Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 22

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 22
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla III. Hreyfiferilsmælingar ígráðum íbeygju og réttu og rétt- og ranghverfu mælt með hreyfiferilsmæli. Allir sjúklingar voru rétthentir. Aðgerðararmurinn Ekki aðgerðararmurinn Nr. Armur Beygja Rétthverfa Ranghverfa Beygja Rétthverfa Ranghverfa 1. Vinstri 5-140 75 75 0-140 85 70 2. Hægri 12-135 60 50 2-142 50 55 3. Hægri 0-140 85 70 0-145 90 80 4. Hægri 0-145 80 70 0-145 80 80 5. Vinstri 5-125 60 60 10-125 65 65 6. Hægri 5-140 70 80 4-145 70 80 7. Vinstri 5-140 80 65 5-140 85 75 8. Hægri 0-145 75 75 0-150 85 80 9. Vinstri 2-130 90 60 0-135 70 82 10.. Vinstri 10-140 80 75 10-145 80 75 11. Hægri 5-140 70 60 0-150 85 75 12. Hægri 10-150 82 80 5-145 90 90 eftir áverkann. Þessir sjúklingar unnu líkamlega krefjandi vinnu (sjómaður og bóndi). Einn af sjúk- lingunum, meltingarsérfræðingur, sneri nánast strax til vinnu sinnar eftir að hafa fjarlægt gifsið innan við viku frá aðgerð. Hann hóf að hreyfa olnbogann og honum farnaðist reyndar einna best þátttakenda þrátt fyrir lélega meðferðarheldni, sjá mynd 2. Einn af sjúklingunum var kraftakarl og hálf-atvinnumaður í kraftlyftingum. Hann taldi áverkann hafa gert út um feril sinn í krafta- íþróttinni. Sex sjúklingar höfðu merki um beinnýmyndun í mjúkvefjum á röntgenmynd, sjá mynd 3, en eng- inn þeirra hafði samvöxt á sveif og öln (radioulnar synostosis). Tveir sjúklingar skáru sig úr því hvað það varðar að þeir hlutu ekki bata við aðgerð. Þeir kvörtuðu um verki og höfðu háa stigun á DASH-spumingalistanum. Báðir þessir sjúklingar greindust seint sem leiddi til þess að þeir fóru í aðgerð 60 og 80 dögum eftir áverkann. Hjá öðrum þessara sjúklinga klemmdist miðtaugin (n.medianus) við aðgerðina, milli sinarinnar og saumanna tveggja sem voru bundnir niður á sveifarhrjónuna, sjá mynd 4. Enduraðgerðar var því þörf. Tæplega ári seinna hafði hann náð sér að mestu, það er að segja hreyfigeta og kraftur var ágætur, en hann fann enn fyrir óþægindum í oln- bogabót og fingrum. Hinn sjúklingurinn greindist seint þrátt fyrir að hafa ítrekað leitað læknis vegna verkja í olnbogabót eftir áverka og fór í aðgerð 80 dögum eftir áverkann. Hann lýsti stöðugum verkjum í olnbogabótinni og hafði háa DASH- stigun en hann reyndist einnig hafa klemmu á sin ofannibbuvöðvans (supraspinatus impingement). Sökum verkja gat hann ekki haldið áfram vinnu sinni á sjó og fór í aðra vinnu í landi. Umræða Niðurstöður benda til þess að þeir sem greindust seint og fóru því seint í aðgerð farnist ekki eins vel og þeim sem fóru í aðgerð skömmu eða strax eftir áverka. Aðgerðin er mun meira krefjandi sé hún framkvæmd meira en tveimur vikum eftir áverk- ann. Þá hefur myndast örvefur sem fyllir upp í göngin sem þræða verður sinina í gegnum þannig að aðgerð verður umfangsmeiri og áhættusamari.7 Því er talið mikilvægt að framkvæma aðgerðina innan tíu daga frá áverka því annars eykst tíðni þrálátra verkja frá olnbogabót og einnig tíðni fylgikvilla.7 Áverki á miðtaug er sjaldgæfur fylgikvilli aðgerðar en er þó lýst í að minnsta kosti tveimur rannsóknum1'8 en var í okkar tilviki tengdur því hvernig sinin var saumuð niður á sveifarhrjónu og í aðgerð sem framkvæmd var 60 dögum eftir sinaslit þar sem erfitt var um vik vegna örvefs. Beinnýmyndun í mjúkvefjum er þekktur fylgi- kvilli aðgerðar1'7'8 en helmingur sjúklinganna í rannsókninni reyndist hafa beinmyndun í mjúk- vefjum á röntgenmynd. Beinmyndunin virðist hafa takmarkað klíníska þýðingu9,10 bæði í þessari rannsókn og öðrum þar sem þeim sjúklingum sem greindust með beinmyndun í mjúkvefjum virtist ekki farnast verr er öðrum. Því hefur þó verið lýst að beinmyndun getur orðið til þess að sveif og öln vaxi saman (radioulnnr synostosis) og þá geti sjúklingurinn hvorki rétt- eða ranghverft arminn.11 Samvöxtur á sveif og öln krefst end- uraðgerðar til þess að reyna að koma í veg fyrir hreyfiskerðingu. Beinmyndun í mjúkvefjum er rakin til þess að beinsvarfið sem fellur til þegar borholur eru gerðar í sveifarhrjónu kalki og myndi bein, en einnig er talið að ef óvarlega er farið með beinhimnuna á ölninni við aftari aðganginn og ef til staðar er beinsvarf frá sveifarhrjónu geti það 22 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.