Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2010, Page 28

Læknablaðið - 15.12.2010, Page 28
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI búið um með sýklalyfjasmyrslum og grisjum. Daginn eftir voru líknarbelgslinsur (Prokera(R)) lagðar í bæði augu. Meðferð var hafin með steradropum, sýklalyfjadropum og augndropum sem víkka ljósop. Einnig var drengurinn settur á tetracyclín-töflur og á háa skammta af C-vítamíni. Tetracyclín verndar gegn skaða í uppistöðuvef (stroma) hornhimnu.3 C-vítamín (askorbínsýra) flýtir gróanda og notkun þess í alvarlegum bruna á hornhimnu er tengd betri útkomu á sjón, en C-vítamín hefur andoxandi eiginleika.4 Þremur vikum eftir áverkann var líðan allgóð, en drengurinn kvartaði um augnþurrk. Sjónskerpa var 0,7 á báðum augum. Hornhimnusárin voru gróin en djúp ör á báðum hornhimnum. Skoðun var gerð rétt rúmu ári eftir slys og var líðan hans góð. Hann hafði ekki verið að nota neina augndropa. Við skoðun var sjónskerpa á hægra auga 1,0 og 0,8 á vinstra auga. Það var enn að sjá sót í augnslímhúð beggja vegna og einnig í homhimnu (sjá mynd 3). Ör voru til staðar á hornhimnu. Að öðru leyti var skoðun eðlileg, forhólf, augasteinn og augnbotn í lagi. Mynd 4. Tilfelli 2: Sneiðmynd afhöfði. Örin bendir á glerflís í vinstra auga eftir skoteldasprengingu. Sjúkratilfelli 2 Unglingspiltur var ásamt yngri bróður sínum að taka í sundur og tæma púður úr flugeldinum „Víti" sem hann hafði keypt sjálfur. Þegar hann var að klippa upp síðasta kínverjann hljóp neisti í púðrið og staukurinn sprakk í höndunum á honum. Pilturinn var ekki með hlífðargleraugu. Við sprenginguna brotnaði gluggarúða sem hann stóð við og fíngerð glerbrot úr sprengjuílátinu þeyttust yfir hann og yngri bróðurinn. Til marks um kraft sprengingarinnar holaðist stórt stykki úr gluggakistu sem hann hélt ílátinu yfir. Hann var fluttur á bráðadeild í Fossvogi með mörg blæðandi sár á vinstri hendi og framhandlegg, auk áverka í andliti og augum. Við skoðun á slysadeild sáust mörg blæðandi sár og sótagnir í andliti, augnlokum og víðar. Sjúklingur lýsti óbreyttri sjón á hægra auganu og voru minni háttar yfirborðsáverkar þar á hornhimnu. Með vinstra auga greindi hann aðeins ljós og útlínur en ekki fingur í eins metra fjarlægð. Sjáaldur á vinstra auga var niðurdregið og dropalaga. Hornhimnan virtist heil en blóð í forhólfi byrgði fyrir innsýn í augnbotn. A hvítunni, innan við hornhimnu, var svartur depill sem líktist sári eða sóti. Gerð var tölvusneiðmynd af höfði sem sýndi aðskotahlut, ef til vill glerbrot, inni í vinstra auga. Að auki sáust minni aðskotahlutir í augnlokum og annarsstaðar í andliti. Röntgenmynd af framhandleggjum sýndi einnig fjölda aðskotahluta. Augnskurðaðgerð var gerð í svæfingu, glerflísar fjarlægðar úr yfirborði beggja augna og andlitshúð. A vinstra auga voru skurðir á hvítu og hornhimnu saumaðir og gerð glerhlaupsaðgerð til að fjarlægja glerflís, sem hafði farið inn í vinstra augað innanvert, hrokkið af afturvegg augans og sat í utanverðu glerhlaupinu. Drengurinn fékk sýklalyf í æð og staðbundna meðferð með steradropum, sýklalyfjakremi og augndropa til að víkka ljósop í vinstra auga. Hann lét vel af sér daginn eftir aðgerð og gat talið fingur í tveggja metra fjarlægð. A þriðja degi var sýklalyfjagjöf í æð hætt og útskrifaðist sjúklingur heim. Viku síðar mældist sjónskerpa á vinstra auga 0,6. Sjónhimna lá að augnbotni og augasteinn var tær. Fjórum vikum eftir aðgerð var sjónskerpa orðin 1,0 á vinstra auga. Umræða Hér hefur tveimur alvarlegum augnslysum eftir fikt með flugelda verið lýst. í báðum tilfellum höfðu unglingsdrengir keypt flugelda er nefnast „Víti", og reynt að búa til sprengjur sem síðan sprungu í höndunum á þeim. Augnáverkar af völdum flugelda og heimatil- 764 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.