Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla III. Hreyfiferilsmælingar ígráðum íbeygju og réttu og rétt- og ranghverfu mælt með hreyfiferilsmæli. Allir sjúklingar voru rétthentir. Aðgerðararmurinn Ekki aðgerðararmurinn Nr. Armur Beygja Rétthverfa Ranghverfa Beygja Rétthverfa Ranghverfa 1. Vinstri 5-140 75 75 0-140 85 70 2. Hægri 12-135 60 50 2-142 50 55 3. Hægri 0-140 85 70 0-145 90 80 4. Hægri 0-145 80 70 0-145 80 80 5. Vinstri 5-125 60 60 10-125 65 65 6. Hægri 5-140 70 80 4-145 70 80 7. Vinstri 5-140 80 65 5-140 85 75 8. Hægri 0-145 75 75 0-150 85 80 9. Vinstri 2-130 90 60 0-135 70 82 10.. Vinstri 10-140 80 75 10-145 80 75 11. Hægri 5-140 70 60 0-150 85 75 12. Hægri 10-150 82 80 5-145 90 90 eftir áverkann. Þessir sjúklingar unnu líkamlega krefjandi vinnu (sjómaður og bóndi). Einn af sjúk- lingunum, meltingarsérfræðingur, sneri nánast strax til vinnu sinnar eftir að hafa fjarlægt gifsið innan við viku frá aðgerð. Hann hóf að hreyfa olnbogann og honum farnaðist reyndar einna best þátttakenda þrátt fyrir lélega meðferðarheldni, sjá mynd 2. Einn af sjúklingunum var kraftakarl og hálf-atvinnumaður í kraftlyftingum. Hann taldi áverkann hafa gert út um feril sinn í krafta- íþróttinni. Sex sjúklingar höfðu merki um beinnýmyndun í mjúkvefjum á röntgenmynd, sjá mynd 3, en eng- inn þeirra hafði samvöxt á sveif og öln (radioulnar synostosis). Tveir sjúklingar skáru sig úr því hvað það varðar að þeir hlutu ekki bata við aðgerð. Þeir kvörtuðu um verki og höfðu háa stigun á DASH-spumingalistanum. Báðir þessir sjúklingar greindust seint sem leiddi til þess að þeir fóru í aðgerð 60 og 80 dögum eftir áverkann. Hjá öðrum þessara sjúklinga klemmdist miðtaugin (n.medianus) við aðgerðina, milli sinarinnar og saumanna tveggja sem voru bundnir niður á sveifarhrjónuna, sjá mynd 4. Enduraðgerðar var því þörf. Tæplega ári seinna hafði hann náð sér að mestu, það er að segja hreyfigeta og kraftur var ágætur, en hann fann enn fyrir óþægindum í oln- bogabót og fingrum. Hinn sjúklingurinn greindist seint þrátt fyrir að hafa ítrekað leitað læknis vegna verkja í olnbogabót eftir áverka og fór í aðgerð 80 dögum eftir áverkann. Hann lýsti stöðugum verkjum í olnbogabótinni og hafði háa DASH- stigun en hann reyndist einnig hafa klemmu á sin ofannibbuvöðvans (supraspinatus impingement). Sökum verkja gat hann ekki haldið áfram vinnu sinni á sjó og fór í aðra vinnu í landi. Umræða Niðurstöður benda til þess að þeir sem greindust seint og fóru því seint í aðgerð farnist ekki eins vel og þeim sem fóru í aðgerð skömmu eða strax eftir áverka. Aðgerðin er mun meira krefjandi sé hún framkvæmd meira en tveimur vikum eftir áverk- ann. Þá hefur myndast örvefur sem fyllir upp í göngin sem þræða verður sinina í gegnum þannig að aðgerð verður umfangsmeiri og áhættusamari.7 Því er talið mikilvægt að framkvæma aðgerðina innan tíu daga frá áverka því annars eykst tíðni þrálátra verkja frá olnbogabót og einnig tíðni fylgikvilla.7 Áverki á miðtaug er sjaldgæfur fylgikvilli aðgerðar en er þó lýst í að minnsta kosti tveimur rannsóknum1'8 en var í okkar tilviki tengdur því hvernig sinin var saumuð niður á sveifarhrjónu og í aðgerð sem framkvæmd var 60 dögum eftir sinaslit þar sem erfitt var um vik vegna örvefs. Beinnýmyndun í mjúkvefjum er þekktur fylgi- kvilli aðgerðar1'7'8 en helmingur sjúklinganna í rannsókninni reyndist hafa beinmyndun í mjúk- vefjum á röntgenmynd. Beinmyndunin virðist hafa takmarkað klíníska þýðingu9,10 bæði í þessari rannsókn og öðrum þar sem þeim sjúklingum sem greindust með beinmyndun í mjúkvefjum virtist ekki farnast verr er öðrum. Því hefur þó verið lýst að beinmyndun getur orðið til þess að sveif og öln vaxi saman (radioulnnr synostosis) og þá geti sjúklingurinn hvorki rétt- eða ranghverft arminn.11 Samvöxtur á sveif og öln krefst end- uraðgerðar til þess að reyna að koma í veg fyrir hreyfiskerðingu. Beinmyndun í mjúkvefjum er rakin til þess að beinsvarfið sem fellur til þegar borholur eru gerðar í sveifarhrjónu kalki og myndi bein, en einnig er talið að ef óvarlega er farið með beinhimnuna á ölninni við aftari aðganginn og ef til staðar er beinsvarf frá sveifarhrjónu geti það 22 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.