Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR YFIRLITSGREIN frekar af þeim sem voru til vinstri. Þeim gekk hins vegar mun betur að framkvæma verkefnið þegar þeir voru beðnir að stroka út þær línur sem þeir sáu. Þeir strokuðu út fleiri línur en þeir strikuðu við. Skýring Posners á þessum niðurstöðum væri sú að það að stroka línur út fækki þeim áreitum til hægri sem haldi í athygli sjúklings og að sjúkling- urinn eigi því auðveldara með að beina athyglinni að áreitum í vinstra sjónsviði. í annarri tilraun gekk gaumstolssjúklingum verr að skipta beinni línu á blaði í dagsbirtu til helminga heldur en upplýstri línu í myrkvuðum aðstæðum.42 í myrkri eru færri áreiti sjáanleg og samkvæmt kenningu Posners því færri áreiti sem festa athyglina við hægri helming sjónsviðs, sem myndi útskýra hvers vegna sjúklingunum gengur betur að fram- kvæma verkefnið í myrkri. Athygliskenning Mesulams43'44 er líklega best þekkt meðal þeirra kenninga sem byggjast á athyglisstjóm heilahvelanna. Mesulam hefur bent á nokkur svæði sem virðast gegna lykilhlutverki í gaumstoli. Þau eru fremri ennisskor (e. frontal eye fields), aftari hluti hvirfilsblaðs, gyrðilsbörkur (e. cingulate cortex), stúka (e. thalamus) og grunn- hnoð. Líffærafræðilegar mælingar og rannsóknir á virkni hafa sýnt að sterkar tengingar eru á milli þessara svæða sem bendir til þess að þarna sé um samverkandi kerfi að ræða. Samkvæmt keimingu Mesulams leiða truflanir í mismunandi stöðvum til mismunandi einkenna gaumstols. Til dæmis eru stöðvar í hvirfilblaði mikilvægar fyrir skynjun okkar á umhverfinu, en í framheila eru hins vegar stöðvar sem eru mikilvægar fyrir hreyfingu. Til að skýra þetta nánar getur gaumstol sjúklinga ekki bara verið fólgið í skynjunarvanda þeirra til vinstri heldur í því að þeir beita eða hreyfa síður eða ekki vinstri útlimi sína þótt lömun sé ekki um að kenna. Þeir eru með öðrum orðum með hreyfi- gaumstol. Rannsóknir hafa sýnt að þetta tengist frekar skemmdum í svæðum í framheila.45 47 Hugarmyndakenningu Bisiachs og fleiri48 má að hluta rekja til rannsókna þar sem sjúklingar þurftu að nota minni sitt og innri hugarmyndir (e. internal representations) við lausn verkefna. Kenningin á frumrætur sínar í frægri tilraun Bisiachs og Luzzattis49 á tveimur gaumstolssjúklingum frá Mílanó. í rannsóknarstofunni voru sjúklingarnir beðnir um að ímynda ser að þeir væru staddir á dómkirkjutorginu í Mílanó. Þegar þeir ímynd- uðu sér að þeir sneru andspænis dómkirkjumú, hinum megin á torginu við hana, gátu þeir lýst flestu sem var þeim á hægri hönd, en þetta snerist við þegar þeir voru beðnir um að ímynda sér að þeir væru rétt fyrir framan kirkjuna og sneru baki í hana. Þeir lýstu þá húsunum hægra megin sem þeir lýstu ekki áður. Þótt ekki sé með öllu auðvelt að túlka þessar niðurstöður geta þær bent til þess að úrvinnsla sjúklinganna á minnisupplýsingum sínum um torgið truflist en að með ákveðnum fyrirmælum megi leiða í ljós að þær eru enn til í minni sjúklings (þegar hann er beðinn um að snúa sér við í huganum lýsir hann því sem hann áður gaf ekki gaum). Ályktunin sem draga má af þess- ari og álíka niðurstöðum er sú að gaumstol er ekki einungis bundið við truflun í skynjun sjúklings á umhverfi eða athöfnum hans heldur jafnframt á úrvinnslu þeirra úr minni og hugarmyndum. Loks er að geta kenninga sem byggja á því að í gaumstoli sé úrvinnsla upplýsinga sem berast með skynjun okkar og hreyfingu trufluð.50 Kenningar af þessu tagi byggja á þeirri meginhug- mynd að upplýsingar um stöðu okkar í rúmi komi frá mismunandi skynkerfum svo sem sjón, heyrn, og jafnvægiskerfi okkar. Til að rúmskynjun okkar sé rétt þurfum við því að vinna úr og samhæfa upplýsingar þessara ólíku skynkerfa í samfellda líkamsmiðaða hugarmynd um okkur sjálf sem gerir okkur kleift að hreyfa okkur og bregðast við áreitum í því rúmi sem við hrærumst í. í kenningu Kamaths er samþættingu upplýsinga eignaður staður í efri gagnaugablaðsfellingu, eyjarblaði (e. insula) og á mótum gagnauga- og hvirfilblaðs. Gert er ráð fyrir að skemmdir á þessum svæðum leiði til gaumstols þar sem þær valdi truflun á umræddri samþættingu upplýsinga hjá gaum- stolssjúklingum. Afleiðingin verður kerfisbundið frávik eða villa hjá sjúklingum um eigin líkams- stöðu í umhverfinu. Þetta leiðir til dæmis til þess að hugmyndir sjúklinga um beina stefnu fram eru skekktar um mismargar gráður til hægri. Eigi sjúklingur að benda beint fram bendir hann til hægri frá miðlínu og staðsetur miðlínu líkama síns hægra megin við hina eiginlegu miðlínu.19-51"53 Þótt ofangreind umræða sé ekki tæmandi um kenningar á gaumstoli hefur verið tæpt á þeim helstu. Eins og rakið er í fyrri grein1 er gaumstol margþætt truflun og einkenni þess margvísleg. Sú staðreynd kann að koma í veg fyrir að hægt verði að setja saman eina kenningu sem að fullu skýri tilurð og eðli gaumstols. Mesulam54 hefur bent á að svo geti farið að gaumstol verði greint í und- irflokka eins og málstol. Þó þær kenningar sem hér hefur verið minnst á byggi allar á tilteknum einkennum gaumstolssjúklinga og styðjist við vís- indalegar rannsóknarniðurstöður, leyfir þekking okkar ekki á þessu stigi að álykta að ein kenning útiloki aðra en líklegt er að sannleikurinn um eðli gaumstols felist í einhvers konar samþættingu hugmynda úr þessum nokkuð margvíslegu kenn- ingum.55 LÆKNAblaðið 2009/95 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.