Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 67
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR
BRÉF TIL BLAÐSINS
A að láta undan?
Hlynur Níels
Grímsson
hlynur@landspitali. is
Afleiðingar hruns íslenska bankakerfisins verða
áþreifanlegri íslenskri alþýðu með hverri vikunni
sem líður. Atvinnuleysi á landinu er nú 4% og spár
gera ráð fyrir allt að 10% atvinnuleysi á næsta ári.
Töluverður hluti þeirra sem skulda húsnæðislán
er tæknilega gjaldþrota, jafnvel þeir sem ráða enn
sem komið er við mánaðarlegar afborganir lán-
anna. Margir hafa glatað ævisparnaðinum á þann
hátt að spamaðurinn verður aldrei endurheimt-
ur. í grein í 11. tbl. Læknablaðs ársins 2008 lýsir
Kristinn Tómasson, læknir, skýrum niðurstöðum
rartnsókna um afgerandi áhrif efnahagsaðstæðna
á heilsu manna.
Aðstæður á Islandi dagsins í dag geta á engan
hátt talist eðlilegar sé miðað við aðstæður í
þeim löndum sem við viljum bera okkur saman
við, hjá nágrönnum okkar í Skandinavíu. Efna-
hagsaðstæður nú eru því miður ekki stundar-
fyrirbrigði, heldur komnar til að vera næstu árin og
jafnvel áratuginn. I Ijósi þessa, sem og ofan-
greindra rannsókna, er athyglisvert að skoða við-
brögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við hruninu.
Á fyrstu dögum hrunsins skipaði heilbrigðisráð-
herra, á sýnilegan hátt í öllum fjölmiðlum, Land-
spítala að vera í „viðbragðsstöðu" vegna þeirra sem
til sjúkrahússins kynnu að leita eftir að hafa svo
að segja á einni nóttu breyst úr matvinnungum í
öreiga. Sérstök sálfræðimóttaka vegna þessa var
meira að segja sett á laggimar á gömlu heilsu-
verndarstöðinni við Barónsstíg.
Nú, aðeins nokkmm vikum síðar, eru hins
vegar aðrir tímar. Samkvæmt samkomulagi rík-
isstjómarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á að
skera niður ríkisútgjöld og ráðuneytin hafa þegar
hafist handa við verkið. Þó neitaði Guðlaugur
Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, því á alþingi
í nóvembermánuði síðastliðnum, í kjölfar fyrir-
spurnar þingmanns stjórnarandstöðunnar, að búið
væri að taka nokkrar ákvarðanir um niðurskurð
í heilbrigðiskerfinu. Þessi fullyrðing ráðherra
stangast hins vegar áberandi á við orð Björns
Zoéga, lækningaforstjóra Landspítala, í viðtali í
Morgunblaðinu þann 6. desember síðastliðinn þar
sem rætt er við Björn um fyrirhugaða sameiningu
bráðamóttaka Landspítala. Orðrétt segir Björn:
„Núna er Ijóst að það þarf að hagræða í ríkiskerf-
inu. Eitthvað þarf að láta undan og við ákváðum
að leggja þetta til."
Það vita þeir sem vilja vita að fjárveitingar ríkis-
ins til Landspítala hafa staðið í stað mörg undan-
farin ár. Á sama tíma hefur umfang starfsemi
spítalans ekkert nema aukist. Allan þunga þeirrar
byrðar hafa almennir starfsmenn spítalans, fólkið
„á gólfinu", borið. Þar sem undirritaður þekkir
best til, á göngudeild krabbameins- og blóðlækn-
inga og geislameðferðardeild Landspítala, hefur
starfsemisaukningin numið á annan tug prósenta
milli ára síðastliðin ár. Á sama tíma hafa ýmsir
stjórnmálamenn, jafnvel háttsettir slíkir, rætt opin-
berlega um spítalann nánast sem vandamál; orðin
„halli", „framúrkeyrsla" og „hagræðing" eru þau
orð sem stjórnmálamennirnir hafa þannig notað
sem töfraþulu tilviljanakenndra atkvæðaveiða í
stað þess að kunna að meta þá ósérhlífni, ábyrgð
og metnað sem fólkið á gólfi Landspítalans hefur
sýnt í störfum sínum - og það þrátt fyrir afskipti
pólitíkusanna af störfum þeirra.
í sama tbl. Læknablaðsins og Kristinn Tómasson
ritar grein sína veltir Þórarinn Guðnason, varafor-
maður LÍ, vöngum varðandi framtíðarhlutverk
og -stefnu Læknafélags Islands. Á liðnum árum,
hefur því miður, Læknafélagið verið alltof fjarlægt
þeirri skyldu sinni að standa vörð um íslenskt
velferðarkerfi. Ef einhvern tíma hefur verið þörf
á að LÍ stigi inn í umræðuna um velferðina þá er
það nú. íslensk alþýða á það skilið að ekki sé látið
undan.
LÆKNAblaðið 2009/95 67