Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 56
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR HEILSUHAGFRÆÐI Sjúkdómar allsnægtanna í stað sjúkdóma skortsins - viðtal við Julian Le Grand Breski heilsuhagfræðingurinn Julian Le Grand hélt fyrirlest- ur hér á landi í lok janúar í boði heilbrigðisráðuneytisins og Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands. Le Grand er prófessor í hagfræði við London School of Economics og einn helsti sérfræðing- ur í Bretlandi á sviði heilsuhagfræði og hefur verið ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar um stefnu í heilbrigðismálum undanfarin ár. Hann hefur ennfremur veitt íslenskum heilbrigðisyfirvöldum ráð- gjöf og var fenginn hingað til að gefa íslensku heilbrigðisstarfsfólki innsýn í hugmyndir sínar. „Islenska heilbrigðiskerfið er nokkuð gott eins og það er og ég tel ekki ástæðu fyrir ykkur til að fara út í róttækar breytingar á því," segir Le Grand í upphafi samtals okkar. „Það er vissulega nokkuð dýrt í rekstri en það virðist ríkja nokkuð jöfn ánægja með þjónustuna bæði hjá þeim sem þiggja hana og þeim sem veita hana. Ég myndi því ekki telja ástæðu til að ger- breyta kerfinu. í ykkar sporum hefði ég nokkrar áhyggjur af því að í Reykjavík er ástandið þannig að einn spítali einokar markaðinn í kjölfar samein- ingar fyrir nokkrum árum. Þetta er óæskilegt og veitir spítalanum of mikil völd í heilbrigðiskerf- inu. Það er alltaf hætta á því - hvar sem er - að ráðuneytið verði of upptekið af svo stórri einingu og vanræki þar með aðra heilbrigðisþjónustu sem er engu að síður jafn mikilvæg." Telurðu að svarið liggi í einkavæðingu heilbrigð- isþjónustunnar? „Ég er ekki viss um að svarið liggi í einkavæð- ingu sem slíkri. Ég er sannfærður um að kerfið myndi hafa gott af meiri samkeppni milli ólíkra þátta þjónustunnar og vissulega gæti sam- keppnin komið frá einkaaðilum. En það er ekki nauðsynlegt og rannsóknir benda til þess að gæði þjónustunnar séu ekki háð rekstrarforminu heldur fjölbreytni hennar og þar geta ýmsir aðilar komið til sögunnar sem ekki eru beinlínis að leita eftir hagnaði af þjónustunni. Þú hefur talað um að peningarnar eigi aðfylgja val- inu og hér hefur verið talað um að peningarnir eigi að fylgja sjúklingnum. „Þetta er í rauninni sama hugmyndin og ég er mjög hrifinn af henni. Hún hvetur spítalana til Hávar að veita þjónustu sem er í samræmi við þarfir og Sigurjónsson óskir sjúklingsins. Þetta á auðvitað ekki bara við spítala heldur alla sem starfa í heilbrigðisþjónustu. Þetta kerfi ýtir undir viðbragðsflýti kerfisins þó ég telji að íslenska heilbrigðiskerfið standi nokkuð vel í samanburði við önnur lönd að þessu leyti." Hvernig stenst íslenska heilbrigðiskerfið samanburð við breska kerfið? „Það stendur nokkuð vel. Ég tel að nokkuð skorti á grunnþjónustuna og áherslan sé of mikil á sjúkrahúsarekstur. Þetta er reyndar algengt vandamál í mörgum löndum. En í heildina stenst íslenska kerfið mjög vel samanburð við heilbrigð- iskerfin í þeim löndum sem ég þekki til." Þú hefur talað um að sjúkdómamynstur Vestur- landabúa hafi gerbreyst á undanförnum áratugum. Sjúkdómar skortsins hafi vikið fyrir sjúkdómum alls- nægtanna. „Þetta blasir við öllum sem vilja sjá það. Heilsufarsvandræði Vesturlandabúa stafa að miklu leyti af því að þeir kunna sér ekki hóf og að of mikið er til af öllu. I frægri skýrslu árið 1942 nefndi Sir William Beveridge fimm einkenni fá- tæktar og skorts sem væru helsta orsök sjúkdóma og velferðarríki framtíðarinnar yrði að takast á við. Þessi fimm einkenni voru: skortur, sjúkdómar, örbirgð, fáfræði og leti. Það er kannski fullmikið sagt að nú sextíu árum síðar sé búið að kveða niður þessa drauga að fullu og öllu en þeir hafa misst kraftinn að miklu leyti. Við getum sagt að búið sé að ráða bót á húsnæðisvanda þjóðarinnar, meðaltekjur hafa aukist, framboð á vinnu hefur aukist, menntunarstig þjóðarinnar hefur hækkað verulega og heilbrigðisþjónustan hefur stórbatn- að. Nú er ég að tala um Bretland sérstaklega en þetta á eflaust ekki síður við um ísland. En í stað þessara drauga hafa spegilmyndir þeirra risið upp og nú stöndum við frammi fyrir draugum ofgnótt- ar, þar sem sem bilið milli ríkra og fátækra hefur aldrei verið stærra, vinnuálag er mikið og sumir vilja jafnvel halda því fram að menntunarkröfur til barna og ungmenna séu í sumum tilfellum úr hófi. En stærsti draugurinn er heilsufar þjóðarinnar. Við höfum kveðið niður alvarlega smitsjúkdóma eins og berkla, kóleru, taugaveiki, barnaveiki, sjúkdóma örbirgðar og skorts. í dag stöndum við frammi fyrir krabbameinum, hjartasjúkdómum, sykursýki og öndunarfærasjúkdómum. I mörg- um tilfellum stafa þessir sjúkdómar af ofneyslu af ýmsu tagi; reykingum, of miklum sykri, fitu, 324 LÆKNAblaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.