Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 3
Á myndinni eru frá vinstri: Öivind Lnrsen, Óttar Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Vilhjálmur Árnason og
Guðmundur Þorgeirsson.
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL
www. laeknabladid. is
Hlíðasmára 8,
201 Kópavogi
564 4104-564 4106
Útgefandi
Læknafélag íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Jóhannes Björnsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Anna Gunnarsdóttir
Bryndís Benediktsdóttir
Engilbert Sigurðsson
Gunnar Guðmundsson
Inga S. Þráinsdóttir
Tómas Guðbjartsson
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Egils Snorrasonar fyrirlestur um lækningasögu
Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og læknadeild Háskóla íslands stóðu fyrir sam-
eiginlegum fundi í tilefni af 100 ára afmæli læknadeildar á næsta ári. Gestur fundarins var norski
lækningasöguprófessorinn Öivind Larsen sem hélt hinn árlega Egils Snorrasonar fyrirlestur á vegum
Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar.
Óttar Guðmundsson formaður Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar setti fundinn og
Guðmundur Þorgeirsson deildarforseti læknadeildar flutti ávarp.
Larsen fjallaði um rannsóknir á norskri samtímalækningasögu, viðfangsefni, aðferðir og niður-
stöður. Rakti hann hvernig staðið hefði verið að skráningu norskrar lækningasögu, einstakir
viðburðir skráðir með viðtölum og hópfundum þar sem farið var yfir reynslu lykilfólks af ákvarð-
anatöku um mikilvæga atburði í norskri heilbrigðissögu 20. aldar. Enn væru margir á lífi sem átt
hefðu beinan þátt í atburðarásinni og mikilvægt að skrásetja persónulega reynslu þeirra.
Sigurður Guðmundsson forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla íslands flutti erindi er hann
nefndi Kreppur og heilsa. Þar fór hann yfir helstu tölfræðilegar upplýsingar sem þegar liggja
fyrir um áhrif kreppunnar á heilsu fólks. Dagskrá fundarins lauk með erindi Vilhjálms Árnasonar
prófessors í heimspeki er hann nefndi Siðfræðilegar afleiðingar hrunsins.
■^^■B LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS ■■■■■■■
Á sýningu sinni I Gallerí Ágúst í Þingholtunum fyrr á
árinu sýndi listakonan Marta María Jónsdóttir (f.
1974) málverk sem hún vann ýmist á pappír eða á
striga. Verkin sjálf eru án titils en sýningin kallaðist
Augnlokin svigna. Það sem sjá má
á forsíðu Læknablaðsins er málað á
litla pappírsörk (án titils, 2010, 28 x 38
cm) og var það sett fram í þyrpingu
annarra mynda af svipaðri stærð
sem ýmist voru pinnaðar upp beint
á vegg eða rammaðar inn. Einnig
voru málverk á stiga þeirra á meðal
og öll verkin unnin með akrýllit. Með
framsetningunni má segja að Marta
María hafi dregið fram einkenni sem
finna má í hverju verki fyrir sig, einnig
því sem hér um ræðir. Hún byggir
verkið í kring um miðjuna svo úr verður
eins konar stjarna. Svörtum lit er
þrykkt í ferning sem snýst um miðjuás
og þar í kring og út frá miðjunni eru
dregnar taktfastar línur. Marta María
vinnur gegnsætt og lagskipt, þannig
að yfirborð og áferð skiþta máli og það
undirstrikaði hún með því að setja verkin fram ýmist
undir gleri eða án þess. Óreiðan í upphenginu togaðist
síðan á við síendurtekið ferhyrnt form málverkaflatarins
rétt eins og að í hverju verki má sjá reglulega
pensildrætti takast á við ósjálfráða. Þess háttar samspil
andstæðna má víða greina í verkunum, í lit, formi og
uppbyggingu. Verkin eru öll abstrakt,
þó sum kunni að minna á regluleg
náttúruform eins og kristalbyggingu
eða einhvers konar lifrænan strúktúr.
Marta María lærði myndlist I
málunardeild Listaháskóla íslands, fór
í framhaldsnám í Goldsmiths College í
Lundúnum og hefur sýnt verk sín víða
í Evróþu. Hún hefur einnig fengist við
teiknimyndir og hreyfimyndagerð og
þar má ef til vill finna mótvægi hins
lífræna handverks sem hún byggir á í
málverkum sínum. Þau sjálfsþrottnu
form, litasamsetningar og línur sem
þar er að finna flæða hispuslaust um
myndflötinn en einhvers staðar má
alltaf greina löngun til að stýra ferlinu.
Jafnvægið þar á milli er undirstaða
þeirrar spennu sem verkin búa yfir.
Markús Þór Andrésson
Blaðamaður og Ijósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Soffía Dröfn Halldórsdóttir
soffia@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1700
Áskrift
9.500,- m. vsk.
Lausasala
950,- m. vsk.
Prentun, bókband
og pökkun
Oddi,
umhverfisvottuð
prentsmiðja
Höfðabakka 3-7
110 Reykjavík
#
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að
bírta og geyma efni blaðsins á
rafrænu formi, svo sem á netinu.
Blað þetta má eigi afrita með
neinum hætti, hvorki að hluta né í
heild án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru
skráðar (höfundar, greinarheiti og
útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna:
Medline (National Library of
Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation
Reports/Science Edition og
Scopus.
The scientific contents of the
lcelandic Medical Journal are
indexed and abstracted in
Medline (National Library of
Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation
Reports/Science Edition and
Scopus.
ISSN: 0023-7213
LÆKNAblaðið 2010/96 739