Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
greininga og rannsóknartímabilið var annað. Þetta
gerir samanburðinn á rannsóknunum erfiðan.
Þó að hugsanlega geti verið um að ræða
raunverulega aukningu á lystarstoli í almennu
þýði á fslandi, er erfitt að álykta um það út frá
þessari rannsókn. Innlagnir á geðdeildir vegna
alvarlegs lystarstols endurspegla aðeins lítinn
hluta lystarstolssjúklinga, því aðeins veikustu
sjúklingarnir leggjast inn. Erlendis virðist nýgengi
lystarstolssjúklinga í almennu þýði ekki hafa
aukist á undanförnum árum1'8-14 en rannsóknir
vantar á íslandi. Innlagnarþröskuldurinn hefur
hins vegar ekki lækkað ef miðað er við
líkamsþyngdarstuðul við innlögn, þannig að það
skýrir ekki aukninguna. Hugsanlega gæti hafa
orðið breyting á þjónustu dag- og göngudeilda
BUGL á tímabilinu og það leitt tíl fleiri innlagna,
en engar öruggar upplýsingar lágu fyrir um
þjónustu eða verklag heilsugæslu og skóla á þessu
tímabili. Dagdeild átraskana var stofnuð árið
2006 á fullorðinsgeðdeild og á árunum 2006-2008
fengu fimm nýgreindir sjúklingar með lystarstol
meðferð á henni, en mögulegt er að þeir hefðu
ella lagst inn á sólarhringsgeðdeild og nýgengi
innlagna því orðið enn hærra á seinna tímabilinu.
Legur sjúklinga á geðdeildum eru oft langar
og erfiðar og því brýnt að vel takist til. Það er
áhyggjuefni hversu há tíðni endurinnlagna (40%)
er á öllu tímabilinu og á seinna tímabilinu (1996-
2008) eykst fjöldi þeirra sem leggjast inn fimm
sinnum eða oftar. Þetta endurspeglar veikasta
hluta sjúklingahópsins og skort á viðeigandi
meðferðarúrræðum eftír útskrift af geðdeild.
Aldursdreifing og meðalaldur við fyrstu innlögn í
sjúklingahópnum virðist vera svipuð og erlendis3
en þar hefur meðalaldur við fyrstu innlögn haldist
óbreyttur síðustu 40 árin.14
Geðlæknar tilgreindu oftar hliðargeðraskanir
á seinna tímabilinu. Fáir sjúklingar fengu
kvíðaraskanagreiningu og þó að algengi
kvíðaraskana hafi hækkað upp í 13,8% á seinna
tímabili var það umtalsvert lægra en búist hafði
verið við, þar sem lífsalgengi erlendis hefur verið
lýst allt að 80%.15 Einnig er athyglisvert hve fáir
fengu fíkniraskanagreiningu á tímabilinu. Ný
bandarísk/evrópsk rannsókn sýnir að um 20%
sjúklinga með lystarstol þróa með sér áfengisfíkn
á lífsleiðinni og tæplega 26% lyfjafíkn.16 Eru þeir
í sérstakri áhættu sem stunda átköst/losunar-
hegðun samhliða svelti.
Meðallegutími jókst úr 86 dögum í 102 frá
fyrra til seinna tímabils, en munurinn náði
ekki marktækni. Meðallegutími styttist marktækt
á fullorðinsgeðdeildum á seinna tímabilinu
en þar varð mikil fækkun legurýma á milli
tímabila. Virðist sem þrýst hafi verið á hraðari
Tafla IV. Þættirsem hafa áhrifá horfur lystarstolssjúklinga.6 23
Verri horfur Betri horfur
Hærri aldur við greiningu Lægri aldur við greiningu
Mikið þyngdartap Lítið þyngdartap
Langvinnt lystarstol Sjúkdómseinkenni vara stutt
Losunarhegðun, til dæmis uppköst Lystarstol, aðhaldsgerð (e. restrictive AN)
Áráttu- og þráhyggjueinkenni Lítil/engin áráttu- og þráhyggjueinkenni
Röskuð tengsl innan fjölskyldu Gott samband við foreldra/maka
Félagsleg vandamál Góð efnahags- og félagsstaða
Persónuleikaraskanir Sefasýkis persónuleikaþættir (e. hysteric)
Fíkniraskanir (mest áfengissýki) Fyrri innlögn vegna geðslagsraskana
þyngdaraukningu í innlögnum á seinna tímabili
til að stytta legutíma og það síðan leitt til
aukins fjölda endurinnlagna. Legutími á BUGL
lengdist og er það vandtúlkað vegna smæðar
úrtaks. Meðallegutíminn virðist svipaður og lýst
hefur verið í Bandaríkjunum.17 í nýlegri franskri
rannsókn var meðallegutími vegna lystarstols 135
dagar hjá sjúklingum á aldrinum 12-22 ára.18
Meiri geðlyfjanotkun á seinna tímabili skýrist
að mestu leyti af aukinni notkun nýrra geðrofslyfja
sem auka matarlyst og slá á kvíða og depurð. Eru
það aðallega olanzapín, quetiapín og risperídón
sem hafa verið notuð. Notkun þeirra við
lystarstoli hefur byggst meira á tilraunagrunni
en að rannsóknir hafi raunverulega getað staðfest
verkun þeirra. Þessi lyf hafa reynst öruggari og
auðveldari í notkun en eldri geðrofslyf og hefur
það hugsanlega ýtt undir aukna notkun á þeim.
Astæða er tíl að vera gagnrýnin á notkun þessara
lyfja og velja vel þá sjúklinga sem gætu haft gagn
af þeim. Svipaða aukningu á notkun geðlyfja má
sjá erlendis, þó góðar rannsóknir vantí enn.19
Markmið rannsóknarinnar var ekki að meta
árangur meðferðar en þó var skoðuð ein mælistika
sem var þyngdaraukning í innlögn. Sjúklingar
þyngdust að meðaltali um 5,9 kg, sem er góður
árangur. Samt sem áður útskrifast sjúklingar að
meðaltali undir kjörþyngd (líkamsþyngdarstuðull
<17,5) og hefur því þyngdarmarkmiðum í mörg-
um tilvikum ekki verið náð, en það gæti aukið
líkur á endurinnlögn.
Ólíkt erlendum rannsóknum20 var ekki fylgni
milli þess hvort sjúklingur var nauðungarvistaður
og þess hvort hann fékk hliðargeðraskanir
á tímabilinu. Niðurstöður okkar sýndu þó
tilhneigingu í þá áttina (rs=0,205, p=0,061).
Einungis einn sjúklingur af 44 sem lögðust inn
á fullorðinsgeðdeildir var nauðungarvistaður
í fyrstu innlögn og verður það að teljast
lágt, þó erfitt sé að finna samanburðartölur.
Hins vegar voru níu sjúklingar til viðbótar
nauðungarvistaðir í endurinnlögnum og voru því
LÆKNAblaðið 2010/96 751