Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 57
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR HEILSUHAGFRÆÐI áfengi og ólöglegum eiturlyfjum, og kyrrsetu við akstur, vinnu, sjónvarpsáhorf og tölvuleiki. Þetta eru sjúkdómar ofgnóttarinnar og það er miklu erf- iðara að takast á við þetta heldur en vandamálið sem Beveridge stóð frammi fyrir fyrir sextíu árum. Til að bæta úr skorti er einfaldast að veita meira og það hefur svo sannarlega tekist. En það er ekki hægt að beita sömu aðferð til að draga úr neyslu þar sem það samrýmist ekki hugmyndum okkar um frelsi einstaklingsins og þess í stað verður að fá fólk til að breyta hegðun sinni, draga úr neyslu og lifa heilbrigðara lífi. Það er hreinlega miklu flóknara mál." Hvaða aðferðir eru í boði? „Það er vissulega hægt að banna ákveðna hluti eins og til dæmis að banna reykingar á opinberum stöðum sem hefur verið gert víða á undanförnum misserum. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga og grunnreglan er sú að fólk hafi leyfi til að gera það sem vill svo framarlega sem það skaðar ekki aðra með hegðun sinni. Ég hef haldið því fram að beita megi aðferð sem ég kalla „frjálslynda forsjárhyggju" og kjarni hennar er að veita almenningi sama frelsi og áður en forsendurnar verða aðrar. Þetta byggist á þeirri staðreynd að fólk er yfirleitt frekar tregt til að breyta núverandi stöðu og taka frumkvæði að breytingunum. Dæmi um þetta er að flestir eru sjálfkrafa settir í þá stöðu að borga í lífeyrissjóð. Ef þessu væri snúið við og hver og einn þyrfti að hafa frumkvæði að því að borga í lífeyrissjóð myndi þeim fækka stórlega sem það gerðu. Ég hef lagt til að þessu verði beitt við reykingar á þann hátt að fólk þurfi að sækja um reykingaleyfi árlega. Til að geta keypt tóbak þurfi að framvísa leyfi. Leyfið á ekki að vera háð neinum skilyrðum en með þessu væri verið að snúa forsendunum við og eflaust væru margir sem ekki hefðu frumkvæði að því að verða sér úti um leyfið." Áttu von á pví að þetta verði tekið upp? „Fjölmiðlar brugðust mjög ókvæða við þessari hugmynd minni þegar ég setti hana fram í fyr- irlestri í október síðastliðnum og ég á tæplega von á því að þetta verði tekið upp.En það er samt alveg hægt að hugsa sér að almenningsálitið breytist á næstu árum. Fyrir nokkrum árum þótti breskum almenningi fráleitt að banna reykingar á krám. Nú ríkir almenn sátt um það." Þú hefur bent á stéttbundinn mun á reykingum og neyslu fitu og sykurs. „Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að reykingar og offituvandamál aukast í hlutfalli við þjóðfélagstöðu fólks. Þannig er það staðreynd að fleiri reykja og fleiri þjást af offitu í lægri stéttum þjóðfélagsins. Áfengisneysla virðist hins vegar ekki bundin á sama hátt við þjóðfélagsstöðu og þar er hlutfall ofneyslu svipað í öllum stéttum. Það er varla hægt að ímynda sér að eitthvað skorti á upplýsingar til almennings um hætturnar af reyk- ingum en þar held ég að flóknari ástæður komi til. Annars vegar fyrir þá sem verra eru settir þá eru reykingar tiltölulega ódýr aðferð til að njóta tíma- bundinnar vellíðunar og hins vegar er erfitt að fá ungt fólk, sem er að byrja að reykja, til að skynja hættuna þegar hún er sögð vera 20-30 ár í burtu. Fyrir 15 ára ungling er það eitthvað sem skiptir engu máli. Þetta er í rauninni eitt helsta vanda- málið þegar tekist er á við heilsufarslega áhættu sem beinist að ungu fólki. Vellíðanin kemur um leið en afleiðingarnar löngu síðar. Þessu má reynd- ar snúa við og segja að kostnaðurinn skelli á strax en kostirnir löngu síðar. Og þetta er eitt helsta vandamálið í þeirri viðleitni að fá almenning til að breyta hegðun sinni." Julian Le Grand heilsu- hagfræðingur við London School ofEconomics hélt fyrirlestur hér á landi fyrr í vetur. LÆKNAblaðið 2008/94 325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.