Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 11
Anna
Sigurðardóttir1
læknanemi
Sigurður Páll
Pálsson2
geðlæknir
Guðlaug
Þorsteinsdóttir2
geðlæknir
Lykilorð: lystarstol,
hliðargeðraskanir, nýgengi,
innlagnir, dánartíðni.
’Læknadeild HÍ,
2geðsviði Landspítala
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Guðlaug Þorsteinsdóttir,
göngudeild geðsviðs,
átröskunarteymi,
Hvítabandi
Landspítala 101 Reykjavík.
gudlthorQlandspitali. is
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Lystarstol 1983-2008
- innlagnir, sjúkdómsmynd og lifun
Ágrip
Tilgangur: Lítið er vitað um nýgengi lystarstols á
Islandi. Markmið rannsóknarinnar var að athuga
nýgengi innlagna, sjúkdómsmynd og dánartíðni
sjúklinga með lystarstol sem lögðust inn á
geðdeildir á íslandi árin 1983-2008.
Efni og aðferðir: Rartnsóknin er aftursæ. Skoðaðar
voru 140 sjúkraskrár með ICD-9 og ICD-10 grein-
ingarnar lystarstol eða ódæmigerð átröskun.
Lokaúrtak var 84 einstaklingar með staðfest
lystarstol.
Niðurstöður: Fimm karlar og 79 konur voru
lögð inn í fyrsta sinn á geðdeild með lystarstol.
Meðalaldur var 18,7 ár. Nýgengi innlagna
fyrir bæði kyn á fyrra tímabili (1983-1995) var
1,43 á hverja 100.000 íbúa á ári, 11-46 ára, en
á seinna tímabili (1996-2008) 2,91. Aukningin
var marktæk (RR=2,03 95% CI 1,28-3,22) og
má rekja hana til aukins nýgengis innlagna á
barna- og unglingageðdeild (BUGL). Dánartíðni
lystarstols kvenna var tvær af 79 (2,5%) og staðlað
dánarhlutfall 6,25. Meðallengd fyrstu innlagnar
var 97 dagar, 67,3 dagar á fullorðinsgeðdeildum
og 129,7 dagar á BUGL (p<0,05). Á öllu
rannsóknartímabilinu lagðist 51 sjúklingur
(60,7%) inn einu sinni. Einn sjúklingur var
nauðungarvistaður í fyrstu innlögn en alls voru
tíu (11,9%) nauðungarvistaðir á öllu tímabilinu.
Líkamsþyngdarstuðull hækkaði að meðaltali frá
innlögn til útskriftar úr 15,3 í 17,5 kg/m2. Marktæk
fylgni var á milli sjálfsskaða og sjálfsvígstilrauna
og nauðungarvistana á geðdeild vegna lystarstols.
Ályktanir: Aukning varð á nýgengi innlagna milli
tímabila. Hugsanlega endurspeglar það aukið
nýgengi lystarstols í samfélaginu. Dánartíðni var
lægri en búist var við.
Inngangur
Lystarstol (anorexia nervosá) er sú tegund átrask-
ana sem hefur verið talin alvarlegust og erfiðust
að meðhöndla. Lystarstol er sjaldgæfur geð-
sjúkdómur og greinist helst í ungum konum, en
fyrir hverjar 12 konur greinist einn karlmaður.1'3
Nýgengið er hæst hjá konum á aldrinum 15-19 ára,
eða 34,6 á hverjar 100.000 á ári.1'2
íslenska þýðingin á anorexia nervosa, lystarstol,
gefur ekki rétta mynd af sjúkdómseinkennum því
ekki er um að ræða eiginlegt lystarleysi heldur
neita sjúklingar sér um mat af ótta við að þyngjast
og verða því óeðlilega magrir. Lystarstoli var
fyrst lýst árið 1870 og var lýsingin mjög svipuð
þeim greiningarviðmiðum sem notuð eru í dag.
Lystarstoli er þar lýst sem röskun sem einkennist
af því að sjúklingur léttir sig meðvitað vegna þess
að honum finnst hann vera of þungur þrátt fyrir
að vera í undirþyngd. Sjúklingur ofmetur þyngd
sína og verður upptekinn af því að reyna að megra
sig með mjög þröngum kosti, óhóflegum líkams-
æfingum og jafnvel losunarhegðun, það er að
kasta upp mat eða misnota hægða- eða þvagræsi-
lyf. Þyngdartapið veldur að lokum vartnæringu
með röskun á hormónastarfsemi, sem sést best á
röskun á undirstúku-kynkirtlaöxli, en hún veldur
tíðastoppi hjá konum og kyndeyfð hjá körlum.4 5
Sjúklingur fær greininguna ódæmigert lyst-
arstol þegar ekki öll greiningarviðmið lystarstols
eru uppfyllt, til dæmis ef líkamsþyngdarstuðull er
ekki kominn undir 17,5 en til staðar er marktækt
þyngdartap og hegðun sem miðar að því að léttast
frekar.5
Lystarstol getur þróast í alvarlegan sjúkdóm og
leitt til langvarandi færniskerðingar og veikinda,
jafnvel dauða. í yfirlitsgrein Steinhausen6 þar sem
skoðaðar eru 119 rannsóknir á lystarstolssjúkling-
um kemur fram að dánartíðni er að meðaltali 5,0%
og staðlað dánarhlutfall frá 1,36-17,8.6 í danskri
rannsókn á lystarstolssjúklingum sem lagðir voru
inn á geð- og lyflækningadeildir 1970-1993 var
dánartíðnin 8,4% og staðlað dánarhlutfall 6,69.7
Lystarstol er með hæstu dánartíðni meðal geð-
sjúkdóma og er dánarhlutfall 9,6 fyrir öll dauðs-
föll. Sjálfsvíg er langalgengasta dánarorsökin.7
Við ítarlega heimildaleit í gagnagrunnum
fannst aðeins ein rannsókn sem skoðar nýgengi
innlagna lystarstolssjúklinga á geðdeildir. Sú
rannsókn var gerð í Danmörku og var byggð á
geðsjúkdómaskrá árin 1973-1987. Þar kom fram að
meðalnýgengi var 1,9/100.000 á ári fyrir konur en
0,17/100.000 á ári fyrir karla.8
Lítið er vitað um faraldsfræði lystarstols á
íslandi og engar upplýsingar eru til um nýgengi
þess. Ein rannsókn sem var birt fjallaði um al-
LÆKNAblaðið 2010/96 747