Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 12
RÆÐIGREINAR
ANNSÓKNIR
Mynd 1. Aldursdreift
algengi geðlyfjanotkwmr á
íslandi Arið 2006fyrir geðlyf
úr ATC-flokkum N06A,
N05A, N05B og/eða N05C.
Fjöldi notenda á hverja 100
íbúa utan stofnana (%).
I----1 E-r geölyf-N05A, N05B.N06A
—Geörofslyf - N05A
—■—Kvföastillandi- og svefnlyf - N05B, N05C
Þunglyndislyf - N06A
Aldur í árum
sóknartímabilið. Gerður var samanburður við
geðlyfjanotkun yngri aldurshópa hér á landi.
Geðlyfjanotkun meðal 70 til 74 ára í Danmörku
var höfð til samanburðar við sama aldurshóp hér
á landi. I þessum yngri hópi aldraðra eru hlut-
fallslega fáir búsettir á stofnunum, sem dregur
úr skekkjum við samanburð á milli landanna, en
lyfjaupplýsingar um þá sem dvelja á stofnunum
eru hluti af danska lyfjagagnagrunninum en ekki
þeim íslenska.
Gögn
Lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins
geymir upplýsingar af lyfseðlum sem afgreidd-
ir hafa verið utan stofnana á íslandi. Hann er
starfræktur í samræmi við IX. kafla lyfjalaga nr.
93/1994, með síðari breytingum. Lögum sam-
kvæmt eru persónuauðkenni sjúklinga og lækna
sérstaklega dulkóðuð í lyfjagagnagrunninum og
geymd að hámarki til þrjátíu ára. Skráð gögn í
grunninum miðast við afgreiðsludag lyfja og eru
upplýsingar uppfærðar mánaðarlega.
Upplýsingar um algengi geðlyfjanotkunar
meðal 70 til 74 ára í Danmörku voru fengnar úr
danska lyfjagagnagrunninum sem er opinn al-
menningi á netinu: www.medstat.dk/MedStat-
DataViewer.php. Gögn þessi eru ópersónugrein-
anleg og byggja á sambærilegum upplýsingum og
lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins.
Mannfjöldatölur voru frá Hagstofu fslands (31.
desember 2006). Tölur um aldur og fjölda íbúa á
öldrunarstofnunum voru fengnar úr gagnasafni
RAI-mats, en það er mælitæki sem notað er til
að meta hjúkrunarþarfir og heilsufar íbúa öldr-
unarstofnana á íslandi og lýtur faglegu eftirliti
Landlæknisembættisins. Öll hjúkrunarheimili á
landinu framkvæma RAI mat og fara matsgögnin í
miðlægan gagnagrunn sem er staðfesting á því að
tiltekinn einstaklingur hafi búið á stofnun á rann-
sóknartímabilinu.
Aðferðir
Algengi lyfjanotkunar (%) var skilgreint sem fjöldi
einstaklinga á hverja 100 íbúa utan stofnana sem
leysti út eina eða fleiri lyfjaávísun á tiltekin lyf árið
2006. Lyfjaflokkar voru skilgreindir í samræmi við
ATC-flokkunarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar (WHO): Geðrofslyf (N05A), kvíðastill-
andi lyf (N05B), svefnlyf (N05C) og þunglyndislyf
(N06A). Lyf úr öðrum flokkum geðlyfja (til dæmis
litíum og örvandi lyf) eru lítið notuð meðal aldr-
aðra og ekki talin með í þessari úttekt.
Til að ákvarða rannsóknarþýðið var fjöldi íbúa
á öldrunarstofnunum samkvæmt RAI-mati dreg-
inn frá heildaríbúafjölda 70 ára og eldri á íslandi
árið 2006. Þetta var gert því upplýsingar um
lyfjanotkun fólks á stofnunum koma ekki fram í
lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins.
Notkun margra geðlyfja samtímis var metin
með því að greina fjölda einstaklinga sem leysti út
þrjú eða fleiri mismunandi lyf úr flokkum N05A,
N05B, N05C og N06A á þriggja mánaða tímabili,
12 LÆKNAblaðiö 2009/95