Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR FYRIRBURAR Mynd 1. Samband fæðingarþyngdar og vökvagjafar. R!=-0,33; p=0,008 *Vökvamagn sem gefið var aö meðaltali á sólarhring fyrstu 10 dagana eftirþeð- ingu. anna er þunn sem veldur því að vökvatap um húð getur verið mikið og valdið óeðlilega miklu þyngdartapi og of hárri þéttni natríums í sermi (2, 3). Jafnframt veldur vanþroski nýma þeirra því að veruleg hætta er á truflun á vökva- og rafkleyfa- jafnvægi, einkum of lágri þéttni natríums eða of hárri þéttni kalíums í sermi (1, 7, 8). Því er mik- ilvægt að fylgjast vel með vökvabúskap og þéttni rafkleyfa í sermi fyrirbura á fyrstu dögunum eftir fæðingu. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að allt að þriðjungur fyrirbura mælist með of lágan styrk natríums í sermi fyrstu vikuna eftir fæðingu og allt að tveir þriðju á annarri viku (8, 9). Of lág þéttni natríums í sermi fyrirbura (hyponatremia) hefur verið skilgreind sem þéttni <135 mmól/L (1). Meðal helstu ástæðna þessa vandamáls eru of mikil gjöf af vökvalausnum sem innihalda lítið magn af natríum og mikið tap natríums með þvagi vegna vanþroska nýrna (1). Yfirleitt virðast fyrirburar þola vel tímabundna lækkun á þéttni natríums í sermi, en hins vegar getur hröð lækkun á þéttni natríums í sermi ung- barna orsakað heilabjúg og krampa (10). Jafnframt getur lág þéttni natríums dregið úr vexti ungbama (11-13), verið hugsanlegur áhættuþáttur fyrir heyrnarskerðingu (14-16) og þroskafrávikum hjá fyrirburum (17,18). Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á orsakir lágrar þéttni natríums í sermi fyrir- bura á vökudeild Barnaspítala Hringsins. Einkum var kannað hvort skýringa væri að leita í of lít- illi gjöf á natríum, of mikilli vökvagjöf eða hvort vandamálið væri vegna vanþroska barnanna. Tilfelli og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn, lýsandi tilfellarann- sókn. Frmdnir voru 20 fyrirburar sem fæddir voru Mynd 2. Samband þyngdartaps og vökvagjafar. R2=0,70; p<0,001 *Vökvamagn sem gefið var að meðaltali á sólarhringfyrstu 10 dagana eftir fæðingu. fyrir 30 vikna meðgöngu með fæðingarþyngd <1250g og lögðust inn á vökudeild Barnaspítala Hringsins frá janúar 1999 til janúar 2000. Börn með fæðingargalla eða fósturbjúg (hydrops foetalis) voru útilokuð frá rannsókninni. Jafnframt voru þau böm þar sem skráning á vökva- og saltbúskap var ábótavant ekki höfð með í rannsókninni. Klínískra upplýsinga fyrir rannsóknina var aflað úr sjúkraskrám barnanna. Skráðar voru upp- lýsingar um daglega þyngd þeirra, vökvainntöku, þvagútskilnað og eðlisþyngd þvags fyrstu 10 dag- ana eftir fæðingu. Skráð var það magn natríums sem börnunum var gefið og þéttni þess í sermi. Við útreikninga var miðað við að fyrsti sólarhring- ur teldist fyrsti heili sólarhringurinn eftir fæðingu bamsins. Reiknað var út magn natríums sem börn- in fengu í æð með sykurlausnum, næringarlausn- um og þeim saltvatnslausnum sem notaðar voru til að skola æðaleggi eftir sýnatöku (flush) og við lyfjagjafir. Við útreikning á magni natríums sem börnin fengu í þurrmjólkurblöndum og næring- ardufti, sem blandað var saman við brjóstamjólk- ina, var notað það magn natríums í mjólkinni og duftinu sem viðkomandi framleiðandi gaf upp. Gert var ráð fyrir að natríuminnihald þeirrar brjóstamjólkur sem bömin fengu væri 11 mmól/L (19). Þegar fleiri en ein mæling á þéttni natríums í sermi bams var gerð á sama sólarhringnum var skráð sú mæling sem gerð var að morgni viðkom- andi dags, þar sem á þeim tíma eru blóðrannsókn- ir oftast gerðar á bömum á vökudeild. Tölfræðiútreikningar voru gerðir með forritinu JMP (JMP 6.0.0 (Academic), SAS Institute Inc. Cary, NC). Fylgni milli breyta var fundin með aðhvarfs- greiningu (simple linear regression). Fylgnistuðull Pearsons var notaður fyrir normalt dreifðar breyt- ur, en fylgnistuðull Spearmans fyrir þær breytur sem ekki voru normalt dreifðar. Niðurstöður eru gefnar upp sem meðaltal ± staðalfrávik eða mið- 288 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.