Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 46
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
ÖLDUNGADEILD LÍ
segja neinum öðrum en sér frá krókódílunum.
Maðurinn slapp við að vera lagður á geðspítala
og hélt vinnu sinni með því að koma reglulega á
göngudeildina til hans.
Asher lýsti fyrstur í breska læknablaðinu
árið 1949 14 sjúklingum með geðbilun af
skjaldvakaskorti, Myxoedematous Madness, sem
hann fann flesta á bráðamóttökunni. A sama hátt
greindi hann sjúklinga sem voru haldnir þeirri
áráttu að gera sér upp bráð veikindi, og kallaði
þetta Munchausen's Syndrome sem er síðan notað
í læknisfræðinni (Lancet 1951). Hann lýsti þremur
tilbrigðum:
1. Lapcirotomophilia migrans (kviðskurðarfíkn).
2. Haemorrhagica histrionica (blæðingarbull).
3. Neurologica diabolica (yfirliðsleikur).
Við undirsátar hans vorum boðnir í kvöld-
verðarboð hjá Asherfjölskyldunni. Eftir mat
var farið í leiki sem reyndu miklu meira á
heilastarfsemi gestanna en heimilismanna. Símirm
hringdi margsinnis og var þar sambýlismaður
dótturinnar Jane, Paul nokkur McCartney bítill
sem leigði í kjallaranum hjá dr. Asher, að reka á
eftir henni að koma í partý með Bítlum og Rolling
Stones, en við vorum greinilega skemmtilegri
félagsskapur.
Asher var hlýr maður og mikill húmoristi. A
jóladag um hádegisbil kom hann á deildirnar
uppáklæddur í kjólföt með svuntu og húfu,
skar jólakalkúninn handa sjúklingunum, skálaði svolítið góðglaðir í gamla Bentleynum hans eftir
við þá í viskí og sagði brandara. Ég lýk þessum (sem betur fer) tómum götum Lundúnaborgar
endurminningum þar sem við Asher ökum síðdegis á jóladag.
Bækur með ritgerðum Richards Asher
Richard Asher talking sense. Edited by Sir Francis Avery Jones. Pitman Medical
1972.
A Sense of Asher. A new miscellany. British Medical Association 1984.
Bókadómar Asher
„Muddy waters may look deeper than they are, and a muddy style lends a certain
profundity to this book.“
„Professor Wintrobe, dealing with haematology, certainly knows what he is talking
about; but I am not sure that his readers will.“
„As the book is for general practioners, to provide them with so much detail and so
many references seems rather like giving the complete 16-volume Oxford Dictionary
to a foreign tourist. Quite a high proportion of the few facts in the book are correct
and the pictures are cleverly drawn."
„Like many others who feel uncomfortable in the world of sense, he tries to sell us
tickets to the land of nonsense. The journey is difficult and the destination obscure."
Fleyg orð Asher
„It is not always worth the discomforts of major surgery to get minor recovery."
„The difference between the maniac and the schizophrenic laugh is - mania and
the world laughs with you - schizophrenia and you smile alone.“
„Once a man is a doctor he usually does all he can to acquire a dignified uniformity
with the remainder of his species."
„Despair is best treated with hope, not dope.“
Heilbrigðisstofnunin
Sauðárkróki
Læknir
- Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki auglýsir laust til umsóknar starf heilsugæslulæknis við stofnunina.
Staðan er laus frá 1. mars 2011 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% stöðu auk vakta á
heilsugæslu.
Starfskjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags íslands.
Leitað er að læknum með víðtæka almenna reynslu. Sérfræðimenntun í heimilislækningum er æskileg. Áhersla
er lögð á hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.
Nánari upplýsingar veitir Örn Ragnarsson, yfirlæknir heilsugæslu, orn@hskrokur.is sími 455-4000.
Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist Hafsteini Sæmundssyni, forstjóra, fyrir 1. febrúar
2011, hafsteinn@hskrokur.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráöningu hefur verið tekin.
782 LÆKNAblaðið 2010/96