Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 40
FRÆÐIGREINAR LUNGNAKRABBAMEIN Tafla VI. Yfirlit yfir meðferð sjúklinga með lungnakrabbmein af ekki-smáfrumugerð. Stig Meðferð 1 Skurðaðgerð eingöngu Óskurötækir: Geislameðferð II Skurðaðgerð + lyfjameðferð eftir aðgerð Óskurötækir: Geislameðferð IIIA Lyfja- og geislameöferö samhliöa, auk skurðaðgerðar í völdum tilvikum IIIB Lyfja- og geislameðferö samhliða IV Lyfjameðferð og aðeins 15-20% þessara sjúklinga eru á lífi án krabbameins fimm árum frá greiningu (112). Sjúklingar með útbreitt smáfrumukrabbamein eru yfirleitt meðhöndlaðir með krabbameinslyfj- um eingöngu, oftast lyfjablöndur með tveimur lyfjum þar sem annað lyfjanna er platinumlyf. Tæplega 20% sjúklinga svara þessari meðferð að fullu. Flestir þeirra fá þó endurtekið krabbamein innan eins árs og er þá oftast gefin sama meðferð að nýju. Þetta á þó ekki við ef sjúkdómurinn tekur sig upp innan sex mánaða frá lokum meðferðar, en þá eru gefin önnur lyf eins og paclitaxel, topotec- an eða irinotecan sem 20-30% sjúklinganna svara (113). Horfur þessara sjúklinga eru slæmar, til dæmis eru lífshorfur sjúklinga með útbreitt smá- frumukrabbamein að meðaltali 7-9 mánuðir og einungis 2% sjúklinga eru á lífi eftir fimm ár (114). Lungnakmbbamein af ekki-smáfrumugerð (tafla VI) Það hefur lengi verið þekkt að stór hluti sjúklinga sem gengst undir skurðaðgerð vegna sjúkdóms á stigi I, II og III, greinist aftur með sjúkdóminn, eða um 40% á stigi I, 61% sjúklinga á stigi II og 74% á stigi III (115). Á síðustu árum hafa verið gerðar stórar slembaðar fjölsetra rannsóknir þar sem kannaður er árangur lyfjameðferðar eftir skurðaðgerð hjá sjúklingum með sjúkdóm á stigi IB-IIIA (116-118). Tvær þessara rannsókna náðu til samtals 1322 sjúklinga og var sjúklingunum skipt í tvennt þar sem annar hópurinn fékk lyfjameð- ferð eftir skurðaðgerð en hinn ekki. Niðurstöður sýndu að sjúklingar á stigi II og IIIA sem fengu lyfjameðferð greindust síður með sjúkdóminn að nýju og lífshorfur voru betri (116,118). Hjá þessum sjúklingahópi er því mælt með krabbameinslyfja- meðferð eftir skurðaðgerð (82). Með krabbameins- lyfjameðferð er hægt að fækka tíðni endurkomu krabbameinsins í 51% hjá sjúklingum á stigi II og í 61% á stigi III (115). Ekki hefur tekist að sýna fram á sambærilegan árangur fyrir sjúklinga á stigi I og þeir því meðhöndlaðir með skurðaðgerð eða geislameðferð eingöngu (82). Krabbameinslyfjameðferðinni fylgja aukaverk- anir og gagnast því aðeins sjúklingum sem eru vel á sig komnir líkamlega og þjást ekki af öðrum alvarlegum sjúkdómum. Einnig er mikilvægt að sjúklingar séu fljótir að jafna sig eftir skurð- aðgerð því æskilegt er að meðferð geti hafist innan tveggja mánaða. (115). Helstu aukaverkanir eru ógleði, þreyta, slappleiki og bæling á starfsemi beinmergs (116, 118). Þá geta platinumlyf, einna helst cisplatin, valdið truflun á starfsemi nýrna og þarf því að huga vel að vökvajafnvægi sjúklinga á meðan meðferð stendur. Hjá sjúklingum með óskurðtækan sjúkdóm á stigi III (IIIA/B) sem eru vel á sig komnir lík- amlega er mælt með samtvinnaðri meðferð krabbameinslyfja og geislameðferðar, en samhliða meðferð gefur betri árangur en hvor meðferð gefin í sínu lagi (119,120). Sjúklingar með útbreitt lungnakrabbamein (á stigi IV) eru taldir ólæknandi og tilgangur með- ferðar fyrst og fremst að halda aftur af einkennum sjúkdómsins. Meðferð á þessu stigi er einstaklings- bundin og taka verður tillit til fjölmargra þátta, svo sem kvartana sjúklings, annarra sjúkdóma og almenns líkamlegs ástands. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á bættar lífshorfur eftir lyfjameð- ferð þar sem tvö lyf eru gefin saman og annað þeirra er lyf úr flokki platinumlyfja (121). Þá hefur lyf sem hemur nýmyndun æða í æxlum, bevaciz- umab, einnig verið rannsakað hjá sjúklingum með langt gengið Iungnakrabbamein og bætt lífshorfur þeirra marktækt. Þetta lyf á hins vegar ekki að gefa sjúklingum með aukna blæðingartilhneigingu þar sem meðferðin getur valdið alvarlegum blæðing- um (122). Ef sjúkdómur tekur sig upp að nýju er oft gripið til annarra lyfja. Á undanförnum árum hafa komið á markað nokkur ný lyf sem hægt er að nota í slíkum tilvikum. Þar má nefna docetaxel og pemetrexet sem er skylt lyfinu methotrexate og hefur áhrif á umbrot fólínsýru (123). Gefitinib og erlotinib eru í flokki nýrra lyfja sem ráðast gegn vaxtarviðtökum á yfirborði krabbameinsfruma (epidermal growth factor receptor). Þessi lyf eru merk viðbót við eldri lyf og aukaverkanir litlar. Þau nýtast þó aðeins þröngum hópi sjúklinga (124). í framtíðinni er hugsanlegt að sameindalíf- fræðileg og vefjafræðileg próf á æxlisvef geti verið leiðbeinandi í því að finna þá sjúklinga sem svara þessum lyfjum best (125). Horfur Lífshorfur sjúklinga með lungnakrabbamein ráðast af fjölda þátta, svo sem aldri sjúklings og almennu líkamlegu ástandi. Það sem mestu máli skiptir eru útbreiðsla (stig) sjúkdómsins og hvort um smáfrumukrabbamein er að ræða eða ekki (49). Sjúklingar með smáfrumukrabbamein hafa umtalsvert lakari horfur en sjúklingar með lungnakrabbamein af ekki-smáfrumugerð. Þetta 308 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.