Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 31
F R Æ Ð I G R E I
LUNGNAKRABBAM
N A R
E I N
1
Tafla I. Helstu einkenni lungnakrabbameins (22).
Einkenni Tíðni, %
Hósti 8-75
Þyngdartap 0-68
Andnauð 3-60
Brjóstverkur 20-49
Blóðhósti 6-35
Verkir í beinum 6-25
Klumbun 0-20
Hiti 0-20
Slappleiki 0-10
Holæðarheilkenni 0-4
Kyngingarörðugleikar 0-2
Öng- og soghljóð 0-2
og þyngdartap hjá allt að 68% sjúklinga (22).
Önghljóð verða þegar æxli þrengja meginberkjur
en æxli sem þrengir marktækt að barka getur
valdið soghljóði (stridor). Hæsi stafar hins vegar
yfirleitt af þrýstingi á raddbandataugar, oftar
vinstra megin vegna legu n. laryngeus recurrens
þar. Þegar æxli í lungum þrýstir á efri holæð getur
myndast holæðar heilkenni (superior vena cava
syndrome) og sést það oftast hjá sjúklingum með
smáfrumukrabbamein (22). Pancoast heilkenni
stafar af ífarandi vexti úr lungnatoppi í rif og
nálægar taugar (plexus brachialis), Horners heil-
kenni stafar hins vegar af ífarandi vexti í nálægt
taugahnoð (ganglion stellatum) (26). Einkenni
vegna fjarmeinvarpa eru fyrsta einkenni um
lungnakrabbamein hjá um einum þriðja sjúklinga
(22, 23). Eitlastækkanir á hálsi koma fyrir hjá 15-
30% sjúklinga og verkir í beinum vegna beinmein-
varpa koma fyrir hjá allt að fimmtungi sjúklinga
við greiningu (23). Meinvörp í nýrnahettum eru
til staðar hjá 15% sjúklinga við greiningu og í
heila hjá 10% (23). Síðarnefndu meinvörpin valda
höfuðverk en einnig geta sést flog, taugaeinkenni
og persónuleikabreytingar. Lifrarmeinvörp geta
valdið verkjum, gulu og jafnvel lifrarbilun.
Hjákenni krabbameins (paraneoplastic synd-
rome) er safnheiti yfir ýmis heilkenni sem hægt
er að rekja til krabbameina en tengjast ekki stað-
setningu æxlis eða meinvörpum. Þau geta verið
fyrsta einkenni lungnakrabbameins en eru oft
fylgifiskar útbreidds sjúkdóms. Hjákenni lungna-
krabbameins koma fyrir hjá um 10-20% sjúklinga
(23) og eru þau helstu sýnd í töflu II. Algengast
eru hormónatengd einkenni, hækkun á kalsíum í
sermi, offramleiðsla þvagstemmuvaka (syndrome
of inappropriate ADH, SIADH), og Cushings heil-
kenni. Klumbufingur (clubbing) (mynd 2) koma
fyrir hjá allt að 30% sjúklinga, eru algengari hjá
konum (40%) en körlum (19%) og hjá sjúklingum
með lungnakrabbamein sem er ekki smáfrumu-
krabbamein (27).
Af öðrum hjákennum má nefna beinliðkvilla
(hypertrophic osteoarthropathy, HOA) en þá fá
sjúklingar verki í liði og nýmyndun beins á sér
stað á útlimabeinum. Taugaeinkenni eru marg-
vísleg og koma nær eingöngu fyrir hjá sjúklingum
með smáfrumukrabbamein (22).
Mynd 2. Klumbufingur
Meinafræði (ó>) hjá karlmanni með smá-
frumukrabbamein í lunga.
Illkynja lungnaæxli skiptast í fjóra meginflokka
skilgreinda við smásjárskoðun, nánar tiltekið smá-
frumukrabbamein (small cell carcinoma, SCLC),
flöguþekjukrabbamein (squamous cell carcinoma,
SCC), kirtilmyndandi krabbamein (adenocarc-
inoma, AC) og stórfrumukrabbamein (large cell
carcinoma, LCC) (28). Að minnsta kosti 95%
allra illkynja lungnaæxla falla í einhvern þessara
fjögurra flokka (29). Önnur sjaldgæfari lungna-
krabbamein eru sýnd í töflu III, þeirra á meðal
krabbalíki (carcinoid) og „bronchioloalveolar"
lungnakrabbamein sem eru undirflokkur kirt-
ilmyndandi krabbameina. Smáfrumukrabbamein
sem eru 13-20% lungnakrabbameins (30) skera sig
frá hinum flokkunum, sem þannig eru oft nefnd
með safnheitinu „lungnakrabbamein sem ekki
eru smáfrumukrabbamein" (non-small cell carc-
inoma, NSCLC). Ástæða skiptingarinnar er rakin
til þeirrar staðreyndar að smáfrumukrabbamein
hefur aðra lífhegðan og horfur en hinir flokk-
Tafla II. Helstu hjákenni lungnakrabbameins (paraneoplastic syndrome) (22).
Endocrine syndromes SIADH (syndrome of inappropriate ADH) Hypercalcemia Cushings syndrome Hyperthyroidism
Neurologic syndromes Mononeuritis multiplex Encephalomyelitis Polyneuropathy Lambert-Eaton myasthenic syndrome
Skeletal syndromes Hypertrophic osteoarthropathy, (HOA) Clubbing
Renal syndromes Glomerulonephritis Nephrotic syndrome
Metabolic syndromes Lactic acidosis Hypouricemia
Systemic syndromes Cachexia, anorexia Fever
Collagen-vascular syndromes Dermatomyositis Polymyositis Vasculitis SLE
Cutaneous Erythema multiforme Exfoliative dermatitis Urticaria Pruritus
Hematologic Anemia Leucocytosis Thrombocytosis Eosinophilia
Coagulopathies Thrombophlebitis DIC (diffuse intravascular coagulaophathy)
LÆKNAblaðið 2008/94 299