Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 43
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR
G E N í S
einmitt í þeim fasa núna að kanna betur hvaða
þættir í samsetningunni skipta máli og eru þessar
rannsóknir gerðar við Tilraunastöð háskólans i
meinafræði á Keldum. Þar höfum við fengið til liðs
við okkur geysilega öflugt teymi sérfræðinga sem
eru Halldór J ónsson prófessor og yfirlæknir í bækl-
unarskurðlækningum, Elín H. Laxdal prófessor og
yfirlæknir í æðaskurðlækningum, Sigurbergur
Kárason yfirlæknir svæfinga, Atli Dagbjartsson
bamalæknir, dýralæknarnir Eggert Gunnarsson
sviðsstjóri og Maríanna Bergsteinsdóttir."
Rannsóknirnar á Keldum em að sögn Jóhannesar
mjög mikilvægt skref en þó er langur vegur þar til
hægt verður að nota efnið við aðgerðir á mönnum.
„Rannsóknirnar á Keldum beinast að því að prófa
módelin sem við höfum sett upp og þegar nið-
urstöður eru fengnar þá ættum við að geta sett í
næsta gír og farið með niðurstöðurnar til yfirvalda
og skipulagt klínískar tilraunir á mönnum."
Þetta hljómar allt eins og ævintýri en einhver
böggull hlýtur að fylgja skammrifi.
„Vegna þess hversu hráefnið okkar, rækjuskel-
in, er viðkvæmt og aðgengilegt æti fyrir bakteríur
og bakteríurestar vilja gjarnan safnast fyrir í skel-
inni, svokölluð „endotoxin", er vandinn við að
einangra efnið einmitt sá að erfitt er að hreinsa úr
því bakteríurestarnar sem geta valdið eitrunum
þegar þetta er sett inn í lifandi vefi. Við teljum
okkur hafa náð þeim tökum á framleiðslunni
að efnið sé mjög hreint og eitt af einkaleyfunum
okkar mun felast í einangrun og hreinsun efn-
isins, stjóm samsetninganna og nýtingu efnanna
til lækninga."
Þegar kemur að því að nota efnið við aðgerðir
segir Jóhannes að það sé ekkert flóknara eða vand-
meðfarnara en þau efni sem læknar hafa notað
til þessa. Ekki þarf nýja tækni eða búnað til að
meðhöndla efnið og því er það tiltölulega einfalt
í notkun. „Eitt formið er duft sem hrært er út í
vatni og við venjulega aðgerð er notað innan við 1
gramm af efninu."
Nýr kafli framundan
Jóhannes segir að lokum að fyrirtækið standi á
þröskuldi spennandi tíma.
„Við emm búnir að vinna mjög lengi að þessu
og höfum notið þess að bakhjarlar okkar hafa
verið einstaklega þolinmóðir. Nú hefur okkur
jafnframt tekist að vekja áhuga íslenskra vísinda-
manna á verkefnunum okkar og gengur hópurinn
undir nafninu ARM-hópurinn en skammstöfunin
ARM stendur fyrir „Aminosugars in Regenerative
Medicine". ARM-hópurinn er að eflast til muna
þessa dagana. Við erum líklega þegar orðin fleiri
en 20 vísindamenn auk stúdenta sem starfa saman
í þessum hópi og kemur fólkið úr ýmsum áttum.
Innan hópsins er fólk frá læknadeild Háskóla
Islands, Blóðbankanum, Háskólanum í Reykjavík,
Nýsköpunarmiðstöð íslands, Landspítala, Til-
raunastöð háskólans í meinafræði að Keldum og
ýmsum öðrum deildum HÍ. Samstarfið í þessum
hópi gengur þvert á margar fræðigreinar og má
þar nefna verkfræði, efnafræði, sameinda- og
frumulíffræði, lífefnafræði, efnistækni, ýmsar
greinar læknisfræði og dýralækningar. Hluthafar
í Genís auk samkeppnissjóða sem eru í vörslu
Rannís hafa sett í þetta mikla fjármuni án þess að
nokkuð hafi ennþá komið til baka. Ef rannsóknim-
ar á Keldum skila jákvæðum niðurstöðum sjáum
við fram á nýjan kafla í okkar starfi og emm því
skiljanlega mjög spennt. Það er ásetningur Genís
að fyrstu afurðir félagsins komist á markað innan
fárra ára."
LÆKNAblaðið 2009/95