Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 45

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 45
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR B Æ K LUNARSKURÐLÆKNINGAR „Ég erforfallinn áhugamað- ur um anatómíu," segir Halldór Jónsson bækl- unarskurðlæknir ogfannst sjálfsagt að vera myndaður með uppáhalds kennslugagn- inu sínu. og 12 vikur eftir því að hægt sé að skoða og bera saman árangurinn. „Þá verður þetta allt saman rannsakað með röntgen- og sneiðmyndum og vefjarannsókn." Getur nýst við liðskipti Halldór segir að annar hluti af rannsóknarverkefn- inu sé að finna lausn á því hvernig best er að festa gerviliði inn í merghol beins og nefnir mjaðmarliði sérstaklega. „Einn hluti af gerviliðnum í mjöðm er stálkúlan á skafti sem rekið er niður í merghol lær- leggsins. Það hefur færst í vöxt að nýta sér kóníska lögun beinsins í stað þess að steypa skaftið þar sem steypan sem notuð hefur verið úrhólkar og eyðir beininu með tímanum. Það hefur þó viljað koma fyrir að stálið losni innan úr beininu og því erum við sífellt að leita bestu leiða til að láta stálið festast við beinið án steypu. Ein aðferðin er að hafa yfirborð stálsins hrufótt svo beinið grípi betur en önnur aðferð er að húða stálið með hýdroxyapa- títi. Bein sækir í þetta efni og festir sig við það. í til- rauninni á Keldum er einn liður rannsóknarinnar, sem Benedikt Helgason verkfræðingur og Gissur Örlygsson efnafræðingur stýra, að húða títan með efninu frá Genís og setja það síðan inn í kindabein og fylgjast með hvernig beinið bregst við." Það er því ljóst að notkunarmöguleikar kítín- afleiðanna frá Genís eru margvíslegir og víst er að margir bíða spenntir eftir niðurstöðum þessara rannsókna og þeirra sem væntanlega munu fylgja í kjölfarið. LÆKNAblaðið 2009/95 45

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.