Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 31
F R Y F ÆÐIGREINAR IRLITSGREIN vegar skilað ágætum bata til lengri tíma.89 Þegar hálstitrun er beitt ásamt sjónrænni skönnunar- þjálfun geta áhrif meðferðar varað allt að tveimur mánuðum og yfirfærst á margar athafnir daglegs lífs.90 Rannsóknir hafa leitt í ljós að blóðflæði eykst á svæðum eins og á mótum gagnauga- og hvirfils- blaðs í kjölfar slíkrar meðferðar.91 Endursvörunarþjálfim (e. feedback training) byggir á þeirri hugmynd að sjúklingar þurfi að öðlast innsæi í eigin skyn- og hreyfiraskanir áður en eiginleg meðhöndlun gaumstols geti hafist.92 Sem dæmi eru sjúklingum sýndar myndbands- upptökur af sjálfum sér þegar þeir gefa áreitum vinstra megin við þá ekki gaum. Sjúklingar sem öðlast hafa aukið innsæi með þessari meðferð eru líklegri til að nota að staðaldri aðferðir eins og sjónræna skönnun í daglegu lífi sem eykur líkur á að þeir gefi hlutum í vinstra sjónsviði gaum.93- 94 Áhrif geta varað í allnokkurn tíma (12 mánuði) með endurtekinni meðferð.95 Loks er að nefna útlimameðferð (e. litnb activa- tion) sem á rætur sínar í þeirri hugmynd að með því að auka virkni skaddaða heilahvelsins megi minnka gaumstol. Þetta hefur verið reynt til dæmis með því að lamaður vinstri útlimur sjúklings er hreyfður eða sjúklingur sjálfur beðinn um að hreyfa hann. Svo virðist sem slík hreyfing vinstri handleggs geti dregið úr gaumstolseinkennum og aukið lífsgæði sjúklinga.96'100 Rannsóknir hafa leitt í ljós að ýmis einkenni gaumstols minnka við end- urtekna meðferðarlotur og að áhrif geta varað allt að mánuð.101 Fleiri meðferðarleiðir við gaumstoli eru til sem of langt mál væri að telja upp hér. Lærdómurinn sem draga má af ofangreindu virðist vera að mis- munandi meðferðarleiðir gefa takmarkaðan og ólíkan árangur,102 og að samhliða beiting tveggja eða fleiri meðferðarleiða geti hugsanlega leitt til betri árangurs en beiting þeirra, hvorrar í sínu iagi. Hafa ber í huga að við mat á meðferðarárangri hefur oftar verið beitt sértækum gaumstolsprófum en ekki atferlisgreiningu á athöfnum daglegs lífs sjúklinga. Lokaorð Þekkingu á gaumstoli fleygir fram en þó er ljóst að skilningi okkar á gaumstoli er um margt ábóta- vant. Heilablóðfall, sem er algengasta orsök rösk- unarinnar, veldur einnig lömun, skyntruflunum, lyndisröskunum og minnistruflunum svo eitthvað sé nefnt. Þegar teknar eru ákvarðanir um meðferð og endurhæfingu þarf að taka mið af þessum stað- reyndum. Sérhæfðir meðferðarmöguleikar sem standa íslenskum gaumstolssjúklingum til boða hafa tak- markast að mestu við sjónræna skönnunarþjálfun. Fjölga þarf sérhæfðum meðferðarmöguleikum á íslandi í samræmi við almenna meðferð eins og hreyfiþjálfun til að auka lífsgæði gaumstolssjúk- linga. Ekkert eitt úrræði getur leitt til meira en tak- markaðs bata á einkennum varanlegs gaumstols hjá meirihluta sjúklinga þar sem áhrif hafa varað að hámarki í nokkrar vikur eftir eina meðferð- arlotu. Líklegt má telja að árangursríkasta með- ferðarformið geti falist í samhliða notkun þeirra úrræða sem hafa verið rædd hér, meðal annars vegna þess hve einkenni gaumstols geta verið mörg og mismunandi ásamt mögulegum samlegð- aráhrifum. Mörgum spurningum um gaumstol er ósvarað. Greinarhöfundar munu bráðlega hefja rannsókn hér á landi þar sem ný meðferðarúrræði verða athuguð. Meðal annars verður hálstitrun og strendingsaðlögun beitt samhliða. Heimildir 1. Hjaltason H, Sævarsson S. Gaumstol: Einkenni, tíðni, greining og horfur. Læknablaðið 2007; 93: 681-7. 2. Heilmann KM, Bowers D, Valenstein E, Watson RT. Hemispace and hemispatial neglect. í Jeannerod M ritstj. Neuropsychological and Neuropsychological Aspects of Spatial Neglect, Elsevier Science Publishers Company, New York 1987:115-50. 3. Halligan PW, Marshall JC. The history and clinical presentation of neglect. í Robertson IH, Marshall JC eds. Unilateral neglect: clinical and experimental studies. Lawrence Erlbaum, Hillsdale, NJ 1993: 3-25. 4. Buxbaum LJ, Ferraro MK, Veramonti T, et al. Hemispatial neglect: Subtypes, neuroanatomy, and disability. Neurology 2004, 62: 749-56. 5. Halsband U, Gruhn S, Ettlinger G. Unilateral spatial neglect and defective performance in one half of space. Int J Neurosci 1985; 28:173-95. 6. Rossetti Y, Rode G. Reducing spatial neglect by visual and other sensory manipulations: noncognitive (physiological) routes to the rehabilitation of a cognitive disorder. í Karnath H-O, Milner D, Vallar G ritstj. The Cognitive and Neural Bases of Spatial Neglect (kafli 7.2). New York: Oxford University Press 2002. 7. Vallar G. The anatomical basis of spatial neglect in humans. í Robertson IH, Marshall J ritstj. Unilateral Neglect: Clinical and Experimental Studies. Lawrence Erlbaum Associates, Hove 1993: 27-53. 8. Bisiach E, Vallar G. Hemineglect in Humans. I Boller P, Grafman J. ritstj. Handbook of Neuropsychology vol.l. Amsterdam: Elsevier North-Holland 1988. 9. Maeshima S, Terada T, Nakai K, et al. Unilateral spatial neglect due to a haemorrhagic contusion in the right frontal Iobe. J Neurol 1995; 242: 613-7. 10. Prilipko O, Seeck M, Mermillod B, Landis T, Pegna AJ. Postictal but not interictal hemispatial neglect in patients with seizures of lateralized onset. Epilepsia 2006; 47: 2046- 51. 11. Kinsbourne M. Hemispace and hemispatial neglect. 1 Jeannerod M ritstj. Neuropsychological and Neuro- psychological Aspects of Spatial Neglect, Elsevier Science Publishers Company, New York 1987: 69-86. 12. Heilmann KM, Watson RT, Valenstein E. Neglect; Clinical and anatomic issues. í Feinberg TE, Farah MJ ritstj. Behavioral neurology and neuropsychology 2n<1 edn New York: McGraw-Hill 2003: 303-12. 13. Gitelman DR, Nobre AC, Parrish TB, et al. A large-scale distributed network for covert spatial attention. Brain 1999; 122:1093-106. 14. Avillac M, Deneve S, Olivier E, Pouget A, Duhamel JR. Reference frames for representing visual and tactile locations in parietal cortex. Nat Neurosci 2005; 8:941-9. LÆKNAblaðið 2009/95 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.