Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla III. Geðlyfjameðferð í fyrstu legu lystarstolssjúklinga á geðdeild, borín saman milli timabila. Lyf Fyrra tímabil (1983-1995) N (%) Seinna tímabil* (1996-2008) N (%) p-gildi Þunglyndislyf 6 (23,1) 37 (64,9) 0,001 Sefandi lyf 2 (7,7) 20 (35,1) 0,008 Róandi lyf 5(19,2) 7(12,3) 0,503 Andhistamín 3(11,5) 4 (7,0) 0,672 ‘Upplýsingar vantaði um einn einstakling. hann hafi verið nauðungarvistaður (r=0,324, p=0,003). Að sama skapi var fylgni milli annarrar sjálfsskaðandi hegðunar og nauðungarvistunar (rs=0,226, p=0,045). Meðalfjöldi innlagna á hvern sjúkling sem var nauðungarvistaður var 7,9 en 1,7 fyrir þá sem aldrei voru nauðungarvistaðir (p=0,032). Þyngdaraukning í innlögn Meðallíkamsþyngd í fyrstu innlögn jókst mark- tækt (p<0,01) frá innlögn til útskriftar, en sjúklingar þyngdust að meðaltali um 5,9 kg í innlögninni. Meðal líkamsþyngdarstuðull við fyrstu innlögn var svipaður milli tímabila, 15,9 á fyrra og 15,5 á seinna. Líkamsþyngdarstuðull við útskrift var að meðaltali aðeins hærri á seinna (17,8) en á fyrra tímabili (16,8), en náði ekki marktækni. Dreifing líkamsþyngdarstuðuls við fyrstu innlögn yfir allt tímabilið var 11,9-22,2 kg/ m2, en jókst að meðaltali frá innlögn til útskriftar úr 15,3 í 17,5 kg/m2 (p<0,01). Enginn tölfræðilegur munur var á þyngdaraukningu sjúklinga á BUGL milli fyrra og síðara tímabils. Sama átti við um sjúklinga á fullorðinsgeðdeildum. Neikvæð fylgni var milli líkamsþyngdarstuðuls við fyrstu innlögn og tímalengdar innlagnarinnar (r=-0,219, p=0,048), það er því lægri sem þyngdar- stuðull var við innlögn, því lengri var lega sjúklinganna á geðdeild. Marktæk aukning varð á meðferð með þung- lyndislyfjum (p<0,01) og geðrofslyfjum (p<0,01) frá fyrra tímabili til seinna, en meðferð með andhistamínum og róandi lyfjum minnkaði lítil- lega (tafla III). Sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígstilraunir Tuttugu og fimm sjúklingar (29,8%) gerðu eina eða fleiri sjálfsvígstilraunir á öllu tímabilinu. Þrjátíu og þrír sjúklingar (39,3%) sýndu einu sinni eða oftar sjálfsskaðandi hegðun sem taldist ekki til sjálfsvígstilraunar. Sjálfsvígstilraun var skilgreind sem verknaður af ásettu ráði sem leitt hefði getað til dauða ef inngrip hefði ekki komið til (til dæmis lyfjainntaka, djúpur blæðandi skurður eða skurður á hættulegu svæði eins og hálsi). Sjálfsskaðandi hegðun var skilgreind sem mirtni háttar sjálfsáverkar þar sem nánast var útilokað að viðkomandi hefði látist (til dæmis yfirborðslegar rispur, að lemja höfðinu í vegg eða klípa sig og klóra). Sextán þeirra 25 sem reyndu sjálfsvíg höfðu einnig sögu um sjálfsskaðandi hegðun á rannsóknartímabilinu. Átján þeirra 33 sem stunduðu sjálfsskaðandi hegðun höfðu einnig sögu um sjálfsvígstilraun. Hlutfallslega fleiri sýndu sjálfsskaðandi hegðun á seinna tímabilinu, en það náði ekki marktækni. Flestir sem leituðu á slysa- og bráðamóttöku vegna sjálfsvígstilraunar höfðu tekið inn ofskammt lyfja (n=16). Fimm sjúklingar leituðu til slysa- og bráðamóttöku vegna skurða í sjálfsvígstilgangi. Umræða Rannsóknin sýnir að nýgengi innlagna vegna lystarstols á geðdeildum á íslandi hækkaði marktækt milli tímabilartna 1983-1995 og 1996- 2008. Línulegur stígandi greindist á nýgengi inn- lagna yfir allt tímabilið. Hjá konum varð tæplega tvöföldun á nýgengi. Aukninguna má rekja til fleiri innlagna á BUGL, en nýgengið hélst svipað á fullorðinsgeðdeildum. Dánartíðni var hærri hjá konum með lystarstol en í stöðluðu þjóðarþýði fyrir aldur, kyn og eftirfylgdartíma. Hins vegar var dánartíðnin lág, 2,5% (samræmt dánarhlutfall 6,25), miðað við langan eftirfylgdartíma þar sem aðrar erlendar rannsóknir hafa sýnt dánar- tíðni á bilinu 5-9%.6'7 Ástæða lægri dánartíðni hér á landi gæti verið gott aðgengi að íslensku heilbrigðiskerfi og góð þjónusta. Félagslegur stuðningur og náin tengsl innan fjölskyldna gætu einnig verið verndandi þættir. Konurnar sem létust í þessari rannsókn létust ekki af völdum vannæringar og höfðu ýmsa af þeim áhættuþáttum sem vitað er að valda verri horfum lystarstolssjúklinga (tafla IV). Eina hliðstæða rannsóknin8 sem fannst var gerð í Danmörku á árunum 1973-1987 þar sem aukningu á nýgengi innlagna var einnig lýst. Nýgengi yfir allt tímabilið var það sama í dönsku rannsókninni og í þessari rannsókn. Nýgengi karla á öllu tímabilinu í íslensku rannsókninni var undir 1,0/100.000 á ári, í samræmi við það sem hefur áður verið birt.3-8 Danska rannsóknin er byggð á miðlægum gagnagrunni, án þess að farið sé yfir sjúkraskrár til að sannreyna réttmæti 750 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.