Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Gauti R. Vilbergsson1 aðstoðarlæknir Sylvía O. Einarsdóttir2 aðstoðarlæknir Sigríður Erla Óskarsdóttir1 læknir Eydís Ólafsdóttir1 augnlæknir Einar Stefánsson13 augnlæknir Lykilorð: augnslys, flugeldar, börn, líknarbelgur, glerhlaupsaögerð, aðskotahlutur, hornhimna. ’Landspítala, 2Heilbrigðisstofnun Vesturlands, 3læknadeild HÍ Fyrirspurnir og bréfaskipti: Einar Stefánsson, augnlækningadeild Landspítala einarste@landspitali.is Víti til varnaðar Tvö alvarleg augnslys vegna fikts við flugelda Agrip Tveir unglingspiltar fengu meðferð á augndeild Landspítalans vegna alvarlegra augnáverka eftir fikt með heimatilbúnar sprengjur úr flugeldunum „Víti" sem sprungu í höndunum á þeim. Annar pilturinn fékk glerflís inn í auga og þurfti glerhlaupsaðgerð til að fjarlægja flísina. Einnig fékk hann talsverða áverka á húð í andliti og á hendi. Hinn pilturinn brenndist illa á hornhimnu og í andliti. Hornhimnurnar voru meðhöndlaðar meðal annars með líknarbelgshimnu. í báðum tilfellum fór betur en á horfðist. Tilgangur greinarinnar er að vekja athygli á hversu hættulegt fikt með flugelda getur verið. „Víti" hefur verið vinsæll flugeldur til að fikta við og er auðvelt að finna leiðbeiningar á spjallrásum á veraldarvefnum. Æskilegt er að herða eftirlit með sölu flugelda og efla forvamaraðgerðir, sérstaklega gagnvart börnum og unglingum. Mynd 1. Tilfelti 1: Unglingspiltur við komu á bráðamóttöku. Andlitsbruni eftir skoteldasprengingu. Inngangur Augnáverkar vegna flugelda eru árviss viðburður á íslandi, en misalgengur þó. Fyrir 20 árum urðu fjölmörg alvarleg augnslys og meirihluti þeirra vegna svonefndra tívolíbomba, sem voru bannaðar fyrir almenning í beinu framhaldi. Um áramótin 2008-9 urðu tvö alvarleg augnslys vegna tiltekinnar tegundar flugelds sem nefndur er „Víti". Spjallrásir á veraldarvefnum gefa nákvæmar leiðbeiningar um hvernig má fikta við þessar sprengjur og búa til heimatilbúna flugelda.1'2 Tveir drengir á unglingsaldri sem léku þennan leik, urðu fyrir mjög alvarlegum augn- áverkum sem við gerum nánar grein fyrir hér. Sjúkratilfelli 1 Unglingspiltur var með yngri bróður sínum og nágrönnum að sprengja flugelda. Hann hafði keypt flugelda sem kallast „Víti" og tekið í sundur í smærri efningar og kveikt í þeim. Einum þeirra náði hann ekki að henda frá sér í tæka tíð og sprakk þá flugeldurinn framan í hann. Pilturinn var ekki með hlífðargleraugu. Hann missti ekki meðvitund en við komu á bráðamóttöku í Fossvogi gat hann ekki opnað augun (mynd 1). Við skoðun var mikill yfirborðsbruni og sót í báðum augum. Hann gat efnungis greinthandahreyfingar. Tölvusneiðmynd af andlitsbeinum var eðlileg. Augnskoðun í svæfingu sýndi blæðingu á hvítu augans á báðum augum, stór yfirborðssár og hlutþykktarskurði á hornhimnu (mynd 2). I vinstra auga var lítil forhólfsblæðing. Augun voru hreinsuð og Mynd 2. Tilfelli 1: Bjúgur, skurðir og sót í auga eftir skoteldasprengingu. LÆKNAblaðið 2010/96 763
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.