Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 15
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR hópa íslendinga og Dana. Mögulegar skýringar gætu legið í ávísunarvenjum lækna sem og ólíku lyfjagreiðslukerfi landanna tveggja, þar með töldu útsöluverði tiltekinna lyfja og greiðsluþátttöku sjúklinga. Á íslandi greiðir sjúklingur kvíðastill- andi- og svefnlyf að fullu en útsöluverð sumra þeirra er hins vegar tiltölulega lágt. Geta ber þess að munurinn á geðlyfjanotkun íslendinga og Dana gæti í raun verið enn meiri en niðurstöður þessarar rannsóknar benda til. Er það vegna þess að lyfja- gagnagrunnur Landlæknisembættisins inniheldur ekki upplýsingar um lyfjanotkun á öldrunarstofn- unum líkt og danski lyfjagagnagrunnurinn gerir. Höfundar gerðu tilraun til að lágmarka þetta misræmi undirliggjandi gagna með því að skoða einungis aldurshópinn 70-74 ára, þann aldurshóp aldraðra sem ólíklegastur er til að dvelja á slíkum stofnunum. Athugunin sýndi að 8,5% kvertna og 4,4% karla leystu út þrjú eða fleiri mismunandi geðlyf á þriggja mánaða tímabili. Notkun margra geðlyfja samtímis vekur spurningar um gæði lyfjaumsjár og á það ekki síst við um aldraða einstaklinga. I Svíþjóð hefur hlutfall aldraðra sem nota þrjú eða fleiri geðlyf samtímis verið notað sem gæðavísir varðandi lyfjameðferð. Árið 2006 reyndist þetta hlutfall í Svíþjóð vera á bilinu 4-8% eftir landshlut- um.29 Þekkt er að fjöllyfjanotkun getur aukið líkur á aukaverkunum hjá öldruðum.30,31 Því gæti verið ástæða til að kanna umfang og afleiðingar fjölgeð- lyfjanotkunar frekar hér á landi, til dæmis eftir landsvæðum eða heilsugæsluumdæmum. Áður hefur verið leitað leiða til að meta gæði lyfjameðferðar hjá öldruðum, til dæmis með því að skilgreina lyf sem talin eru óæskileg fyrir aldraða. Svonefndur Beers-listi yfir óæskileg lyf hefur verið hafður til viðmiðunar í rannsóknum á gæðum lyfjameðferðar aldraðra í þessu skyni. Meðal lyfja á þessum lista eru langvirk benzódíazepín og lyf með umtalsverða andkólínerga verkun, til dæmis amitryptilín.32'33 Hér á landi er amitryptilín allmik- ið notað meðal aldraðra, en rúm 6% eldri kvenna 70 ára og eldri utan stofnana leystu út ávísun á lyfið árið 2006. í ljósi þekktra aukaverkana meðal aldraðra er vert að meta á gagnrýninn hátt notkun lyfja með mikla andkólínerga verkun.34 Einn helsti styrkur þessarar rannsóknar felst í notkun gagna sem ná yfir lyfjanotkun heillar þjóðar. Árið 2006 innihélt lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins upplýsingar um 98,6% allra lyfseðla sem afgreiddir voru utan stofnana á landinu. Takmarkanir rannsóknarinnar eru hins vegar nokkrar. í fyrsta lagi veitir rannsóknin ekki upplýsingar um hvort útleyst lyf hafi í raun verið notað. Niðurstöður rannsóknar gætu í því ljósi ofmetið raunverulega geðlyfjanotkun, ýmist vegna þess að hætt hafi verið við lyfjameðferð eftir að lyf voru leyst út eða vegna ófullnægjandi meðferðarheldni sjúklinga. I þessari rannsókn var engin tilraun gerð til að meta meðferðarheldni en léleg meðferðarheldni getur verið allt að 40 til 75% samkvæmt rannsóknum í þessum ald- urshópi.35'36 Rannsókn Tómasar Helgasonar og félaga á hópi 18-75 ára einstaklinga sýndi tals- vert minni raunverulega notkun geðdeyfðar-, kvíða- og svefnlyfja en sölutölur gáfu til kynna, sem gæti bent til lélegrar meðferðarheldni.18 Sama rannsókn sýndi einnig að langtímanotkun þessara lyfja jókst með aldri. Niðurstöður nýlegrar athug- unar á vegum Rannsóknastofnunar um lyfjamál sýnir að á íslandi tapast árlega verulegt fjármagn vegna ávísunar lyfja sem aldrei eru notuð.371 öðru lagi er takmörkun þessarar rannsóknar sú að erf- itt er að segja til um með hvaða hætti lyfin hafi verið notuð, hafi þau á annað borð verið tekin inn, en lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins geymir upplýsingar um útleyst lyf án notkunar- fyrirmæla og ábendinga. í þriðja lagi tekur rann- sóknin einungis til lyfjanotkunar aldraðra utan stofnana en nálægt 10% íslendinga 70 ára og eldri búa á öldrunarstofnunum. Notkun lyfja á öldr- unarstofnunum er almennt meiri en hjá þeim sem búa heima og á það ekki síst við um geðlyf.38,39 Tölur um geðlyfjanotkun án tillits til búsetuforms íslendinga 70 ára og eldri yrðu því vafalaust hærri en niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna. í fjórða lagi skal bent á að aðferðin sem notuð var til að meta fjölgeðlyfjanotkun tók mið af fjölda mismunandi geðlyfja sem viðkomandi ein- staklingur leysti út að minnsta kosti einu sinni á þriggja mánaða tímabili. Vegna áðurnefnds skorts á notkunarfyrirmælum í lyfjagagnagrunninum er óvíst hvort geðlyfin hafi í raun verið notuð samhliða þrátt fyrir að þau hafi öll verið afgreidd innan sama tímabils. Ólík aðferðafræði gerir erfitt um vik varðandi samanburð milli landa en nefna má að nú standa yfir rannsóknir á heppilegum aðferðum til að nálgast fjöllyfjanotkun og raun- lyfjanotkun út frá tölum úr lyfjagagnagrunnum Norðurlandanna. Loks má nefna að rannsókn sem þessi verður aldrei betri en skráning gagnanna sem liggja til grundvallar. Höfundar hafa þó enga ástæðu til að ætla að skráning lyfseðla á geðlyf fyrir aldraða árið 2006 hafi verið ófullkomin. Athugun þessi er gott dæmi um gagnsemi lyfja- gagnagrunna í lyfjafaraldsfræði. Kortlagning lyfja- notkunar í stóru þýði opnar möguleika til notk- unar lyfjagagnagrunns Landlæknisembættisins í víðara samhengi með það markmið að stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun í landinu. Með því að samkeyra upplýsingar úr lyfjagagnagrunni við breytur úr öðrum gagnagrunnum má fá fram LÆKNAblaðið 2009/95 1 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.