Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 46
U M R Æ Ð U R LANDSPÍTA O G F R É T T I L I N N R Kröftugir kandídatar á Landspítala Engilbert Sigurðsson sviðsstjóri á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar engilbs@landspitali.is Sigrún ingimarsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar signjni@iandspitaii.is Inga Sigurrós Þráinsdóttir hjartalæknir, Ingvar Hákon Ólafsson heila- og taugaskurðlæknir og Tryggvi Egilsson öldrunar- læknir taka við verðlaun- unum úr hendi Engilberts Sigurðssonar sviðsstjóra SKVÞ. Ljósmyndari: Inger Helene Bóasson. Vaskur hópur læknakandídata starfar nú á Landspítala. Hópurinn hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum og verið liðtækur í umbótastarfi. Hafa þau látið til sín taka, innan sem utan spítalans, og frumkvæði þeirra vakið verðskuldaða athygli. I haust stóðu þau fyrir upplýsingafundi með 4. árs læknanemum og þau hafa jafnframt unnið að því að taka saman leiðbeiningar um starf kandídata á deildum. Þar verður meðal annars að finna gagnlegar upplýsingar um aðstöðu starfs- fólks, efni sem tengist klínísku starfi og annað sem læknanemar og kandídatar þurfa á að halda. Jafnframt er hópurinn vakandi fyrir umbótum á fræðsluefni og upplýsingum sem Skrifstofa kennslu vísinda og þróunar (SKVÞ) hefur tekið saman fyrir kandídata. í nóvemberhefti Læknablaðsins 2008 var viðtal við Árdísi Ármannsdóttur um átakið „Gleðispítalann" en þá mæltust kandídatar til þess að starfsmenn spítalans mættu til starfa í bleikum klæðnaði. Þennan dag mátti sjá bleikar slaufur, borða, sloppa og boli um allan spítalann. Eldri kollegar létu margir hverjir ekki sitt eftir liggja og mættu í skyrtum eða með bindi í bleikum lit. í desember bættu þau um betur, en þá stóð Félag ungra lækna fyrir „rauðum dögum" sem voru liður í verkefninu „Gleði og gjafmildi í des- ember". Starfsfólk og nemendur Landspítala voru með þessu hvattir til að gefa blóð og láta gott af sér leiða í jólamánuðinum. Fimmtudaginn 4. desember síðastliðinn bauð skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar (SKVÞ) hópnum í heitt súkkulaði og þjóðlegar jólaveit- ingar. Veitt voru verðlaun fyrir klíníska kennslu kandídata, að fengnum tilnefningum frá þeim. Verðlaunin hlutu Inga Sigurrós Þráinsdóttir hjartalæknir, Ingvar Hákon Ólafsson heila- og taugaskurðlæknir og Tryggvi Egilsson öldrunar- læknir. Páll Matthíasson geðlæknir var fenginn til að halda fyrirlestur um hamingjuna og voru kandí- datar spurulir um efnið. Við sama tækifæri var tekin mynd af hópnum. Á Landspítala starfa nú árlega 50-60 kandídat- ar. SKVÞ hefur unnið að umbótum á kandídats- árinu á undanförnum árum sem hefur skilað sér í vaxandi ánægju þeirra með árið. Móttökudagar hafa verið haldnir tvisvar á ári þar sem farið er yfir atriði eins og fagmennsku, sýkingavamir, lyfja- fyrirmæli og endurlífgunarferli og námskeið haldin í notkun forritanna Sögu og Therapy. Kandídatar eru boðaðir í viðtal tvisvar á starfs- tímanum, um frammistöðu, ánægju og framtíð- aráform. Óskað er eftir ábendingum frá kandídöt- unum um það sem vel er gert og hvað betur megi fara. Upplýsingarnar eiga að bæta þjálfun á 46 LÆKNAblaöið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.