Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 38
FRÆÐIGREINAR LUNGNAKRABBAMEIN Mynd 15. Tölvusneiðmynd af brjóstholi sjúklings með lungnakrabbamein af flöguþekjugerð sem vaxið er út í hægri hluta brjóstveggj- ar (T3-æxli). Með skurð- aðgerð var fjarlægður hluti af brjóstveggnum auk efri lungnalappa. er hægt að framkvæma með brjóstholssjá (video- assisted thoracic surgery, VATS) (92). Fjöldi rann- sókna hefur sýnt minni skurði/ör og sjúklingar eru fljótari að jafna sig en eftir hefðbundna opna aðgerð (82,92,93). Þessar rannsóknir eru þó fæstar slembaðar og val á sjúklingum sennilega skekkt (selection bias) (94). Einnig þykja brjóstholssjárað- gerðirnar tæknilega flóknar, þær eru töluvert dýrari en opin aðgerð og sýnataka úr miðmæt- iseitlum síðri en við opna aðgerð (94). Opin aðgerð stendur því enn fyrir sínu (82). Þegar lungnakrabbamein er vaxið í brjóstvegg er hægt að fjarlægja í sömu aðgerð, æxlið í lung- anu og hluta af brjóstveggnum, helst í einu lagi (mynd 15). Þetta á einnig við um æxli sem vaxin eru út í þind eða gollurshús (mynd 16). Gatið í brjóstveggnum er þá þakið að innanverðu með bót úr gerviefni, oftast Goretex®. Stundum er beitt geislameðferð fyrir eða eftir aðgerð, þó ekki hafi tekist að sýna fram á að slík meðferð bæti lífs- horfur sjúklinganna (95). Ef tekst að fjarlægja allt æxlið og eitlar eru án meinvarpa eru fimm ára lífshorfur á bilinu 18-61% (95-97). Sjúklingar með skurðtæk Pancoast-æxli fá yfirleitt bæði geisla- og krabbameinslyfjameðferð fyrir aðgerð, enda sann- að að slíkt bæti lífshorfur þeirra (95). Ef lungnakrabbamein er vaxið inn í miðmæti (T4-æxli) getur í einstaka tilfellum komið til greina að fjarlægja æxlin með skurðaðgerð (95). Er þá yfirleitt gefin geisla- og krabbameinslyfjameð- ferð fyrir aðgerð. Með þessu er hægt að minnka æxlin, jafnvel æxli sem fyrir meðferðina voru talin óskurðtæk (down-staging) (mynd 17). Ekki er þó mælt með skurðaðgerð hjá þessum sjúklingum ef meinvörp eru til staðar í N2- miðmætiseitlum (95). Reynist miðmætiseitlar hins vegar án meinvarpa eru fimm ára lífshorfur eftir skurðaðgerð í kring- um 25-30% (95). Allt að 30% sjúklinga sem greinast með lungna- krabbamein eru með meinvörp í miðmætiseitlum. Þriðjungur þeirra er með eitilmeinvörp í miðmæti sömu megin og lungnaæxlið (N2-eitlar) og eru því á stigi IIIA (38). Langflestir hinna eru með eit- ilmeinvörp í N3 eitlum, og eru því á stigi IIIB þar sem ekki er mælt með skurðaðgerð (98, 99). Hjá sjúklingum á stigi IIIA getur komið til greina að gera aðgerð, sérstaklega ef um lítil og smásæ eit- ilmeinvörp er að ræða í einni eitilstöð eingöngu (98). Horfur er bestar hjá sjúklingum undir sextugu en allt að þriðjungur þessara sjúklinga getur náð að lifa í fimm ár frá aðgerð (100,101). A síðustu árum hefur verið venja að beita geisla- og krabbameinslyfjameðferð fyrir slíka aðgerð enda þótt ekki hafi verið sýnt fram á ótvíræðan árangur slíkrar meðferðar. Skurðaðgerð kemur yfirleitt ekki til greina hjá sjúklingum með fjarmeinvörp (99). Þó eru á þessu einstaka undantekningar, einkum ef um er að ræða unga einstaklinga með stakt meinvarp í heila eða nýmahettu (102). Meinvarpið er þá fjar- lægt fyrst og síðan æxlið í lunganu. Að öðru leyti byggist meðferð þessara sjúklinga á krabbameins- lyfjameðferð og/eða geislum og er sú meðferð óháð því hver vefjagerðin er að frátöldu smá- frumukrabbameini. Skurðaðgerð á sjaldan við hjá sjúklingum með smáfrumukrabbamein, enda langflestir þeirra með útbreiddan sjúkdóm (31). Ef um staðbund- inn sjúkdóm er að ræða getur blaðnám eða fleyg- skurður komið til greina og eru lífshorfur á bilinu 13-44% (103). Geislameðferð Geislameðferð er bæði hægt að beita í læknandi og líknandi tilgangi. Læknandi meðferð kemur til greina hjá sjúklingum sem ekki er treyst í aðgerð eða sem hluti af viðbótarmeðferð fyrir og/eða eftir skurðaðgerð (49). Líknandi meðferð er hins vegar beitt þegar lækningu verður ekki komið við en þörf er á meðferð við einkennum. Hér er fjallað um geislameðferð smáfrumukrabbameins og lungnakrabbameina af ekki-smáfrumugerð í sitt hvoru lagi. Lungnakmbbamein af ekki-smáfrumugerð Óskurðtæka sjúklinga á stigi I og II er hægt að meðhöndla með geislameðferð einvörðungu þar sem lækning er höfð að markmiði. Ekki liggja fyrir slembaðar rannsóknir en lífshorfur sjúklinga sem fá geislameðferð í lækningaskyni virðast betri en sjúklinga sem enga meðferð fá (104). Geislameðferð fyrir skurðaðgerð getur komið til greina í völdum tilvikum en slík meðferð er fyrst og fremst talin eiga við innan ramma klín- ískra rarmsókna (98). Almennt gildir því um „óskurðtæk" æxli á stigum IIIA og sérstaklega á stigi IIIB að geislameðferð fyrir aðgerð bæti ekki lífshorfur sjúklinga (105). Sama á við um skurðtæk 306 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.