Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 7
Jóhannes
Björnsson
johbj@landspitali.is
Höfundur er meinafræðingur
og fráfarandi ritstjóri og
ábyrgðarmaður blaðsins.
Editor's Final
Report.
Professor and
Chairman, Dept. of
Pathology, University
of lceland. Editor-
in-Chief, lcelandic
Medical Journal.
RITSTJÓRNARGREIN
Lokagreining
Núverandi ritstjóm Læknablaðsins á fimm ára
afmæli um þessar mundir, þótt sumir sem nú
em í ritstjóminni hafi ekki setið allan þartn
tíma. Minnugir lesendur Læknablaðsins vita að
haustmánuðir 2005 vom erfiðir blaðinu og
þáverandi ritstjóm tvístraðist í nóvember það ár.
Fram að hausti 2005 hafði fyrri ritstjórn unnið gott
starf, m.a. lokið færslu Læknablaðsins á Medline
á fyrri hluta þess árs. Ný ritstjóm bætti við
tveimur gagnagrunnum, ISI Web of Knowledge
og Scopus. Þá hefur viðmót blaðsins á netinu
hefur verið uppfært og leitarvél endurbætt.
Fræðigreinar í Læknablaðinu vega nú jafnþungt
í innlendu matí á fræðastarfi og greinar birtar í
erlendum ritrýndum tímaritum. Þau læknablöð
sem við bemm okkur helzt saman við, það er
að segja læknablöð Norðurlandanna, em flest
í þessum gagnagrunnum, þó ekki öll. Engan
veginn er gefið að Læknablaðið haldist í þessum
skráningum. Ritnefndir verða áfram að kappkosta
að sækjast eftir góðum fræðigreinum og gæta þess
þannig að tílvitnanafjöldi í greinar Læknablaðsins
haldist þokkalegur. Til þess að svo verði, þurfa
ritnefndir að halda áfram að fylgja alþjóðlegum
leiðbeiningum um meðferð innsendra handrita,
sem oft reynist þungt í vöfum. Þessi skarpari
vinnubrögð endurspeglast meðal annars í hærra
höfnunarhlutfalli innsendra handrita en áður. Það
hlutfall liggur nú nálægt 15%. í íslenzku fámenni
getur oft reynzt erfitt að fá nægilega vandaða
ritrýni. Oftast gengur það mæta vel, og Læknablaðið
þakkar sérstaklega hópi ritrýna, sem bregðast
fljótt við og ritrýna af þekkingu og nákvæmni.
Ritrýni er tæpast eftírsóknarvert starf, gefur
rýninum lítíð í aðra hönd, bæði í veraldlegum
og akademískum verðmætum. Skiljanlega getur
þannig stundum æxlazt, að ritrýniferlið hjá
Læknablaðinu taki sýnu lengri tíma en í ritum
sem birtast á stærri tungumálasvæðum. Ritstjórn
Læknablaðsins getur hins vegar augljóslega aðeins
leitað til íslenzkumælandi ritrýna, sem í smærri
sérgreinum læknisfræðinnar eru fáir. Höfundar
verða að gera sér grein fyrir þessum vanda, ef
vanda skyldi kalla, og sýna biðlund.
Fjárhagur Læknablaðsins er góður í ljósi
almenns ástands á íslandi þessi misserin. Ýmsar
sparnaðaraðgerðir hafa létt undir fjárhag blaðsins.
Upplagið hefur verið minnkað og stærð hvers
tölublaðs takmörkuð. Auk þess að draga úr
prentkostnaði hafa þessar aðgerðir dregið úr
sendingarkostnaði, sem er umtalsverður. Um það
bil 10% af árgjaldi hvers læknis tíl læknafélaganna
renna til Læknablaðsins. Stærsta hluta rekstrarfjár
blaðsins, um það bil 80%, er aflað með auglýs-
ingatekjum. Síðasttalið er hærra hlutfall en undir-
ritaður þekkir tíl annars staðar, þar á meðal á
Norðurlöndum. Ekki er óhugsandi að þetta háa
hlutfall geti haft áhrif á ritstjórnarstefnu blaðsins.
Er það umhugsunarefni.
Mikill meirihluti svarenda í nýlegri könnun
meðal félagsmanna læknafélaganna var ánægður
með Læknablaðið, vildi viðhalda því á núverandi
formi, prentforminu þar með töldu enda er
það prentformið sem skapar tekjur blaðsins.
Niðurstöður af þessu tagi eru ánægjulegar og
styrkja að sjálfsögðu ritstjóm blaðsins við starf sitt.
I árslok 2005 voru skipanir ritstjórna formfestar,
þannig að útgáfustjórn Læknablaðsitis, þar sem sitja
formenn Læknafélags íslands og Reykjavíkur og
starfandi ritstjóri, skipar hvern ritnefndarmann
formlega tíl tveggja ára. Rennur skipunin út
sjálfkrafa sé hún ekki endumýjuð. Sama gildir um
ritstjóra og ábyrgðarmann. Skipanir núverandi
ritnefndar og ritstjóra renna út 30. nóvember
2011. Nauðsynlegt er að viðhalda samfellu í starfi
ritstjórnar, þannig að áunnin reynsla glatist ekki,
endurnýjun verði hæg, skref fyrir skref. Fimm
ár eru líklega heppilegur starfstími ritstjóra, og
mikilvæg markmið hafa náðzt. Undirritaður hefur
því ákveðið að hætta í ritstjórn Læknablaðsins frá
og með 1. desember 2010. Fyrirliggjandi tölublað
er þannig það síðasta sem hann ritstýrir. Á fundi
útgáfustjómar þann 5. nóvember síðastliðinn
kynnti undirritaður þessa ákvörðun sína og gerði
jafnframt tíllögu um eftirmann sinn. Ritstjóri og
ábyrgðarmaður verður Engilbert Sigurðsson, en
hann hefur setið í ritnefndinni frá því hún tók
til starfa 1. desember 2005. Undirritaður þakkar
lesendum, ritstjóm og starfsfólki samstarfið og
óskar Læknablaðinu alls velfarnaðar.
LÆKNAblaðið 2010/96 743