Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 31
F R Æ Ð I G R E I LUNGNAKRABBAM N A R E I N 1 Tafla I. Helstu einkenni lungnakrabbameins (22). Einkenni Tíðni, % Hósti 8-75 Þyngdartap 0-68 Andnauð 3-60 Brjóstverkur 20-49 Blóðhósti 6-35 Verkir í beinum 6-25 Klumbun 0-20 Hiti 0-20 Slappleiki 0-10 Holæðarheilkenni 0-4 Kyngingarörðugleikar 0-2 Öng- og soghljóð 0-2 og þyngdartap hjá allt að 68% sjúklinga (22). Önghljóð verða þegar æxli þrengja meginberkjur en æxli sem þrengir marktækt að barka getur valdið soghljóði (stridor). Hæsi stafar hins vegar yfirleitt af þrýstingi á raddbandataugar, oftar vinstra megin vegna legu n. laryngeus recurrens þar. Þegar æxli í lungum þrýstir á efri holæð getur myndast holæðar heilkenni (superior vena cava syndrome) og sést það oftast hjá sjúklingum með smáfrumukrabbamein (22). Pancoast heilkenni stafar af ífarandi vexti úr lungnatoppi í rif og nálægar taugar (plexus brachialis), Horners heil- kenni stafar hins vegar af ífarandi vexti í nálægt taugahnoð (ganglion stellatum) (26). Einkenni vegna fjarmeinvarpa eru fyrsta einkenni um lungnakrabbamein hjá um einum þriðja sjúklinga (22, 23). Eitlastækkanir á hálsi koma fyrir hjá 15- 30% sjúklinga og verkir í beinum vegna beinmein- varpa koma fyrir hjá allt að fimmtungi sjúklinga við greiningu (23). Meinvörp í nýrnahettum eru til staðar hjá 15% sjúklinga við greiningu og í heila hjá 10% (23). Síðarnefndu meinvörpin valda höfuðverk en einnig geta sést flog, taugaeinkenni og persónuleikabreytingar. Lifrarmeinvörp geta valdið verkjum, gulu og jafnvel lifrarbilun. Hjákenni krabbameins (paraneoplastic synd- rome) er safnheiti yfir ýmis heilkenni sem hægt er að rekja til krabbameina en tengjast ekki stað- setningu æxlis eða meinvörpum. Þau geta verið fyrsta einkenni lungnakrabbameins en eru oft fylgifiskar útbreidds sjúkdóms. Hjákenni lungna- krabbameins koma fyrir hjá um 10-20% sjúklinga (23) og eru þau helstu sýnd í töflu II. Algengast eru hormónatengd einkenni, hækkun á kalsíum í sermi, offramleiðsla þvagstemmuvaka (syndrome of inappropriate ADH, SIADH), og Cushings heil- kenni. Klumbufingur (clubbing) (mynd 2) koma fyrir hjá allt að 30% sjúklinga, eru algengari hjá konum (40%) en körlum (19%) og hjá sjúklingum með lungnakrabbamein sem er ekki smáfrumu- krabbamein (27). Af öðrum hjákennum má nefna beinliðkvilla (hypertrophic osteoarthropathy, HOA) en þá fá sjúklingar verki í liði og nýmyndun beins á sér stað á útlimabeinum. Taugaeinkenni eru marg- vísleg og koma nær eingöngu fyrir hjá sjúklingum með smáfrumukrabbamein (22). Mynd 2. Klumbufingur Meinafræði (ó>) hjá karlmanni með smá- frumukrabbamein í lunga. Illkynja lungnaæxli skiptast í fjóra meginflokka skilgreinda við smásjárskoðun, nánar tiltekið smá- frumukrabbamein (small cell carcinoma, SCLC), flöguþekjukrabbamein (squamous cell carcinoma, SCC), kirtilmyndandi krabbamein (adenocarc- inoma, AC) og stórfrumukrabbamein (large cell carcinoma, LCC) (28). Að minnsta kosti 95% allra illkynja lungnaæxla falla í einhvern þessara fjögurra flokka (29). Önnur sjaldgæfari lungna- krabbamein eru sýnd í töflu III, þeirra á meðal krabbalíki (carcinoid) og „bronchioloalveolar" lungnakrabbamein sem eru undirflokkur kirt- ilmyndandi krabbameina. Smáfrumukrabbamein sem eru 13-20% lungnakrabbameins (30) skera sig frá hinum flokkunum, sem þannig eru oft nefnd með safnheitinu „lungnakrabbamein sem ekki eru smáfrumukrabbamein" (non-small cell carc- inoma, NSCLC). Ástæða skiptingarinnar er rakin til þeirrar staðreyndar að smáfrumukrabbamein hefur aðra lífhegðan og horfur en hinir flokk- Tafla II. Helstu hjákenni lungnakrabbameins (paraneoplastic syndrome) (22). Endocrine syndromes SIADH (syndrome of inappropriate ADH) Hypercalcemia Cushings syndrome Hyperthyroidism Neurologic syndromes Mononeuritis multiplex Encephalomyelitis Polyneuropathy Lambert-Eaton myasthenic syndrome Skeletal syndromes Hypertrophic osteoarthropathy, (HOA) Clubbing Renal syndromes Glomerulonephritis Nephrotic syndrome Metabolic syndromes Lactic acidosis Hypouricemia Systemic syndromes Cachexia, anorexia Fever Collagen-vascular syndromes Dermatomyositis Polymyositis Vasculitis SLE Cutaneous Erythema multiforme Exfoliative dermatitis Urticaria Pruritus Hematologic Anemia Leucocytosis Thrombocytosis Eosinophilia Coagulopathies Thrombophlebitis DIC (diffuse intravascular coagulaophathy) LÆKNAblaðið 2008/94 299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.