Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 30
FRÆÐIGREIN
YFIRLITSGR
A R
E I N
Meðferðarúrræði við gaumstoli
Vegna þess hve margbreytileg gaumstolseinkenni
geta verið hafa mörg meðferðarúrræði verið
þróuð við trufluninni. Árangur af notkun þeirra er
misgóður og hafa þau í mörgum tilfellum einungis
áhrif á tiltekin einkenni. Þessi flóra mismunandi
úrræða skýrist einnig að nokkru leyti af takmörk-
uðum skilningi á eðli gaumstols þar sem kenn-
ingar um gaumstol hafa ekki alltaf verið hafðar
til hliðsjónar við þróun meðferðarúrræða. Þær
meðferðir sem hér verður fjallað um hafa gefið
hvað bestan árangur. Þær eiga það sameiginlegt
að skila mestum árangri sé þeim beitt endurtekið.
Jafnframt er samhliða beiting mismunandi úrræða
talin geta aukið árangur meðferðar enn frekar.6
Meðferð gaumstols er oft og tíðum krefjandi
vegna takmarkaðs innsæis sjúklinga í eigin vanda.
Þess vegna getur reynst nauðsynlegt að reyna að
opna augu sjúklings á eigin vanda áður en með-
ferð hefst. Þetta má til dæmis gera með því að gefa
sjúklingi dæmi um athyglisvanda hans í daglegu
lífi.56 Slíkt eykur jafnframt líkur á að meðferðin
skili árangri, sér í lagi þegar um meðferð er að
ræða þar sem samvinna við sjúkling er nauðsyn-
leg forsenda.
Strendings-aðlögun (e. prism adaptation)57 hefur
vakið meiri athygli og vonir um áhrifaríka með-
ferð en líklega nokkurt annað úrræði.6'21- 58‘66 Einn
af helstu kostum aðferðarinnar er að hún er ein-
föld, ódýr og fljótleg í framkvæmd.22 Rannsóknir
hafa sýnt að strendings-aðlögun getur haft jákvæð
áhrif á líkamstöðu, sjónræna ímyndun, augn-
hreyfingar, sjónleit og fleiri gaumstolseinkenni.67'72
Dæmigerð strendings-aðlögunarmeðferð felst í
að sjúklingur setur upp gleraugu með strendingi
sem beinir sjónum þeirra 10° til hægri. Hann er
svo beðinn um að benda endurtekið með vísifingri
hægri handar á tiltekið áreiti fyrir framan sig sem
er hægara sagt en gert því gleraugun valda viki
frá áreitunum. Þegar sjúklingurinn sér frávikin
aðlagast bendingar hans smám saman að staðsetn-
ingu áreitisins, og við lok meðferðar getur hann að
jafnaði bent á áreitið án skekkju, vegna breytinga
á samspili sjónkerfis og hreyfikerfis. Þegar strend-
ings-gleraugun eru svo fjarlægð beinist sjón- og
hreyfiskyn sjúklinga því lengra til vinstri en áður
og felast meðferðaráhrifin í því. Áhrif strendings-
aðlögunar hafa reynst vara lengur en áhrif margra
annarra þekktra meðferðarúrræða við gaumstoli,
allt frá tveimur klukkustundum58 til nokkurra
daga66 eftir staka meðferðarlotu og endurteknar
meðferðarlotur hafa skilað enn betri árangri.65
Redding og Wallace73 halda því fram að meðferð-
aráhrif strendings-aðlögunar felist í því að viðmið-
unarrammi sjúklinga fyrir eigin skynjun og hreyf-
ingu færist nær eðlilegu horfi sem leiðir til þess
að minnsta kosti hluti vinstra skynsviðsins færist
inn í verk-vinnslurými (e. task-work space). Takið
einnig eftir því að kenning Karnaths um gaumstol
gerir ráð fyrir að miðlína skynsviðs gaumstols-
sjúklinga færist til hægri, og ef það er rétt má vera
að strendingsaðlögun hafi bein áhrif á afstöðu
miðlínunnar. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir hafa
svo leitt í ljós að virkni á svæðum sem tengjast
gaumstoli breytist eftir strendingsaðlögun74 sem
rennir frekari stoðum undir þessa meðferð.
Sjónsviðsleppun (e. hemifield-patching) felst
í að hægra auga sjúklings eða hægra sjónsvið
beggja augna er hulið með lepp í nokkra daga.
Þessi tækni þvingar fram sjónskönnun sjúklings
til vinstri í hans daglega umhverfi. Nokkrar
rannsóknir hafa leitt í ljós umtalsverðan bata í að
minnsta kosti nokkrar klukkustundir til þriggja
mánaða þegar sjónsviðsleppun er beitt endurtekið
á nokkurra daga tímabili.75-76
Hugarmyndarþjálfun (e. mental imagary train-
ing) byggir á hugarmyndarkenningu Bisiachs um
gaumstol. Reynt er með kerfisbundinni sjón- og
hreyfiímyndunarþjálfun að styrkja vitund sjúk-
lings um vinstri hluta umhverfis síns. Endurtekin
þjálfun getur leitt til þess að mörg einkenni gaum-
stols minnki og hafa áhrifin þegar best lætur varað
allt að hálfu ári.77-78
Sjónræn skönnunarþjálfun (e. visual scanning
training) er að líkindum algengasta meðferðin
við gaumstoli.79 Reynt er á kerfisbundinn hátt að
kenna sjúklingum að beina athyglinni í auknum
mæli til vinstri.80'82 Dæmi um slíkt eru ábendingar
meðferðaraðila þegar sjúklingur les ekki vinstri
hluta setningar eða þegar honum er bent á að finna
tiltekið áreiti (eins og til dæmis rauða lóðrétta
línu sem má nota í þessu skyni) lengst til vinstri
við lestur. Þessi meðferð hefur reynst auðvelda
sjúklingum lestur, skrif og að staðsetja hluti.82-
83 Helsti ókosturinn er að yfirfærsla þjálfunar á
nýjar aðstæður virðist vera lítil og að meðferðin er
tímafrek - endurtekin þjálfun er nauðsynleg til að
árangur náist.84
I hálstitrun (e. neck muscle vibration) er púði sem
titrar (e. vibration module) festur á ákveðinn stað á
hálsi sjúklingsins. Púðinn er látinn titra áður en
og/eða á meðan sjúklingar framkvæma tiltekið
gaumstolspróf eins og til dæmis sjónleitarverk-
efni. Hjöðnun gaumstolseinkenna í kjölfar með-
ferðar85 má að líkindum rekja til endurstillingar
skynjunar sjúklinga á eigin líkamsmiðju vegna eft-
iráhrifa titrunar á innra eyra (e. vestibule) eða vegna
raunverulegra skynbreytinga á stöðu höfuðs á
búk. Meðferðin hefur reynst bæta árangur gaum-
stolssjúklinga á ýmsum taugasálfræðilegum próf-
um. Áhrifin eru þó oftast skammvinn eftir staka
meðferðarlotu.86'88 Endurtekin meðferð hefur hins
30 LÆKNAblaðið 2009/95