Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 14
F R Æ Ð I G R E I RANNSÓKN N A R I R Mynd 2a Algengi helstu kvíðastillandi- og svefnlyfja (N05B og N05C) meðal 70 ára og eldri á lslandi árið 2006. Fjöldi notenda á hverja 100 tbúa utan stofn- ana (%). kvk - konur, kk - karlar. Mynd 2b. Algengi helstu þunglyndislyfja (N06A) meðal 70 ára og eldri á Islandi árið 2006. Fjöldi notenda á hverja 100 íbúa utan stofnana (%). Umræða Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna notkun geðlyfja meðal aldraðra utan stofnana á íslandi eftir aldri og kyni samkvæmt upplýsingum um útleystar lyfjaávísanir. Notkunin var borin saman við geðlyfjanotkun yngri aldraðra í Danmörku. Einnig var kannað umfang fjölgeðlyfjanotkunar aldraðra hér á landi. Aldurshópurinn 70 ára og eldri leysti út tæp- lega fimmfalt fleiri ávísanir en einstaklingar yngri en 70 ára, bæði á geðlyf og önnur lyf. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir.1-4 Rannsóknin sýnir almenna notkun þunglyndislyfja, kvíðastill- andi lyfja og svefnlyfja hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt að allt að þriðjung svefntruflana meðal aldraðra má rekja til þunglyndis auk þess sem kvíðaeinkenni fylgja oft þunglyndi hjá öldr- uðum.12-13'20 Með aukinni notkun þunglyndislyfja á seinni árum hefði mátt ætla að draga myndi úr notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja. í því ljósi vakna spurningar um hversu viðeigandi ábend- ingar þessara lyfja eru hérlendis. Samkvæmt erlendum rannsóknum er algengi þunglyndis meðal aldraðra í heimahúsum á bilinu 10-15%.21 Sé um sambærilegt algengi þunglyndis að ræða Tafla III. Taf/a III. Algertgi (%) geðtyfjanotkunar meðal 70-74 ára á íslandi og í Danmörku. Hlutfallsleg áhætta (RR) eftir þjóðerni með samsvarandi 95% öryggisbilum (Cl). ATC - flokkur Lyfjaflokkur Danmörk 70-74 ára* ísland 70-74 ára RR 95% Cl N06A Þunglyndislyf (antidepressiva) 12,7% 23,3% 1,83 (1,76-1,90) N05A Geörofslyf (neuroleptica) 3,6% 5,5% 1,51 (1,38-1,65) N05B Kvíðastillandi lyf (anxiolytica) 13,0% 20,4% 1,57 (1,51-1,64) N05C Svefnlyf (hypnotica) 15,5% 38,2% 2,47 (2,40-2,54) *Notkun í Danmörku höfó sem viómiö hér á landi virðist ávísun á þunglyndislyf mikil. Þó ber að hafa í huga að lyfin eru stundum notuð við öðrum ábendingum en þunglyndi, til dæmis langvinnum verkjum. Geðlyf hafa eðli samkvæmt verkun á mið- taugakerfið og geta haft bæði bein og óbein áhrif á jafnvægi og viðbragð. Fjöllyfjanotkun og notk- un ákveðinna lyfjaflokka eru áhættuþættir fyrir byltum aldraðra. Því er mikilvægt að meta bæði ávinning og áhættu sem fylgir geðlyfjanotkun en í vissum tilvikum getur fækkun geðlyfja dregið úr hættu á byltum. Notkun benzódíazepín og skyldra lyfja var langalgengust en fjöldi rann- sókna hefur tengt notkun þessara lyfja við aukna hættu á byltum.22'25 Það kemur fram að fleiri eldri konur en karlar notuðu geðlyf og var munurinn um 30-60% eftir lyfjaflokkum. Munurinn var mestur í flokki kvíða- stillandi lyfja. Þessi kynjamunur er í samræmi við margar fyrri athuganir sem sýna að algengara er að læknar ávísi geðlyfjum á konur en karla. Þetta kann meðal annars að skýrast af því að geðræn einkenni eru algengari meðal kvenna en karla og að konur leita oftar læknis. Einnig geta áherslur í markaðssetningu lyfja og ávísanavenjur lækna haft áhrif.26'28 Fleiri íslendingar á aldrinum 70-74 ára nota geðlyf en gerist meðal Dana á sama aldri. Mestur var munurinn í flokki svefnlyfja, tæplega 2,5- faldur. Þetta er í samræmi við vísbendingar um meiri notkun geðlyfja hérlendis samkvæmt opinberum sölutölum þar sem miðað er við fjölda dagskammta á hverja þúsund íbúa á dag.3 Skilgreindir dagskammtar eru oft notaðir þegar skoða á lyfjanotkun og munurinn, sem kemur fram á lyfjanotkun milli landanna, er óbreyttur þegar þessari aðferð er beitt (niðurstöður ekki sýndar). Ekki er augljós skýring á þessum mikla mun á geðlyfjanotkun milli annars sambærilegra 14 LÆKNAblaöið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.