Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2008, Page 52

Læknablaðið - 15.04.2008, Page 52
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR LANGVINNIR SJÚKDÓMAR Langstærsta verkefni heilbrigðisþjónustunnar - segir Runólfur Pálsson formaður Félags íslenskra lyflækna um langvinna sjúkdóma Á Læknadögum 2008 var haldið málþing um meðferð langvinnra sjúkdóma og stýrði því Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala. Runólfur segir langvinna sjúkdóma og meðferð þeirra orðið langstærsta verkefni heil- brigðisþjónustunnar á Islandi eins og í öðrum vestrænum löndum. Þar þurfi því að samræma krafta heilsugæsl- unnar, sjálfstætt starfandi sérfræðinga og læknisþjónustu á sjúkrahúsunum. „Meðferð langvinnra sjúkdóma er afar krefjandi viðfangsefni, bæði hvað snertir kostnað og starfs- krafta. Þrátt fyrir það hefur skipulag þjónustu við langveika víða ekki verið tekið nægilega föstum tökum og sú er raunin hér á landi. Mun einfaldara er að skipuleggja ýmsa aðra læknisþjónustu, til dæmis þjónustu skurðlækna vegna minni háttar sjúkdóma eins og gert hefur verið með góðum árangri í Orkuhúsinu og víðar. Með öflugri og skipulegri læknisþjónustu vegna langvinnra sjúk- dóma verður vonandi unnt að grípa skjótar inn í þegar bráð versnun á sér stað eða önnur skyndileg vandamál koma upp og ætti það að létta á bráða- þjónustu sjúkrahúsanna. Rík samvinna lækna sem taka þátt í þessu verkefni frá mismunandi hliðum er lykilatriði og að öllum sé ljóst sitt hlutverk og sú ábyrgð sem því fylgir," segir Runólfur og bendir á að læknisþjónusta í samfélaginu grundvall- ist á þremur meginþáttum. „Það er í fyrsta lagi heilsugæsla, í öðru lagi starfsemi sjálfstætt starf- andi sérfræðilækna og í þriðja lagi læknisþjónusta á sjúkrahúsum." Hlutverk heilsugæslulækna „Heilsugæslan ætti að vera virkur aðili að því verkefni sem eftirlit og meðferð langvinnra sjúkdóma er. Víða erlendis taka heimilislæknar Hávar ríkan þátt í þessu starfi með dyggum stuðn- Sigurjónsson ingi sérfræðilækna. Það hefur ekki gerst hér og tel ég að nokkrar ástæður liggi að baki. í fyrsta lagi hafa heilsugæslulæknar haft tilhneigingu til að aðgreina sig frá öðrum sérfræðilæknum, sérstaklega lyflæknum, og hafa lagt áherslu á hugmyndafræði heimilislækninga sem lítur á einstaklinginn í félagslegu samhengi fremur en einstök vandamál hans. Það er góðra gjalda vert en dugar skammt þegar um langvinna sjúkdóma er að ræða því nálgun lyflækninga á þar best við. I öðru lagi kvarta heilsugæslulæknar oft um mann- eklu í sínum röðum. í þriðja lagi hefur verulega vantað á upplýsingaflæði milli sérfræðilækna og heilsugæslulækna sem og milli þessara lækna og sjúkrahúsa. Sjúklingar þurfa að hafa greitt aðgengi að heilsugæslulækni og heilsugæslulæknir þarf að hafa aðgang að ráðgefandi sérfræðilækni. Heilsu- gæslulæknir sem annast 1500-2000 manns ætti að vera í lófa lagið að vita um alla sem eru með lang- vinna sjúkdóma. Þannig geta heilsugæslulæknar sem starfa saman sett upp kerfisbundna þjónustu og eftirlit fyrir sjúklinga með algenga sjúkdóma. Það þarf að virkja heilsugæslulækna til þátttöku í þessu verkefni og lyflæknar verða að styðja betur við þá. Enn fremur þarf að hyggja meira að eftirliti og meðferð langvinnra sjúkdóma í framhaldsnámi í heimilislækningum því ef læknana skortir burði, leita sjúklingar annað. Almennt eiga heilsugæslu- stöðvar að veita víðtækari og skipulegri þjónustu og forvamarstarf í samvinnu við aðra fagaðila, svo sem sérfræðilækna sem ég nefndi áður. Skilgreina þarf hvaða sjúkdómar og á hvaða stigi geta verið í höndum heilsugæslulæknis og hverjir eiga að vera hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilækni (sjaldgæf- ari og alvarlegir sjúkdómar) og hverjir hjá sér- fræðilæknum á göngudeildum Landspítalans. Sjúklingar sem heilsugæslulæknir annast njóta yfirleitt ráðgjafar sérfræðilæknis og er því sérlega mikilvægt að læknamir hafi náið samráð sín á milli. Læknisþjónustu við geðsjúka og aldraða þarf að efla sérstaklega með því að skilgreina vel hlut- verk og verkefni með kerfisbundnum hætti eins og ég lýsti áður. Geðlæknar þurfa að hafa gott samstarf við Heilsugæsluna og sama gildir um 320 LÆKNAblaðiö 2007/93

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.