Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2009, Page 46

Læknablaðið - 15.01.2009, Page 46
U M R Æ Ð U R LANDSPÍTA O G F R É T T I L I N N R Kröftugir kandídatar á Landspítala Engilbert Sigurðsson sviðsstjóri á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar engilbs@landspitali.is Sigrún ingimarsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar signjni@iandspitaii.is Inga Sigurrós Þráinsdóttir hjartalæknir, Ingvar Hákon Ólafsson heila- og taugaskurðlæknir og Tryggvi Egilsson öldrunar- læknir taka við verðlaun- unum úr hendi Engilberts Sigurðssonar sviðsstjóra SKVÞ. Ljósmyndari: Inger Helene Bóasson. Vaskur hópur læknakandídata starfar nú á Landspítala. Hópurinn hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum og verið liðtækur í umbótastarfi. Hafa þau látið til sín taka, innan sem utan spítalans, og frumkvæði þeirra vakið verðskuldaða athygli. I haust stóðu þau fyrir upplýsingafundi með 4. árs læknanemum og þau hafa jafnframt unnið að því að taka saman leiðbeiningar um starf kandídata á deildum. Þar verður meðal annars að finna gagnlegar upplýsingar um aðstöðu starfs- fólks, efni sem tengist klínísku starfi og annað sem læknanemar og kandídatar þurfa á að halda. Jafnframt er hópurinn vakandi fyrir umbótum á fræðsluefni og upplýsingum sem Skrifstofa kennslu vísinda og þróunar (SKVÞ) hefur tekið saman fyrir kandídata. í nóvemberhefti Læknablaðsins 2008 var viðtal við Árdísi Ármannsdóttur um átakið „Gleðispítalann" en þá mæltust kandídatar til þess að starfsmenn spítalans mættu til starfa í bleikum klæðnaði. Þennan dag mátti sjá bleikar slaufur, borða, sloppa og boli um allan spítalann. Eldri kollegar létu margir hverjir ekki sitt eftir liggja og mættu í skyrtum eða með bindi í bleikum lit. í desember bættu þau um betur, en þá stóð Félag ungra lækna fyrir „rauðum dögum" sem voru liður í verkefninu „Gleði og gjafmildi í des- ember". Starfsfólk og nemendur Landspítala voru með þessu hvattir til að gefa blóð og láta gott af sér leiða í jólamánuðinum. Fimmtudaginn 4. desember síðastliðinn bauð skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar (SKVÞ) hópnum í heitt súkkulaði og þjóðlegar jólaveit- ingar. Veitt voru verðlaun fyrir klíníska kennslu kandídata, að fengnum tilnefningum frá þeim. Verðlaunin hlutu Inga Sigurrós Þráinsdóttir hjartalæknir, Ingvar Hákon Ólafsson heila- og taugaskurðlæknir og Tryggvi Egilsson öldrunar- læknir. Páll Matthíasson geðlæknir var fenginn til að halda fyrirlestur um hamingjuna og voru kandí- datar spurulir um efnið. Við sama tækifæri var tekin mynd af hópnum. Á Landspítala starfa nú árlega 50-60 kandídat- ar. SKVÞ hefur unnið að umbótum á kandídats- árinu á undanförnum árum sem hefur skilað sér í vaxandi ánægju þeirra með árið. Móttökudagar hafa verið haldnir tvisvar á ári þar sem farið er yfir atriði eins og fagmennsku, sýkingavamir, lyfja- fyrirmæli og endurlífgunarferli og námskeið haldin í notkun forritanna Sögu og Therapy. Kandídatar eru boðaðir í viðtal tvisvar á starfs- tímanum, um frammistöðu, ánægju og framtíð- aráform. Óskað er eftir ábendingum frá kandídöt- unum um það sem vel er gert og hvað betur megi fara. Upplýsingarnar eiga að bæta þjálfun á 46 LÆKNAblaöið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.