tveggja ára fresti. Viðbragðsáætlim Landspítala er samtvinnuð almannavarnakerfi landsins. Mjög góð tengsl eru við Neyðarlínuna, 112 og Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð. Það er gert ráð fyrir því að greiningar- sveitir ásamt ráðgjöfum og kennurum Landspítala taki þátt í að undirbúa æfingar og taka þátt í þeim. Gert er ráð fyrir nánu og víðtæku sam- starfi við sóttvamalækni í tengslum við farsóttir. Sóttvarnalæknir getur líka kallað til greining- arsveit frá Landspítala telji hann þörf á því. í stað þess að Landspítali eigi afmengunarbúnað fyrir eitranir og geislavá hefur verið gert samkomulag við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um að það komi með fullkominn búnað ef slíkir atburðir eiga sér stað. Þá eins og á upphafsstigum farsóttar er þörf á mikilli öryggisgæslu sem verður í nánu samstarfi við Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Samhliða nýrri viðbragðsáætlun Landspítala hefur verið unnið að nýju bráðaflokkunarkerfi landsmanna til þess að auðvelda bráðaflokkun slasaðra og veikra. Nýtt bráðaflokkunarkerfi á að gefa skilvirkari upplýsingar um mikinn fjölda slasaðra og veikra frá viðbragðsaðilum til Samhæfingarstöðvar og heilbrigðisstofnana. Bráðaflokkunarkerfið hefur verið prófað á und- anförnum árum og verður innleitt nú á vormán- uðum með fræðslu og æfingum viðbragðsaðila. Einnig er stefnt að því að bráðaflokkunarkerfið verði í daglegri notkun lögreglu, slökkviliða og björgunarsveita þótt um fáa slasaða eða veika sé að ræða til þess að auðvelda móttöku sjúklinga á bráðamóttökum. ítarefni Hodgetts TJ, McWay-Jones K. Major Incident Medical Management and Support, The Practical Approach. Advanced Life Support Group, BMJ Books 4th Edition 2000. Charley S, McWay-Jones K. Major Incident Medical Management and Support, The Practical Approach in the Hospital. Advanced Life Support Group, BMJ Books, 2005. LÆKNAblaðið 2008/94 275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.