Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR einkennast af miklum kvíðaeinkennum, þrálátum hugsunum um ógnina og litlu óvissuþoli. í báðum röskununum sækja óþægilegar hugsanir að sjúklingunum og valda þeim kvíða. Einstaklingar með þráhyggjuárátturöskun og þeir sem haldnir eru heilsukvíða leitast við að minnka kvíðann með öryggisráðstöfunum. Sá sem haldinn er þráhyggju og áráttu kann til dæmis að ganga ítrekað úr skugga um að slökkt sé á eldavélinni en sá heilsukvíðni kann að leita ítrekað til læknis til að fullvissa sig um hann sé ekki alvarlega veikur. Slíkar ráðstafanir slá aðeins á kvíðann til skamms tíma og eiga í raim þátt í að viðhalda vandanum.15 Einnig hefur svipuð meðferð með serótónín- endurupptökuhemlum borið árangur.25 Meðhöndlun heilsukvíða Heilsukvíði þótti löngum illviðráðanlegur vandi en með tilkomu nýlegra rannsóknamiðurstaðna hafa þessar hugmyndir tekið að breytast. Teknar hafa verið saman helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið á árangri mismunandi meðferðarforma við heilsukvíða.20 Hugræn atferlismeðferð og flúoxetín reyndust vera árangursríkustu með- ferðarinngripin með áhrifastærðir (effect sizes) 2,05 og 1,92, sem samsvarar mjög góðum meðferðarárangri.27 Arangur hugrænnar atferlis- meðferðar virðist haldast, í það minnsta ári eftir að hún er veitt, en ekki er vitað hvort það sama eigi við þegar töku lyfja er hætt. Þá mætti rannsaka betur hvort auka megi árangurinn með því að sameina hugræna atferlismeðferð og lyfjameðferð. Einnig hefur komið í ljós að fræðsla ber góðan árangur við vægum heilsukvíða, en þá er veitt fræðsla í nokkur skipti um áhrif hugarfars, athygli, öryggisráðstafana og streitu á vandann.28'31 Þegar einstaklingur með heilsukvíða leitar til læknis er sérlega mikilvægt að sýna hlýju og skilning. í töflu II má finna frekari ráð um hvernig beri að nálgast fólk með heilsukvíða. Mælt er með að viðkomandi sé rannsakaður vandlega í upphafi þar sem tilvist heilsukvíða útilokar ekki að líkamlegur sjúkdómur kunni að vera á ferðinni. Að þessum rannsóknum loknum er mælt með að sneitt sé hjá frekari rannsóknum þar sem þær geta, eins og fram er komið, átt þátt í að viðhalda heilsukvíða. I framhaldinu er mikilvægt að skoða með viðkomandi hvort meinlausar skýringar kunni að vera á einkennunum. Mikilvægt er að draga aldrei í efa líkamleg óþægindi viðkomandi, heldur aðeins þá hugmynd að einkennin séu til marks um alvarleg líkamleg veikindi. Gott er að útskýra að líkaminn sé sjaldnast einkennalaus og að líkamleg Tafla II. Leiðir til að fást við heilsukviða.™ Það sem ber að gera • Sýna þjáningu viðkomandi samúð og skilning • Samþykkja líkamlegar umkvartanir viðkomandi • Grennslast fyrir um ástæður þess að viðkomandi telji sig veikan • Skoða með viðkomandi hvort meinlausar skýringar kunni að vera á líkamlegum óþægindum • Fara yfir hugmyndir viðkomandi um vandann og reyna að leiðrétta misskilning • Setja hugræna atferlismeðferð fram sem möguleika sem viðkomandi tapi engu á að prófa, þar geti hann öðlast betri skilning á heilsufarsáhyggjum sínum • Benda á að þó að líkamleg óþægindi kunni að eiga sér vefrænar ástæður, geti hugræn atferlismeðferð hjálpað viðkomandi að fást við þau • Ræða ókosti þess að flækjast milli lækna Það sem ber að forðast • Senda viðkomandi í ónauðsynlegar rannsóknir • Hughreysta viðkomandi með því að segja honum ítrekað að ekkert sé að • Gefa í skyn að umkvartanir séu ímyndun eða taugaveiklun • Gefa viðkomandi lyf við líkamlegum kvillum • Leiðast út i þras eða rökræður í stað þess að skoða málin í sameiningu • Óreglulega og „einkennamiðaða" fundi. Betra er að bjóða viðkomandi að koma reglulega í eftirlit óþægindi tengist oft eðlilegum breytingum á líkamsstarfsemi sem meðal annars geta hlotist af breyttu svefnmynstri, mataræði, hreyfingu eða örvun tengdri kvíða eða öðrum tilfinningum. Kvíði einn og sér lýsi sér í fjölda líkamlegra einkenna, svo sem vöðvaspennu, slappleika, verkjum, svima, dofa, meltingartruflunum og auknum hjartslætti.20 Ræða má hvort viðkomandi vilji aðstoð við að fást við heilsukvíðann og hverju það myndi breyta fyrir hann ef hann næði tökum á kvíðanum. Nefna má hugræna atferlismeðferð sem kost sem viðkomandi tapi engu á að reyna, hann geti í það minnsta lært að höndla einkennin betur og minnka heilsufarsáhyggjur og streitu. Þá megi jafnframt bæta líðanina með lyfjameðferð. Lyfjameðferð Lyfjameðferð, helst með serótónín-endurupp- tökuhemlum (SSRI), hefur reynst nokkuð vel við heilsukvíða þrátt fyrir að fátt sé um tvíblindar rannsóknir. Mikilvægt er að með- höndla aðrar samhliða geðraskanir, svo sem þunglyndi, felmtursröskun og áráttu- og þrá- hyggjuröskun. Hafi heilsukvíðinn komið í kjölfar annarrar geðröskunar nægir oft að meðhöndla frumvandann til að heilsukvíðinn minnki. Með serótónín-endurupptökuhemlum er oft hægt að slá tvær flugur í einu höggi þegar kemur að Tafla III. Lyfjameðferð og skammtar. Lyf Upphafsskammtur Viðmiðunarskammtur Flúoxetin 5-10mg/dag 20-80mg/dag Cítalopram 10mg/dag 20-40mg/dag Paroxetín 10mg/dag 20-50mg/dag Sertralín 12,5-25mg/dag 50-200mg/dag LÆKNAblaðið 2010/96 759
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.