Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 45
U M R Æ Ð A Jóladagur á Central Middlesex Hospital. Minnisstæður lærifaðir Richard Asher MD, FRCP 1912-1969 Haustið 1963 kom ég til Lundúna til að hefja framhaldsnám, ókunnugur og talandi skólaensku. Fljótlega sótti ég um „húskarlsstöðu" (House Physician) hjá dr. Asher á Central Middlesex spítalanum. Þeir sem til þekktu vissu að þetta var vonlítið og brostu vorkunnsamir. En Asher var ólíkindatól og sagði aðstoðarlækninum sínum að hann gæti ómögulega látið á móti sér að heyra ekki næstu mánuðina þessa fomaldarensku sem Islendingurinn talaði. Ensk tunga átti hug hans, auk tónlistar og lyflæknisfræði með blóð- og efnaskiptasjúkdóma sem undirgreinar. Sjúkradeildin okkar var 25 rúma salur, hár til lofts og víður til veggja. Þeir sem gátu voru á róli eða sátu í stól því að Asher hafði skrifað grein í Lancet 1947 um hættur sem fylgdu rúmlegu, The Dangers of Going to Bed: „We should think twice before ordering our patients to bed and realise that beneath the comfort of the blanket there lurks a host of formidable dangers." Þama var hann langt á undan samtíð sinni. Þá var hann ótrúlega fljótur að finna ef eitthvað var óvenjulegt í sjúkrasögu eða skoðun sjúklinga. Eitt sirtn kom á vakt hjá mér bandarískur læknir með svæsna kviðverki, flókna sjúkrasögu og þurfti mikla verkjastillingu. Á stofugangi um morguninn hóf ég að þylja upp þrautasögu þessa kollega en komst ekki langt. Asher sagði snöggt við sjúklinginn: „Hvenær varðst þú lyfjafíkill?" Auk lyfjadeildarinnar stýrði Asher bráða- móttöku geðveikra (Mental Observation Ward) þar sem var öryggisklefi með leðurklæddum, mjúkum veggjum og gólfi (padded cell). Þangað var á vöktum stungið inn órólegum sjúklingum. Á stofugangi gekk Asher, sem var lágvaxinn og grannur, ætíð í fararbroddi, hiklaus og settist á gólfið. „Your fly is open!" (Þú ert með opna buxnaklauf) sagði hann eitt sinn við öskrandi risa sem varð svo hvumsa að æðið rann af honum. I annað skipti var hann ekki lengi að átta sig á að kolruglaður sjúklingur var aðeins skelfingu lostinn pólskur sjómaður sem Asher róaði með nokkrum orðum á pólsku og sendi síðan vaktmann með hann niður að höfn um borð í sitt skip. Lögreglan kom með ungan, snyrtilegan mann sem hafði kvartað undan því við frúna sem leigði honum herbergi að krókódílar syntu í klósettinu. Asher sendi hann heim með ströngu loforði um að hartn mætti aldrei Richard Asher. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Stjórn Öldungadeildar Sigurður E. Þorvaldsson formaður Jón Hilmar Alfreðsson ritari Tryggvi Ásmundsson gjaldkeri Guðmundur Oddsson Óli Björn Hannesson Öldungaráð Hörður Þorleifsson Höskuldur Baldursson Kristín Guttormsson Leifur Jónsson Páll Ásmundsson Vigfús Magnússon Vefsíða Öldungadeildar finnst meðal annarra vefsíðna sérfélaga á síðu LÍ. Árni Kristinsson LÆKNAblaðið 2010/96 781
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.