Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR myndun neikvæðra og ósveigjanlegra hugmynda um veikindi, sjúkdómseinkenni, vinnubrögð lækna og svo framvegis.12 Andlát móður Gunnars, heilsukvíðna mannsins sem lýst er fyrr £ greininni, stuðlaði til dæmis að þeim hugmyndum Gunnars að það sama ætti fyrir honum að liggja og móður hans, að veikjast og deyja fyrir aldur fram. Hann þróaði jafnframt með sér afar neikvæðar hugmyndir um veikindi, eins og að þau hlytu óhjákvæmilega að fela í sér miklar kvalir, bjargarleysi og örvæntingu. Gunnar leit einnig svo á að líkamleg einkenni mætti ávallt rekja til undirliggjandi sjúkdóms og að ekki væri á lækna treystandi til að greina sjúkdóma í tæka tíð. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringarlíkani af heilsukvíða (sjá mynd 1) verður eitthvert þýðingarmikið atvik, eins og að greinast með frumubreytingar í leghálsi, til þess að þær hugmyndir sem fyrir eru um veikindi ýfast upp. Þrálátrar tilhneigingar fer svo að gæta til að túlka líkamleg einkenni, eðlilegar líkamsbreytingar og heilsutengdar upplýsingar, til dæmis frá læknum eða niðurstöður læknisrannsókna, til marks um veikindi eða hættu á að veikjast alvarlega í náinni framtíð. Styrkur þessarar túlkunar ræðst af samspili eftirfarandi þátta: Líkum sem viðkomandi telur á að veikjast, hversu slæm hann álítur að veikindin yrðu, þeim bjargráðum sem viðkomandi telur sig búa yfir til að fást við veikindin og þeim utanaðkomandi þáttum sem hann telur að gætu komið sér til aðstoðar. Samspil þessara þátta má sjá á mynd 2. Samkvæmt mynd 2 getur kvíðinn orðið mikill þrátt fyrir að líkur á veikindum séu metnar litlar, þar sem viðkomandi gæti álitið það hroðalegt að veikjast með ákveðnum hætti og séð fyrir sér hægfara og kvalarfullt andlát, svo dæmi sé nefnt. Kvíðinn yrði enn meiri liti viðkomandi svo á hann yrði ófær um að takast á við veikindin og að það væri ekkert sem læknavísindin gætu gert til að lina þjáningar hans. Sýnt hefur verið fram á að heilsukvíðnir meti hættuna meiri en aðrir á að veikjast af sjúkdómum13 og þeir eru jafnframt líklegri en aðrir til að álíta sig veila og illfæra um að fást við streitu.14 Skekkt úrvinnsla upplýsinga Samkvæmt hugrænni kenningu vinna ein- staklingar með heilsukvíða úr heilsutengdum upplýsingum í samræmi við hugmyndir um veik- indi og gætir ríkrar tilhneigingar til að gera ráð fyrir því versta, horfa framhjá meinlausum skýringum á einkennum og taka upplýsingar úr samhengi.15 Gunnar varð til dæmis mjög upptekinn af ósértæku flekkjunum sem sáust við segulómskoðun og leiddi hjá sér þau Mynd 1. Skýringarmynd af heilsukvíða.12 ummæli læknisins að engin teikn væru um MS- sjúkdóminn. Athygli fólks með heilsukvíða beinist sérstak- lega að áreitum eða upplýsingum sem styðja þær hugmyndir sem fyrir eru, meðan upplýsingar sem benda til annars njóta minni athygli.12 Það geta annars vegar verið utanaðkomandi upplýsingar sem fanga athygli heilsukvíðinna, eins og að heyra umfjöllun um tiltekinn sjúkdóm í fjölmiðlum. Rannsókn frá 1999 benti til þess að heilsukvíðnir ættu auðveldara með að muna heilsutengd orð en önnur orð og kom þessi skekkja ekki fram hjá samanburðarhópi.16 Þá benti önnur rannsókn til að heilsukvíðnir ættu auðveldara með að muna orð tengd sársauka.17 Athygli heilsukvíðinna beinist hins vegar að líkamlegum einkennum og líkamsbreytingum. Til dæmis gæti manneskja fylgst grannt með nýjum fæðingarblettum og óttast að um sortuæxli væri að ræða.18 Þekkt er að fólk finni meira fyrir eðlilegum líkamlegum óþægindum beini það athyglinni að þeim,19 og því er hætt við að heilsukvíðnir magni upp hjá sér þau einkenni sem fyrir eru og telji þau stafa af undirliggjandi veikindum. Lífeðlisleg viðbrögð Hugsanir um alvarleg veikindi vekja gjarnan upp kvíða og streitu, jafnvel sorg og reiði. Þessum tilfinningum fylgja örvunartengd viðbrögð eins og aukinn hjartsláttur, vöðvaspenna, Áætlaðar líkur x Áætlaður kostnaður, á veikindum hroðaleiki og byrði veikinda Kvíði =---------------------------------------------------- Áætluð bjargráð til Áætlaðir ytri þættir að fást við veikindi + sem koma til aðstoðar Mynd 2. Lífeðlisleg viðbrögð LÆKNAblaðið 2010/96 757
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.