Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 36
FRÆÐIGREINAR TILFELLI MÁNAÐARINS Svar við tilfelli mánaðarins Arnarson O, Thorgeirsson T, Isaksson HJ, Einarsson O, Yngvason F, Gudbjartsson T. Case of the month: Solitary fibrous tumor of the pleura lcel Med J 2009; 95: 35-36. Á myndum 1 og 2 sést vel afmörkuð fyrirferð sem vaxin er frá innanverðum brjóstvegg. Útlitið er dæmigert fyrir æxli sem kallast á ensku solitary fibrous tumor of the pleura (SFTP). Þetta eru tiltölu- lega sjaldséð æxli og eiga uppruna sinn frá fleiðru. Aðeins eru skráð 800 tilfelli af SFTP í heiminum síðan 1931.1 Engar lýðgrundaðar (e. population based) rannsóknir hafa verið gerðar á sjúkdómn- um og er nýgengi hans ekki þekkt. Nú stendur yfir lýðgrunduð rannsókn á sjúkdómnum hér á landi sem nær yfir tímabilið 1984-2007 og benda fyrstu niðurstöður til þess að aldursstaðlað nýgengi sé af stærðargráðunni 1,5 af 1.000.000.2 SFTP hefur verið lýst í sjúklingum frá 5 ára og upp í 87 ára en flest greinast á 6. og 7. áratug ævinnar. Þau virðast legg- jast jafnt á karla sem konur og áhættuþættir eru illa skilgreindir1, til dæmis hefur ekki verið sýnt fram á tengsl við asbest eða reykingar.3 Um það bil helmingur þessara sjúklinga er ein- kennalausir eða hefur einkenni sem ekki má rekja til æxlisins líkt og í þessu tilfelli. Æxlin greinast þá oftast fyrir tilviljun við myndrannsóknir á lungum. Þeir sem hafa einkenni kvarta yfirleitt um hósta eða mæði en önnur sjaldgæfari einkenni eru einnig þekkt.3 Helstu mismunagreiningar SFTP eru lungnaæxli og þá sérstaklega lungnakrabbamein og meinvörp í lungum. Aðrar mismunagreiningar eru illkynja fleiðruæxli, einnig kölluð miðþekjuæxli (e. mesothe- lioma). Þau eru mun algengari en SFTP, vaxa með dreifðum hætti, tengjast útsetningu fyrir asbesti og draga nær alla sjúklinga til dauða.4 Mynd 3. Smásjámiynd afSFTP-æxli í H&E vefjalitun, 30-fóld stækkun. SFTP eru yfirleitt hringlaga og vel afmörkuð með hýði. Þau eru gjarnan tengd fleiðru með stilk og geta orðið mjög stór, eða allt að 36 cm, en meðalstærð er í kringum 6 cm.1 Við smásjárskoðun sjást oftast einsleit- ar og spólulaga æxlisfrumurnar umkringdar bandvef (mynd 3)1 en í 12-22% tilfella er um illkynja vefjagerð SFTP að ræða.5 Æxlin eru þá æðarík með dreifðum blæðingum, aukinni mítósuvirkni og jafnvel drepi.1 í slíkum tilfellum eru horfur mun verri og aðeins tveir þriðju sjúklinga á lífi fimm árum frá greiningu.5 Meðferð SFTP felst í skurðaðgerð þar sem æxlið er numið á brott, oftast í gegnum brjóstholsskurð eða með brjóstholsspeglun. Ekki hefur verið sýnt fram á að viðbótarmeðferð með geislum eða krabbameins- lyfjameðferð bæti árangur eftir skurðaðgerð við illkynja SFTP.1 I þessu tilfelli var æxlið fjarlægt með opinni aðgerð og þurfi að fjarlægja hluta af millirifja- vöðvum til að komast fyrir æxlið (mynd 4). Gatinu á brjóstveggnum var síðan lokað með Gore-Tex® bót. Sjúklingurinn útskrifaðist fimm dögum síðar og er við góða heilsu í dag, tæplega hálfu ári frá aðgerð. Endurkoma æxlis getur sést í 8% tilfella fyrir góð- kynja SFTP og hjá allt að tveimur þriðju sjúklinga með illkynja vefjagerð. Árangur meðferðar ræðst fyrst og fremst af vefjagerð en einnig hvort tekst að fjarlægja æxlið í heild sinni með hreinum skurðbrúnum. í ljósi þess að erfitt er að spá fyrir um þróun sjúkdómsins, jafnvel þótt vefjagerð sýnist góðkynja, er mælt með reglubundnu eftirliti sjúklinga. Til dæmis hefur verið lýst endurkomu SFTP allt að 17 árum frá aðgerð.1 Heimildir 1. Robinson LA. Solitary fibrous tumor of the pleura. Cancer Control 2006; 13: 264-9. 2. Þorgeirsson T, ísaksson HJ, Harðardóttir H, Alfreðsson H, Guðbjartsson T. Staðbundinn æxlisvöxtur með uppruna í fleiðru á íslandi. Læknablaðið 2008; 94/fylgirit 55: 22. 3. Cardillo G, Facciolo F, Cavazzana AO, Capece G, Gasparri R, Martelli M. Localized (solitary) fibrous tumors of the pleura: an analysis of 55 patients. Ann Thor Surg 2000; 70:1808-12. 4. Jenkins LA, O-Yourvati AH. Solitary fibrous pleural tumor. JAOA 2008; 108: 307-9. 5. de Perrot M, Kurt AM, Robert JH. Clinical behavior of solitary fibrous tumors of the pteura. Ann Thor Surg 1999; 67:1456-9. Mynd 4. Æxlið eftir aðgerð. 36 LÆKNAblaöið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.