Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR
SJÚKRATILFELLI
búinna sprengja geta verið margvíslegir. Horn-
himnusár og -bruni, augnlokabruni, forhólfs-
blæðingar, sjónhimnu- og glerhlaupsblæðingar,
augnknattarrof, aðskotahlutir irrni í auga og
ský á augasteini tengd áverkum má taka sem
dæmi.5 Þessir áverkar eru misalvarlegir en geta
í verstu tilfellum haft í för með sér varanlega
sjónskerðingu, blindu eða augnmissi.6 Samkvæmt
erlendum rartnsóknum er algengi varanlegs
augnskaða eftir flugeldaslys á bilinu 30-40%.5'7í
þessum tveimur tilfellum fór betur en á horfðist
þrátt fyrir alvarlega áverka.
Um áramótin 2008-9 (desember og janúar)
leituðu 38 sjúklingar á slysa- og bráðamóttöku
Landspítala í Fossvogi vegna flugeldaáverka.8
Sautján börn á aldrinum 12-16 ára slösuðust
vegna meðhöndlunar á flugeldum og voru
það allt drengir.8 Sala er takmörkuð til þessa
aldurshóps samkvæmt viðauka með reglugerð
númer 952/2003 og er meðal annars óheimilt
að selja þeim skotelda eins og Víti. Reynsla frá
öðrum löndum sýnir að þegar einungis reyndir
sérfræðingar mega sprengja flugelda, fækkar
slysum stórkostlega.9
Það er okkar von að þessi tilfelli verði til þess
að gripið verði til hertra ráðstafana við sölu á
flugeldum og að forvamaraðgerðir verði efldar.
Þakkir
Sérstakar þakkir fær Anna María Þórðardóttir
hjúkrunarfræðingur á slysadeild Landspítala.
Heimildir
1. www.hugi.is/tilveran / 30. júlí 2010
2. www.hugi.is/hatidir / 30. júlí 2010
3. Ralph RA. Tetracyclines and the treatment of comeal
stromal uiceration: a review. Comea 2000; 19: 274-7.
4. Venkata SJ, Narayanasamy A, Srinivasan V, et al. Tear
ascorbic acid levels and the antioxidant status in contact
lens wearers: a pilot study. Indian J Ophthalmol 2009; 57:
289-92.
5. Kuhn FC, Morris RC, Witherspoon DC, et al. Serious
fireworks-related eye injuries. Ophthalmic Epidemiol 2007;
7:139-48.
6. Rasmussen ML, Prause JU, Johnson M, Kamper-Jorgensen
F, Toft PB. Acta Ophthalmol 2008; 88: 218-21.
7. Sacu S, Ségur-Eltz N, Stenng K, Zehetmayer M. Ocular
firework injuries at New Year's eve. Ophthalmologica 2002;
216:55-9.
8. Gagnagrunnur skráningar slysadeildar Landspítala,
febrúar 2009.
9. Stilma JS. [Stop the annual firework disaster - a plea for
medical scientific associations to take a clear-cut position].
Ned Tijdschr Geneeskd 2009; 153:A73.
Two serious eye injuries after tampering with fireworks
ln this article we describe two separate cases of serious other boy suffered burns on his corneas that were treated ^
eye injuries that were the result of two teenagers' attempts with amniotic membranes. In both cases the outcome was ,j-
to make home-made explosives out of fireworks. They better than expected at first. The objective of this article is 2
had tampered with the same brand of firework, Víti, that to draw attention to the danger of tampering with fireworks 2
appears to be popular for this purpose and instructions and the necessity of preventive measures to minimize the 3
are available on the internet. One boy got an intraocular risk of serious eye injuries. (/)
glass splinter and underwent vitrectomy for removal. The ^
w
Vilbergsson GR, Einarsdottir SO, Oskarsdottir SE, Olafsdottir E, Stefansson E. —
Two serious eye injuries after tampering with fireworks. Icel Med J 2010; 96: 763-5
Key words: fireworks, eye, trauma, children, amniotic membrane, vitrectomy, intraocuiar foreign body, cornea. 2
Correspondence: Einar Stefánsson, einarste@iandspitaii.is
Barst: 11. maí 2010, - samþykkt til birtingar: 18. september 2010
Hagsmunatengsl: Engin
LÆKNAblaðið 2010/96 765