Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR
LUNGNAKRABBAMEIN
þeir eru, til dæmis benda óreglulegar og tenntar
brúnir til lungnakrabbameins og þeir sem eru
stærri en 10 mm í þvermál (mynd 5).
Óbreytt stærð í tvö ár er talið merki um að
hnúturinn sé góðkynja (33) og kalkanir benda
sömuleiðis frekar til góðkynja hnúta þótt á þessu
séu undantekningar. Stakir hnútar geta verið
meinvörp frá illkynja æxlum annars staðar (33).
Jáeindaskann (JS) (positron emisson tomography,
PET) og jáeindasneiðmyndir (JSS)(PET/CT) eru
gagnlegar rannsóknir til þess að meta hvort stakur
hnútur sé ill- eða góðkynja og er oftast notast við
merkiefni sem inniheldur 18F-fluorodeoxyglucose
(sjá mynd 6). JS er ekki áreiðanlegt til að meta
hnúta undir 1 cm á stærð, en fyrir stærri hnúta er
rannsóknin áreiðanleg (34). Nokkuð er um falskt
jákvæða hnúta á JS en yfirleitt er talið óhætt að
fylgja eftir hnútum sem ekki lýsa upp við þessa
rannsókn. Næmi rannsóknarinnar til að greina
illkynja hnúta er samkvæmt nýlegum rannsókn-
um 90-100% og sértækni 69-95% (34).
Þegar grunur vaknar um lungnakrabbamein er
nauðsynlegt að staðfesta greininguna með frumu-
og/eða vefjasýni. Yfirleitt er reynt að fá vefjasýni
með berkjuspeglun, sérstaklega ef um miðlæg æxli
er að ræða. Þegar æxli er staðsett utar í lunganu er
hægt að gera ástungu í gegnum húð og er hún gerð
með aðstoð myndgreiningarrannsókna, oftast TS.
Helstu fylgikvillar eru loftbrjóst, eða í um 13-40%
tilvika (35, 36), en flest þessara loftbrjósta eru lítil
og þarfnast engrar sértækrar meðferðar, svo sem
brjóstholskera (35). Alvarlegar blæðingar eru
einnig sjaldgæfar. Hjá sjúklingum með fjarmein-
vörp er stundum hentugast að fá vefjasýni frá
meinvarpi og staðfesta þannig greiningu.
Skimun
Arangur af meðferð lungnakrabbameins er ennþá
takmarkaður og eru fimm ára lífshorfur aðeins um
15% með bestu greiningar- og meðferðarúrræðum
(37). Ástæðan er sú að um 70% tilfella greinast
eftir að sjúkdómurinn er orðinn útbreiddur og
því ekki unnt að beita læknandi skurðaðgerð.
Þótt æxli greinist á skurðtæku stigi fá allt að 60%
þessara sjúklinga meinvörp síðar og eru fimm ára
lífshorfur þessa hóps um 40% (38). Þetta þýðir að
meinvörp hafa verið til staðar í byrjun við grein-
ingu frumæxlisins. í áratugi hefur verið talið að
bættur árangur í meðferð lungnakrabbameins
væri fólginn í greiningu meinsins á byrjunarstigi
(39). Rannsóknir á áhættuhópum sem gerðar
voru með lungnamyndum og frumurannsókn-
um á hráka sýndu þó ekki fram á lægri dán-
artíðni borið saman við hefðbundið eftirlit (40,41).
Frumurannsókn á hráka er því ekki talin gagnleg
rannsókn til að greina lungnakrabbamein (42).
Með tilkomu tölvusneiðmynda er unnt að finna
mun smærri hnúta í lungum en hægt var með
lungnamynd. Fyrstu stóru skimunarrannsókn-
irnar voru gerðar í Japan og sýndu að með lág-
skammta TS var unnt að greina 80% hnúta á stigi
I samanborið við 20% án skimunar (43), en á því
stigi eru langbestar líkur á lækningu með skurð-
aðgerð. í kjölfarið fylgdu stórar rannsóknir bæði
í Bandaríkjunum og Evrópu en nýlega voru birtar
niðurstöður úr einni þeirra (44). í þessari rannsókn
var einkennalaus áhættuhópur skimaður með lág-
skammta tölvusneiðmyndum og grunsamlegir
hnútar rannsakaðir frekar, meðal annars með
endurteknum sneiðmyndum, fínnálarástungum
Mynd 4. Lungnamynd
sem sýnir þéttingu efst í
hægra lunga sem reyndist
eftir sýnatöku vera lungna-
krabbamein.
Mynd 5. Tölvuneiömyndir
afhægra lunga sem sýnir
fyrirferð með óreglulegar
og tenntar brúnir sem við
sýnatöku reyndist lungna-
krabbamein.
Mynd 6. Jáeindasneiðmynd
afsjúklingi sem var með
samfall efst í vinstra lunga á
lungnamynd. Skannið sýnir
greinilega að orsök samfalls-
ins er æxli miðlægt í efra
blaði vinstra lungans.
LÆKNAblaðið 2008/94 301