Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR LUNGNAKRABBAMEIN þeir eru, til dæmis benda óreglulegar og tenntar brúnir til lungnakrabbameins og þeir sem eru stærri en 10 mm í þvermál (mynd 5). Óbreytt stærð í tvö ár er talið merki um að hnúturinn sé góðkynja (33) og kalkanir benda sömuleiðis frekar til góðkynja hnúta þótt á þessu séu undantekningar. Stakir hnútar geta verið meinvörp frá illkynja æxlum annars staðar (33). Jáeindaskann (JS) (positron emisson tomography, PET) og jáeindasneiðmyndir (JSS)(PET/CT) eru gagnlegar rannsóknir til þess að meta hvort stakur hnútur sé ill- eða góðkynja og er oftast notast við merkiefni sem inniheldur 18F-fluorodeoxyglucose (sjá mynd 6). JS er ekki áreiðanlegt til að meta hnúta undir 1 cm á stærð, en fyrir stærri hnúta er rannsóknin áreiðanleg (34). Nokkuð er um falskt jákvæða hnúta á JS en yfirleitt er talið óhætt að fylgja eftir hnútum sem ekki lýsa upp við þessa rannsókn. Næmi rannsóknarinnar til að greina illkynja hnúta er samkvæmt nýlegum rannsókn- um 90-100% og sértækni 69-95% (34). Þegar grunur vaknar um lungnakrabbamein er nauðsynlegt að staðfesta greininguna með frumu- og/eða vefjasýni. Yfirleitt er reynt að fá vefjasýni með berkjuspeglun, sérstaklega ef um miðlæg æxli er að ræða. Þegar æxli er staðsett utar í lunganu er hægt að gera ástungu í gegnum húð og er hún gerð með aðstoð myndgreiningarrannsókna, oftast TS. Helstu fylgikvillar eru loftbrjóst, eða í um 13-40% tilvika (35, 36), en flest þessara loftbrjósta eru lítil og þarfnast engrar sértækrar meðferðar, svo sem brjóstholskera (35). Alvarlegar blæðingar eru einnig sjaldgæfar. Hjá sjúklingum með fjarmein- vörp er stundum hentugast að fá vefjasýni frá meinvarpi og staðfesta þannig greiningu. Skimun Arangur af meðferð lungnakrabbameins er ennþá takmarkaður og eru fimm ára lífshorfur aðeins um 15% með bestu greiningar- og meðferðarúrræðum (37). Ástæðan er sú að um 70% tilfella greinast eftir að sjúkdómurinn er orðinn útbreiddur og því ekki unnt að beita læknandi skurðaðgerð. Þótt æxli greinist á skurðtæku stigi fá allt að 60% þessara sjúklinga meinvörp síðar og eru fimm ára lífshorfur þessa hóps um 40% (38). Þetta þýðir að meinvörp hafa verið til staðar í byrjun við grein- ingu frumæxlisins. í áratugi hefur verið talið að bættur árangur í meðferð lungnakrabbameins væri fólginn í greiningu meinsins á byrjunarstigi (39). Rannsóknir á áhættuhópum sem gerðar voru með lungnamyndum og frumurannsókn- um á hráka sýndu þó ekki fram á lægri dán- artíðni borið saman við hefðbundið eftirlit (40,41). Frumurannsókn á hráka er því ekki talin gagnleg rannsókn til að greina lungnakrabbamein (42). Með tilkomu tölvusneiðmynda er unnt að finna mun smærri hnúta í lungum en hægt var með lungnamynd. Fyrstu stóru skimunarrannsókn- irnar voru gerðar í Japan og sýndu að með lág- skammta TS var unnt að greina 80% hnúta á stigi I samanborið við 20% án skimunar (43), en á því stigi eru langbestar líkur á lækningu með skurð- aðgerð. í kjölfarið fylgdu stórar rannsóknir bæði í Bandaríkjunum og Evrópu en nýlega voru birtar niðurstöður úr einni þeirra (44). í þessari rannsókn var einkennalaus áhættuhópur skimaður með lág- skammta tölvusneiðmyndum og grunsamlegir hnútar rannsakaðir frekar, meðal annars með endurteknum sneiðmyndum, fínnálarástungum Mynd 4. Lungnamynd sem sýnir þéttingu efst í hægra lunga sem reyndist eftir sýnatöku vera lungna- krabbamein. Mynd 5. Tölvuneiömyndir afhægra lunga sem sýnir fyrirferð með óreglulegar og tenntar brúnir sem við sýnatöku reyndist lungna- krabbamein. Mynd 6. Jáeindasneiðmynd afsjúklingi sem var með samfall efst í vinstra lunga á lungnamynd. Skannið sýnir greinilega að orsök samfalls- ins er æxli miðlægt í efra blaði vinstra lungans. LÆKNAblaðið 2008/94 301
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.