Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN 11,9% nauðungarvistaðir á einhverjum tímapunkti í veikindunum. Nauðungarvistun er ávallt umdeild aðgerð og ætti einungis að beita henni ef sjúklingi er lífshætta búin vegna vannæringar eða sjálfsvígshættu. Hvort þvingunum er beitt of mikið eða of lítið miðað við önnur lönd, er erfitt að segja þar sem löggjöfin er ekki sú sama, en tíðni nauðungarvistana vegna lystarstols hefur verið lýst frá 4-30% á Vesturlöndum.21 Þeir sem hafa verið nauðungarvistaðir eru líklegri en aðrir til að hafa áður verið lagðir inn vegna lystarstols, sýnt sjálfsskaðandi hegðun og/eða gert sjálfsvígstilraun. Niðurstöður okkar sýna hækkandi tíðni sjálfsskaðandi hegðunar milli tímabila en tíðni sjálfsvígstilrauna var há og hélst óbreytt. Þessar niðurstöður eru í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýnt hafa tíðnina 13- 68%.22 Styrkur þessarar rannsóknar er áreiðanleiki sjúkdómsgreininga í sjúklingahópnum. Sá mikli fjöldi sem útilokaður var úr upphaflega þýðinu sýnir hversu óáreiðanlegar rannsóknir geta verið ef þær byggja eingöngu á tölum frá miðlægum gagnagrunnum. Vegna smæðar íslands var hægt að gera rannsókn sem náði yfir allar geðdeildir landsins og fáum við því yfirsýn yfir heila þjóð. Eðli málsins samkvæmt er því erfitt að finna samanburðarrannsókn í öðrum löndum. Langur eftirfylgdartími, að meðaltali tæp tíu ár, (bil fjórir mánuðir til 25,5 ár) er einnig styrkur og flestar breytur sem leitað var að höfðu verið skráðar í sjúkraskrá. Veikleiki rannsóknarinnar er helst hversu rann- sóknarhópurinn er lítill (N=84) en það er bein afleiðing smæðar þjóðarinnar. Hins vegar voru niðurstöður okkar sambærilegar við hliðstæða rannsókn frá Danmörku.8 Þó að lifun sjúklinga sé betri samkvæmt þessari rannsókn en erlendis,6,7 segir það ekki til um hver raunverulegur bati þeirra var á tímabilinu. Ekki var hægt að skoða hvort ákveðin fæðingartímabil hefðu áhrif á nýgengið. Mögulegt er að rannsóknin hafi misst af sjúklingum með lystarstol sem lagst hafa inn vegna annarra alvarlegra geðraskana, eins og alvarlegs þunglyndis, geðrofssjúkdóma eða alvarlegs fíkni- sjúkdóms. Hafa þá lystarstolseinkenni fallið í skuggann og ekki verið greind. Lokaorð Ljóst er að fáir sjúklingar leggjast inn á geð- deiidir á íslandi vegna lystarstols, en inn- lagnir eru langar og endurinnlagnir algengar. Sjúklingar hafa flókna og margbreytilega sjúk- dómsmynd þar sem sjálfsvígstilraunir og sjálfs- skaði eru algeng. Áherslur í framtíðinni hljóta að vera að bæta þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Mikilvægt er að þróa fjölbreyttari eftirmeðferðarúrræði með mismun- andi þarfir sjúklinga í huga. Hugmynd að eftirfylgdarrannsókn væri að fá sjúklingana í klínískt viðtal, meta hversu margir hafa náð fullum bata og hvernig þeir upplifðu innlögn á geðdeildum. Frekari faraldsfræðirannsóknir um sjúklinga með lystarstol vantar hér á landi, sem og að skoða hvort lystarstol sé að aukast í almennu þýði. Þakkir fá læknaritarar geðdeildar Landspítala og barna- og unglingageðdeildar. Heimildir 1. Currin L, Schmidt U, Treasure J, Jick H. Time trends in eating disorder incidence. Br J Psychiatry 2005; 186:132-5. 2. Hoek HW. Incidence, prevalence and mortality of anorexia nervosa and other eating disorders. Curr Opin Psychiatry 2006; 19: 389-94. 3. Hoek HW, van Hoeken D. Review of the prevalence and incidence of eating disorders. Int J Eat Disord 2003; 34: 383- 96. 4. Klein DA, Walsh BT. Eating disorders: clinical features and pathophysiology. Physiol Behav 2004; 81: 359-74. 5. The ICD-10 Classification of Mental and Behavioral Disorders: Diagnostic Criteria for Research. World Health Organisation, Geneva 1993. 6. Steinhausen HC. The outcome of anorexia nervosa in the 20th century. Am J Psychiatry 2002; 15:1284-93. 7. Emborg C. Mortality and causes of death in eating disorders in Denmark 1970-1993: a case register study. Int J Eat Disord 1999; 25: 243-51. 8. Nielsen S. The Epidemiology of Anorexia-Nervosa in Denmark from 1973 to 1987 - a Nationwide Register Study of Psychiatric Admission. Acta Psychiatr Scand 1990; 81:507-14. 9. Thorsteinsdottir G, Ulfarsdottir L. Eating disorders in college students in Iceland. Eur J Psychiatr 2008; 22:107-15. 10. Stefánsson JG, Líndal E. Algengi geðraskana á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Læknablaðið 2009; 95: 559-64. 11. Ahlbom A. Biostatistik för epidemiologer. Appendix med övningsopgifter och lösningar av Lars Alfredsson. Studentlitteratur, Lund 1990. 12. Ahlbom A, Norell S. Grundema i Epidemiologi. Studentlitteratur, Lund 1987. 13. Hagstofa íslands. Mannfjöldi eftir kyni og aldri 1841-2009. hagstofa.is/ apríl 2009. 14. Milos G, Spindler A, Schnyder U, Martz J, Hoek HW, Willi J. Incidence of severe anorexia nervosa in Switzerland: 40 years of development. Int J Eat Disord 2004; 36:118-9. 15. Godart NT, Flament MF, Lecrubier Y, Jeammet P. Anxiety disorders in anorexia nervosa and bulimia nervosa: co-morbidity and chronology of appearance. Eur Psychiatry 2000; 15: 38-45. 16. Root TL, Pinheiro AP, Thornton L, et al. Substance Use Disorders in Women with Anorexia Nervosa. Int J Eat Disord 2010; 43:14-21. 17. Kahn C, Pike KM. In search of predictors of dropout from inpatient treatment for anorexia nerv7osa. Int J Eat Disord 2001; 30: 237-44. 18. Strik Lievers L, Curt F, Wallier J, et al. Predictive factors of length of inpatient treatment in anorexia nervosa. Eur Child Adolesc Psychiatry 2009; 18: 75-84. 19. McKnight RF, Park RJ. Atypical antipsychotics and anorexia nervosa: a review. Eur Eat Disord Rev; 18:10-21. 20. Camey T, Tait D, Richardson A, Touyz S. Why (and when) clinicians compel treatment of anorexia nervosa patients. Eur Eat Disord Rev 2008; 16:199-206. 21. Santonastaso P. Compulsory treatment in anorexia nervosa. It J Psychopathology 2009: 205-9. 22. Skarderud F, Sommerfeldt B. [Self-harm and eating disorders]. Tldsskr Nor Laegeforen 2009; 129: 877-81. 23. Keel PK, Dorer DJ, Eddy KT, Franko D, Charatan DL, Herzog DB. Predictors of mortality in eating disorders. Arch Gen Psychiatry 2003; 60:179-83. 752 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.