Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR BRISKIRTILL Holsjármeðferð á sýndarblöðru í briskirtli Orri Þór Ormarsson barnaskurðlæknir Ásgeir Theodórs sérfræðingur í meltingarsjúkdómum Þráinn Rósmundsson bamaskurðlæknir Lykilorð: briskirtill, áverka-sýndar- blaðra, holsjárskoðun, holsjáróm- skoðun. Ágrip Lýst er holsjármeðferð á áverka-sýndarblöðru í briskirtli (posttraumatic pancreatic pseudocyst). Sýndarblaðra í briskirtli er vel þekktur fylgikvilli brisbólgu og áverka á briskirtli. Hefðbundin með- ferð við tæmingu slíkrar blöðru hefur verið með opinni aðgerð eða í gegnum húð. Undanfarin ár hefur holsjármeðferð færst í aukana og er nú vel þekkt sem meðferð á sýnd- arblöðru hjá fullorðnum. Hjá börnum er hlutverk holsjármeðferðar við þessum vanda illa skilgreint. Lýst er tilfelli þar sem framkvæmd var í fyrsta skipti á Islandi holsjármeðferð á áverkaorsakaðri sýndarblöðru í briskirtli barns. Sjúkratilfellið Ellefu ára gamall almennt heilsuhraustur drengur féll af hjóli sínu og fékk högg á kvið af stýri hjóls- ins. Eftir það lá hann fyrir með kviðverki, var lystarlaus og síðar fékk hann uppköst. Einkenni drengsins færðust í aukana næstu tvo sólarhringa og því var farið með hann á bráðamóttöku Landspítala. Við skoðun voru lífsmörk eðlileg en mar og bólga í ofanverðum kviðvegg. Kviður var harður, mest vinstra megin og í uppmagálssvæði og það voru dreifð þreifieymsli í kvið. Blóðrannsóknir við komu sýndu að blóðrauði var innan viðmiðunarmarka, amýlasi 1347 U/L (25-120 U/L) og lípasi 3616 U/L (25-300 U/L), lifr- arrannsóknir voru eðlilegar. Tekin var fjöláverka tölvusneiðmynd sem sýndi fullþykktar rifu í bol brisins, vökva aðlægt brisi og milli mjógim- islykkja í kvið ásamt fríum vökvi í grindarholi. Ekki sást frítt loft í kviðarholi. Averkar greindust ekki á öðmm líffæmm. Drengnum var haldið fastandi og fluttur á barnaskurðdeild þar sem lögð var magaslanga og hann tengdur sírita með reglubundnum mælingum á lífsmörkum. Daginn eftir komu var gerð ómskoðun á kviðar- holi sem sýndi lítilsháttar frían vökva í grindarholi og ómsnautt svæði í bol briskirtilsins. í framhaldi af því var gerð segulómun á brisi og brisgöngum iMHENGLISH SUMMARYHHi Ormarsson OÞ, Theodórs Á, Rósmundsson Þ Endoscopic drainage of posttraumatic pancreatic pseudocyst in a child This case report describes endoscopic drainage of posttraumatic pancreatic pseudocyst in a eleven year old boy. Pancreatic pseudocyst is a well known complication of pancreatitis and pancreatic trauma. Traditional methods of draining them consists of open surgery or transcutanous emptying. In recent years endoscopic treatment has been used more often and is now a well established treatment in the adult population. In children this kind of treatment is less well established. Our experience with this case demonstrated that endoscopic drainage is successful and safe procedure. Keywords: pancreas, traumatic pseudocyst, endoscopy, endoscopic ultrasound. Correspondence: Orri Þór Ormarsson, Orriorm@landspitali.is (MRCP) sem sýndi heilþykktarrof á mótum bols og hala briskirtilsins en gaf ekki ákveðið svar um það hvort aðalbrisrásin væri heil. Almenn líðan hans var góð og því ákveðið að meðhöndla hann án skurðaðgerðar. Settur var í hann miðbláæð- arleggur og næring gefin í æð fyrstu dagana en rúmri viku eftir komu var lögð niður ásgamar (jej- unal) slanga um nef til áframhaldandi næringar. Lípasi og amýlasi voru hæstir þremur vikum eftir innlögn, lípasi 11.913 U/L og amýlasi 1813 U/L. Eftir það fóru gildin lækkandi og sjö vikum eftir innlögn fékk hann fitusnautt fæði. Ómskoðanir sýndu myndun sýndarblöðru sem fór stækkandi. Fylgst var með blöðrunni og var henni leyft af ásetningi að stækka og afmarkast. Ellefu vikum eftir slysið var stærsta þvermál hennar 10,7 sentí- metrar. Tölvusneiðmynd þá sýndi að blaðran var vel afmörkuð, lá þétt upp að maganum á breiðu svæði og klemmdi bolhluta hans alveg fram að kviðvegg (mynd 1). I kjölfarið var blaðran tæmd í svæfingu með ísetningu blöðrumagastoðrörs í gegnum holsjá. LÆKNAblaöið 2008/94 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.