Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 51
U M R Æ Ð U R
F É L A G
0 G FRÉTTIR
UNGLÆKNA
mikinn metnað til þess að vera gott foreldri. Ég vil
hafa tíma og aðstöðu til að gegna báðum hlutverk-
unum mjög vel. Ég vil reyndar taka það fram að ég
tel að yngri læknar af karlkyni geri einnig þessar
kröfur til samþættingar fjölskyldu- og einkalífs
og vinnu enda er föðurhlutverkið að breytast.
Möguleikar yngri lækna til að aðlaga starfið að
fjölskylduaðstæðum þyrftu að að vera mun meiri
en þeir eru í dag. Fjölskyldusjónarmið þurfa að
fá meira vægi og við þurfum að gera okkur skýra
grein fyrir því að vinnufyrirkomulag innan ákveð-
inna spítalasérgreina kalla á lífsstíl sem æ færri eru
tilbúnir að gangast inn á."
Hjördís segir að áherslan í starfi FUL á næst-
unni verði á þessi mál. „Þó má alls ekki sofna á
verðinum varðandi kjaramál og nauðsynlegt er
að halda áfram að vinna undirbúningsvinnu, svo
sem PR-vinnu og fleira. Við munum líka gæta
þess vel að ekki sé verið að brjóta kjarasamninga
á félagsmönnum okkar og skiptir þá engu hvort
kreppa ríkir eða ekki. Við þekkjum mörg dæmi
þess að vinnuálagið sé svo mikið að fólk sé að
sinna skýrslugerð og frágangi í sínum eigin tíma
og það er auðvitað ekki viðunandi." Hjördís Þórey
nefnir að lokum ábyrgð lækna í samfélagslegri
umræðu og hvernig lýðheilsa í sínu stærsta sam-
hengi grundvallist á samfélagslegum og pólitísk-
um þáttum. „Ég tel að læknar ættu í auknum mæli
að láta til sín taka í þjóðfélagsumræðu því gott
heilbrigðiskerfi byggist á sömu gildum og gott
þjóðfélag. Ég tel jafnvel að líta megi svo á að það
sé hluti af því að rækja skyldur sínar við sjúklinga
því það er til einskis fyrir sjúkling að læknir hans
hafi gríðargóða fagþekkingu ef kerfið gerir honum
ekki kleift að nýta hana í þágu sjúklingsins. Eins
og aðrir hafa nefnt hefur heilbrigðiskerfið á und-
anfömum ámm verið mótað og því stýrt af öðrum
fagstéttum en læknum; lögfræðingum, hagfræð-
ingum og stjórnmálafræðingum og sérþekking
lækna á málaflokknum hefur á stundum verið
fyrir borð borin. Hana mætti nýta miklu betur.
Lýðræði, fagleg vinnubrögð stjórnvalda, heið-
arleiki og sanngirni eru þau grunngildi þjóðfélags-
ins sem læknar geti óhikað staðið vörð um, hvar í
flokk sem þeir vilja annars skipa sér."
HANDBÓK HJARTAVERNDAR
LÆKNAR og HEILBRIGÐIS-
STARFSFÓLK
Kynnið ykkur helstu niðurstöður Rannsókna Hjartaverndar sl. 40 ár í netútgáfu af
Handbók Hjartaverndar á hjarta.is. Þar eru aðgengileg meira en 100 myndir, línurit og
töflur um faraldsfræði hjarta- og æðasjúkdóma á íslandi og helstu áhættuþætti þeirra
sem nýtast vel til kennslu og fræðslu almennings og heilbrigðisstétta.
HJARTAVERND
LÆKNAblaðið 2009/95 51