Læknablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 14
F R Æ Ð I G R E I
RANNSÓKN
N A R
I R
Mynd 2a Algengi helstu kvíðastillandi- og svefnlyfja (N05B og N05C) meðal
70 ára og eldri á lslandi árið 2006. Fjöldi notenda á hverja 100 tbúa utan stofn-
ana (%). kvk - konur, kk - karlar.
Mynd 2b. Algengi helstu þunglyndislyfja (N06A) meðal 70 ára og eldri á
Islandi árið 2006. Fjöldi notenda á hverja 100 íbúa utan stofnana (%).
Umræða
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna notkun
geðlyfja meðal aldraðra utan stofnana á íslandi
eftir aldri og kyni samkvæmt upplýsingum um
útleystar lyfjaávísanir. Notkunin var borin saman
við geðlyfjanotkun yngri aldraðra í Danmörku.
Einnig var kannað umfang fjölgeðlyfjanotkunar
aldraðra hér á landi.
Aldurshópurinn 70 ára og eldri leysti út tæp-
lega fimmfalt fleiri ávísanir en einstaklingar yngri
en 70 ára, bæði á geðlyf og önnur lyf. Þetta er í
samræmi við erlendar rannsóknir.1-4 Rannsóknin
sýnir almenna notkun þunglyndislyfja, kvíðastill-
andi lyfja og svefnlyfja hér á landi. Rannsóknir
hafa sýnt að allt að þriðjung svefntruflana meðal
aldraðra má rekja til þunglyndis auk þess sem
kvíðaeinkenni fylgja oft þunglyndi hjá öldr-
uðum.12-13'20 Með aukinni notkun þunglyndislyfja
á seinni árum hefði mátt ætla að draga myndi úr
notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja. í því ljósi
vakna spurningar um hversu viðeigandi ábend-
ingar þessara lyfja eru hérlendis. Samkvæmt
erlendum rannsóknum er algengi þunglyndis
meðal aldraðra í heimahúsum á bilinu 10-15%.21
Sé um sambærilegt algengi þunglyndis að ræða
Tafla III. Taf/a III. Algertgi (%) geðtyfjanotkunar meðal 70-74 ára á íslandi og í Danmörku.
Hlutfallsleg áhætta (RR) eftir þjóðerni með samsvarandi 95% öryggisbilum (Cl).
ATC - flokkur Lyfjaflokkur Danmörk 70-74 ára* ísland 70-74 ára RR 95% Cl
N06A Þunglyndislyf (antidepressiva) 12,7% 23,3% 1,83 (1,76-1,90)
N05A Geörofslyf (neuroleptica) 3,6% 5,5% 1,51 (1,38-1,65)
N05B Kvíðastillandi lyf (anxiolytica) 13,0% 20,4% 1,57 (1,51-1,64)
N05C Svefnlyf (hypnotica) 15,5% 38,2% 2,47 (2,40-2,54)
*Notkun í Danmörku höfó sem viómiö
hér á landi virðist ávísun á þunglyndislyf mikil.
Þó ber að hafa í huga að lyfin eru stundum notuð
við öðrum ábendingum en þunglyndi, til dæmis
langvinnum verkjum.
Geðlyf hafa eðli samkvæmt verkun á mið-
taugakerfið og geta haft bæði bein og óbein áhrif
á jafnvægi og viðbragð. Fjöllyfjanotkun og notk-
un ákveðinna lyfjaflokka eru áhættuþættir fyrir
byltum aldraðra. Því er mikilvægt að meta bæði
ávinning og áhættu sem fylgir geðlyfjanotkun en
í vissum tilvikum getur fækkun geðlyfja dregið
úr hættu á byltum. Notkun benzódíazepín og
skyldra lyfja var langalgengust en fjöldi rann-
sókna hefur tengt notkun þessara lyfja við aukna
hættu á byltum.22'25
Það kemur fram að fleiri eldri konur en karlar
notuðu geðlyf og var munurinn um 30-60% eftir
lyfjaflokkum. Munurinn var mestur í flokki kvíða-
stillandi lyfja. Þessi kynjamunur er í samræmi við
margar fyrri athuganir sem sýna að algengara er
að læknar ávísi geðlyfjum á konur en karla. Þetta
kann meðal annars að skýrast af því að geðræn
einkenni eru algengari meðal kvenna en karla og
að konur leita oftar læknis. Einnig geta áherslur
í markaðssetningu lyfja og ávísanavenjur lækna
haft áhrif.26'28
Fleiri íslendingar á aldrinum 70-74 ára nota
geðlyf en gerist meðal Dana á sama aldri. Mestur
var munurinn í flokki svefnlyfja, tæplega 2,5-
faldur. Þetta er í samræmi við vísbendingar
um meiri notkun geðlyfja hérlendis samkvæmt
opinberum sölutölum þar sem miðað er við
fjölda dagskammta á hverja þúsund íbúa á dag.3
Skilgreindir dagskammtar eru oft notaðir þegar
skoða á lyfjanotkun og munurinn, sem kemur
fram á lyfjanotkun milli landanna, er óbreyttur
þegar þessari aðferð er beitt (niðurstöður ekki
sýndar). Ekki er augljós skýring á þessum mikla
mun á geðlyfjanotkun milli annars sambærilegra
14 LÆKNAblaöið 2009/95