Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 35
F R U M H E R UMRÆÐUR O G FRÉTTIR Jl í BARNALÆKNINGUM Eitt afáhugamálum Guðmundar er málaralist og hér stendur hann framan við nokkrar afmyndum sínum. fljótt stöðu á handlækningadeild sjúkrahússins í Huddingsvall og fer á fund yfirlæknisins Harald Lundberg til að segja upp. Harald maldar í móinn og segir hann ekki geta stokkið fyrirvaralaust í burtu en Gauti segir að samkvæmt SYLF eigi hann rétt til að segja upp með tveggja vikna fyrirvara. Þá rýkur Harald upp, lemur í borðið og hrópar: Andskotans útlendingar sem komið hingað og haldið að þið hafið einhvern rétt! Gauti kemur svo fram heldur niðurdreginn og segir mér að Harald hafi orðið alveg vitlaus og ég kveið talsvert fyrir því að fara á fund hans og tilkynna honum uppsögn. Þá brá svo við að hann var hinn ljúfasti, kvaðst skilja þetta afskaplega vel og auðvitað ættum við enga framtíð á svona litlum stað. Þetta endaði því allt vel. Ég hafði fengið stöðu á bæklunarskurðdeild sjúkrahússins í Vásterás, við fluttum þangað og mér líkaði vel. Aðstoðaryfirlæknirinn hét Skobovic, Hvít- rússi sem setið hafði í fangabúðum nasista á stríðsárunum. Mikill ágætismaður. Eftir eitt ár á bæklunardeildinni flutti ég mig yfir á almenna handlækningadeild og þar var yfirlæknir Axel Bruselius og aðstoðaryfirlæknir Arne Olson sem síðar varð yfirlæknir handlæknisdeildar sjúkrahússins í Sala. Þetta voru miklir prýðismenn. Ame var reyndar skapmaður og gat tekið rispur en það var fljótt úr honum. Þarna var ég í fimm ár og líkaði mjög vel, mér var trúað fyrir ýmsum verkefnum sem ekki var sjálfsagt að fela ungum lækni." Það er greinilegt að Guðmundur hefur kunnað vel við sig í Svíþjóð og velti því lítið fyrir sér að flytja heim til íslands. „Ég fór sjaldan heim til Islands á þessum árum, en sumarið 1965 var ég á íslandi og fór upp á Landspítala og hitti þar Snorra Hallgrímsson prófessor sem segir við mig: þú verður að fara að koma heim. Ég sagðist lítið hafa hugsað um það en hann bætir því við að hér heima vanti sérfræðing í barnaskurðlækningum. Farðu og lærðu bamaskurðlækningar og komdu svo heim, segir Snorri. Það sem togaði mig heim var að við áttum þrjá stráka sem við vildum að væru íslenskir. Sá elsti var að komast á unglingsárin og því varð þetta að gerast fljótlega. Ég tók Snorra eiginlega á orðinu og fékk stuttu síðar stöðu á barnasjúkrahúsinu í Gauta- borg og var þar við barnaskurðlækningar í tvö ár. Ég var náttúrulega þegar þarna var komið sögu kominn með sérfræðiréttindi í almennum skurðlækningum og hafði sinnt barna- skurðlækningum með öðru í Vasterás og vissi hreinlega ekki að barnaskurðlækningar væm til sem sjálfstæð sérgrein þegar Snorri minntist á þetta. Þegar ég kom til Gautaborgar voru þar fyrir fjórir aðstoðarlæknar og tveir sérfræðingar. LÆKNAblaðið 2010/96 771
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.