Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 67
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR BRÉF TIL BLAÐSINS A að láta undan? Hlynur Níels Grímsson hlynur@landspitali. is Afleiðingar hruns íslenska bankakerfisins verða áþreifanlegri íslenskri alþýðu með hverri vikunni sem líður. Atvinnuleysi á landinu er nú 4% og spár gera ráð fyrir allt að 10% atvinnuleysi á næsta ári. Töluverður hluti þeirra sem skulda húsnæðislán er tæknilega gjaldþrota, jafnvel þeir sem ráða enn sem komið er við mánaðarlegar afborganir lán- anna. Margir hafa glatað ævisparnaðinum á þann hátt að spamaðurinn verður aldrei endurheimt- ur. í grein í 11. tbl. Læknablaðs ársins 2008 lýsir Kristinn Tómasson, læknir, skýrum niðurstöðum rartnsókna um afgerandi áhrif efnahagsaðstæðna á heilsu manna. Aðstæður á Islandi dagsins í dag geta á engan hátt talist eðlilegar sé miðað við aðstæður í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, hjá nágrönnum okkar í Skandinavíu. Efna- hagsaðstæður nú eru því miður ekki stundar- fyrirbrigði, heldur komnar til að vera næstu árin og jafnvel áratuginn. I Ijósi þessa, sem og ofan- greindra rannsókna, er athyglisvert að skoða við- brögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við hruninu. Á fyrstu dögum hrunsins skipaði heilbrigðisráð- herra, á sýnilegan hátt í öllum fjölmiðlum, Land- spítala að vera í „viðbragðsstöðu" vegna þeirra sem til sjúkrahússins kynnu að leita eftir að hafa svo að segja á einni nóttu breyst úr matvinnungum í öreiga. Sérstök sálfræðimóttaka vegna þessa var meira að segja sett á laggimar á gömlu heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg. Nú, aðeins nokkmm vikum síðar, eru hins vegar aðrir tímar. Samkvæmt samkomulagi rík- isstjómarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á að skera niður ríkisútgjöld og ráðuneytin hafa þegar hafist handa við verkið. Þó neitaði Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, því á alþingi í nóvembermánuði síðastliðnum, í kjölfar fyrir- spurnar þingmanns stjórnarandstöðunnar, að búið væri að taka nokkrar ákvarðanir um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Þessi fullyrðing ráðherra stangast hins vegar áberandi á við orð Björns Zoéga, lækningaforstjóra Landspítala, í viðtali í Morgunblaðinu þann 6. desember síðastliðinn þar sem rætt er við Björn um fyrirhugaða sameiningu bráðamóttaka Landspítala. Orðrétt segir Björn: „Núna er Ijóst að það þarf að hagræða í ríkiskerf- inu. Eitthvað þarf að láta undan og við ákváðum að leggja þetta til." Það vita þeir sem vilja vita að fjárveitingar ríkis- ins til Landspítala hafa staðið í stað mörg undan- farin ár. Á sama tíma hefur umfang starfsemi spítalans ekkert nema aukist. Allan þunga þeirrar byrðar hafa almennir starfsmenn spítalans, fólkið „á gólfinu", borið. Þar sem undirritaður þekkir best til, á göngudeild krabbameins- og blóðlækn- inga og geislameðferðardeild Landspítala, hefur starfsemisaukningin numið á annan tug prósenta milli ára síðastliðin ár. Á sama tíma hafa ýmsir stjórnmálamenn, jafnvel háttsettir slíkir, rætt opin- berlega um spítalann nánast sem vandamál; orðin „halli", „framúrkeyrsla" og „hagræðing" eru þau orð sem stjórnmálamennirnir hafa þannig notað sem töfraþulu tilviljanakenndra atkvæðaveiða í stað þess að kunna að meta þá ósérhlífni, ábyrgð og metnað sem fólkið á gólfi Landspítalans hefur sýnt í störfum sínum - og það þrátt fyrir afskipti pólitíkusanna af störfum þeirra. í sama tbl. Læknablaðsins og Kristinn Tómasson ritar grein sína veltir Þórarinn Guðnason, varafor- maður LÍ, vöngum varðandi framtíðarhlutverk og -stefnu Læknafélags Islands. Á liðnum árum, hefur því miður, Læknafélagið verið alltof fjarlægt þeirri skyldu sinni að standa vörð um íslenskt velferðarkerfi. Ef einhvern tíma hefur verið þörf á að LÍ stigi inn í umræðuna um velferðina þá er það nú. íslensk alþýða á það skilið að ekki sé látið undan. LÆKNAblaðið 2009/95 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.