Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 52
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR LANGVINNIR SJÚKDÓMAR Langstærsta verkefni heilbrigðisþjónustunnar - segir Runólfur Pálsson formaður Félags íslenskra lyflækna um langvinna sjúkdóma Á Læknadögum 2008 var haldið málþing um meðferð langvinnra sjúkdóma og stýrði því Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala. Runólfur segir langvinna sjúkdóma og meðferð þeirra orðið langstærsta verkefni heil- brigðisþjónustunnar á Islandi eins og í öðrum vestrænum löndum. Þar þurfi því að samræma krafta heilsugæsl- unnar, sjálfstætt starfandi sérfræðinga og læknisþjónustu á sjúkrahúsunum. „Meðferð langvinnra sjúkdóma er afar krefjandi viðfangsefni, bæði hvað snertir kostnað og starfs- krafta. Þrátt fyrir það hefur skipulag þjónustu við langveika víða ekki verið tekið nægilega föstum tökum og sú er raunin hér á landi. Mun einfaldara er að skipuleggja ýmsa aðra læknisþjónustu, til dæmis þjónustu skurðlækna vegna minni háttar sjúkdóma eins og gert hefur verið með góðum árangri í Orkuhúsinu og víðar. Með öflugri og skipulegri læknisþjónustu vegna langvinnra sjúk- dóma verður vonandi unnt að grípa skjótar inn í þegar bráð versnun á sér stað eða önnur skyndileg vandamál koma upp og ætti það að létta á bráða- þjónustu sjúkrahúsanna. Rík samvinna lækna sem taka þátt í þessu verkefni frá mismunandi hliðum er lykilatriði og að öllum sé ljóst sitt hlutverk og sú ábyrgð sem því fylgir," segir Runólfur og bendir á að læknisþjónusta í samfélaginu grundvall- ist á þremur meginþáttum. „Það er í fyrsta lagi heilsugæsla, í öðru lagi starfsemi sjálfstætt starf- andi sérfræðilækna og í þriðja lagi læknisþjónusta á sjúkrahúsum." Hlutverk heilsugæslulækna „Heilsugæslan ætti að vera virkur aðili að því verkefni sem eftirlit og meðferð langvinnra sjúkdóma er. Víða erlendis taka heimilislæknar Hávar ríkan þátt í þessu starfi með dyggum stuðn- Sigurjónsson ingi sérfræðilækna. Það hefur ekki gerst hér og tel ég að nokkrar ástæður liggi að baki. í fyrsta lagi hafa heilsugæslulæknar haft tilhneigingu til að aðgreina sig frá öðrum sérfræðilæknum, sérstaklega lyflæknum, og hafa lagt áherslu á hugmyndafræði heimilislækninga sem lítur á einstaklinginn í félagslegu samhengi fremur en einstök vandamál hans. Það er góðra gjalda vert en dugar skammt þegar um langvinna sjúkdóma er að ræða því nálgun lyflækninga á þar best við. I öðru lagi kvarta heilsugæslulæknar oft um mann- eklu í sínum röðum. í þriðja lagi hefur verulega vantað á upplýsingaflæði milli sérfræðilækna og heilsugæslulækna sem og milli þessara lækna og sjúkrahúsa. Sjúklingar þurfa að hafa greitt aðgengi að heilsugæslulækni og heilsugæslulæknir þarf að hafa aðgang að ráðgefandi sérfræðilækni. Heilsu- gæslulæknir sem annast 1500-2000 manns ætti að vera í lófa lagið að vita um alla sem eru með lang- vinna sjúkdóma. Þannig geta heilsugæslulæknar sem starfa saman sett upp kerfisbundna þjónustu og eftirlit fyrir sjúklinga með algenga sjúkdóma. Það þarf að virkja heilsugæslulækna til þátttöku í þessu verkefni og lyflæknar verða að styðja betur við þá. Enn fremur þarf að hyggja meira að eftirliti og meðferð langvinnra sjúkdóma í framhaldsnámi í heimilislækningum því ef læknana skortir burði, leita sjúklingar annað. Almennt eiga heilsugæslu- stöðvar að veita víðtækari og skipulegri þjónustu og forvamarstarf í samvinnu við aðra fagaðila, svo sem sérfræðilækna sem ég nefndi áður. Skilgreina þarf hvaða sjúkdómar og á hvaða stigi geta verið í höndum heilsugæslulæknis og hverjir eiga að vera hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilækni (sjaldgæf- ari og alvarlegir sjúkdómar) og hverjir hjá sér- fræðilæknum á göngudeildum Landspítalans. Sjúklingar sem heilsugæslulæknir annast njóta yfirleitt ráðgjafar sérfræðilæknis og er því sérlega mikilvægt að læknamir hafi náið samráð sín á milli. Læknisþjónustu við geðsjúka og aldraða þarf að efla sérstaklega með því að skilgreina vel hlut- verk og verkefni með kerfisbundnum hætti eins og ég lýsti áður. Geðlæknar þurfa að hafa gott samstarf við Heilsugæsluna og sama gildir um 320 LÆKNAblaðiö 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.