Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI búið um með sýklalyfjasmyrslum og grisjum. Daginn eftir voru líknarbelgslinsur (Prokera(R)) lagðar í bæði augu. Meðferð var hafin með steradropum, sýklalyfjadropum og augndropum sem víkka ljósop. Einnig var drengurinn settur á tetracyclín-töflur og á háa skammta af C-vítamíni. Tetracyclín verndar gegn skaða í uppistöðuvef (stroma) hornhimnu.3 C-vítamín (askorbínsýra) flýtir gróanda og notkun þess í alvarlegum bruna á hornhimnu er tengd betri útkomu á sjón, en C-vítamín hefur andoxandi eiginleika.4 Þremur vikum eftir áverkann var líðan allgóð, en drengurinn kvartaði um augnþurrk. Sjónskerpa var 0,7 á báðum augum. Hornhimnusárin voru gróin en djúp ör á báðum hornhimnum. Skoðun var gerð rétt rúmu ári eftir slys og var líðan hans góð. Hann hafði ekki verið að nota neina augndropa. Við skoðun var sjónskerpa á hægra auga 1,0 og 0,8 á vinstra auga. Það var enn að sjá sót í augnslímhúð beggja vegna og einnig í homhimnu (sjá mynd 3). Ör voru til staðar á hornhimnu. Að öðru leyti var skoðun eðlileg, forhólf, augasteinn og augnbotn í lagi. Mynd 4. Tilfelli 2: Sneiðmynd afhöfði. Örin bendir á glerflís í vinstra auga eftir skoteldasprengingu. Sjúkratilfelli 2 Unglingspiltur var ásamt yngri bróður sínum að taka í sundur og tæma púður úr flugeldinum „Víti" sem hann hafði keypt sjálfur. Þegar hann var að klippa upp síðasta kínverjann hljóp neisti í púðrið og staukurinn sprakk í höndunum á honum. Pilturinn var ekki með hlífðargleraugu. Við sprenginguna brotnaði gluggarúða sem hann stóð við og fíngerð glerbrot úr sprengjuílátinu þeyttust yfir hann og yngri bróðurinn. Til marks um kraft sprengingarinnar holaðist stórt stykki úr gluggakistu sem hann hélt ílátinu yfir. Hann var fluttur á bráðadeild í Fossvogi með mörg blæðandi sár á vinstri hendi og framhandlegg, auk áverka í andliti og augum. Við skoðun á slysadeild sáust mörg blæðandi sár og sótagnir í andliti, augnlokum og víðar. Sjúklingur lýsti óbreyttri sjón á hægra auganu og voru minni háttar yfirborðsáverkar þar á hornhimnu. Með vinstra auga greindi hann aðeins ljós og útlínur en ekki fingur í eins metra fjarlægð. Sjáaldur á vinstra auga var niðurdregið og dropalaga. Hornhimnan virtist heil en blóð í forhólfi byrgði fyrir innsýn í augnbotn. A hvítunni, innan við hornhimnu, var svartur depill sem líktist sári eða sóti. Gerð var tölvusneiðmynd af höfði sem sýndi aðskotahlut, ef til vill glerbrot, inni í vinstra auga. Að auki sáust minni aðskotahlutir í augnlokum og annarsstaðar í andliti. Röntgenmynd af framhandleggjum sýndi einnig fjölda aðskotahluta. Augnskurðaðgerð var gerð í svæfingu, glerflísar fjarlægðar úr yfirborði beggja augna og andlitshúð. A vinstra auga voru skurðir á hvítu og hornhimnu saumaðir og gerð glerhlaupsaðgerð til að fjarlægja glerflís, sem hafði farið inn í vinstra augað innanvert, hrokkið af afturvegg augans og sat í utanverðu glerhlaupinu. Drengurinn fékk sýklalyf í æð og staðbundna meðferð með steradropum, sýklalyfjakremi og augndropa til að víkka ljósop í vinstra auga. Hann lét vel af sér daginn eftir aðgerð og gat talið fingur í tveggja metra fjarlægð. A þriðja degi var sýklalyfjagjöf í æð hætt og útskrifaðist sjúklingur heim. Viku síðar mældist sjónskerpa á vinstra auga 0,6. Sjónhimna lá að augnbotni og augasteinn var tær. Fjórum vikum eftir aðgerð var sjónskerpa orðin 1,0 á vinstra auga. Umræða Hér hefur tveimur alvarlegum augnslysum eftir fikt með flugelda verið lýst. í báðum tilfellum höfðu unglingsdrengir keypt flugelda er nefnast „Víti", og reynt að búa til sprengjur sem síðan sprungu í höndunum á þeim. Augnáverkar af völdum flugelda og heimatil- 764 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.