Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR mæði og meltingartruflanir. Þá má nefna að örvunartengd einkenni frá meltingarfærum geta verið ógleði, magakrampar og niðurgangur. Langvarandi streitutengd vöðvaspenna getur lýst sér í vöðvakippum, andþyngslum og verkjum. Heilsukvíðnir eiga oft erfitt með að trúa því að þessi einkenni séu meinlausir fylgifiskar kvíða.20 Öryggisráðstafanir Öryggisráðstafanir eru vamarviðbrögð sem ætlað er að koma í veg fyrir eða draga úr líkum eða áhrifum skynjaðrar ógnar, en geta jafnframt átt þátt í að viðhalda óraunhæfum hugmyndum um ógnina.12 H1 dæmis gæti manneskja sem óttast hjartaáfall tekið púlsinn á klukkutíma fresti og lagst niður í hvert sinn sem hún finnur fyrir auknum hjartslætti. Þessar öryggisráðstafanir aftra því að hún komist að því að ekkert alvarlegt gerist þótt hún sleppi þessum ráðstöfunum, hún sé hraust og þoli eðlilegt álag. Ásókn í hughreystingu Augljósasta öryggisráðstöfunin meðal heilsu- kvíðinna er að sækja ítrekað í hughreystingu (reassurance) en hún getur falist í að spyrja maka eða fjölskyldumeðlimi út í einkenni eða lýsa einkennum ítrekað fyrir öðrum. Hún getur einnig einkennst af lestri um sjúkdóma eða endurteknum heimsóknum til lækna og beiðni um læknisrannsóknir. Hughreystingin felst þá í því að utanaðkomandi aðili, oft læknir, komi því ítrekað á framfæri að ekkert alvarlegt sé að, oft með vísun í niðurstöður læknisskoðunar og rannsókna.20 Það er freistandi að veita heilsukvíðnum hughreystingu en það gerir þeim lítið gagn og kann fremur að ýta undir heilsukvíðann þegar til langs tíma er litið.15'20 Hughreystingin slær í fyrstu á kvíðann en kvíðinn tekur sig oftast upp á innan við sólarhring frá því að hughreysting er veitt.13- 21 Hætt er við að ásóknin í hughreystingu festist í sessi hjá þeim heilsukvíðna, sem leið til að fást við kvíða, og er það óheppilegt þar sem um skammvinna lausn er að ræða sem krefst ítrekaðrar hughreystingar. Viðkomandi getur þannig orðið háður öðrum um hughreystingu sem ýtt getur irndið bjargarleysi hans og ósjálfstæði. Þá stuðla þessi viðbrögð að því að viðkomandi verji mun meiri tíma í umræður um heilsufar sitt, sem getur gert hann enn meðvitaðri um þau einkenni sem hann hræðist.20 Eins er hætt við að viðkomandi fái misvísandi upplýsingar frá öðrum, sem grafið getur undan trausti á aðra.15 Heilsukvíðnir þrá að komast til botns í því hvað hrjáir þá og vilja sumir frekar fá einhverja greiningu en að kljást við óvissuna. Ummæli Woodys Allen í hlutverki manns með heilsukvíða í myndinni Deconstructing Harry lýsa þessu vel: „Fallegustu orðin í enskri tungu eru ekki ég elska þig heldur það er góðkynja." Líkamsskönnun Algengt er að einstaklingar með heilsukvíða skanni líkamann reglulega í leit að útlits- breytingum eða líkamsósamhverfu. Algeng er þreifing á ákveðnum stöðum eins og hálsi eða brjóstum til að athuga hvort eitthvað óvenjulegt finnist þar. Endurtekin þreifing getur framkallað eymsli sem eru svo túlkuð á versta veg. Jafnvel þótt engin eymsli hljótdst af, viðheldur líkamsskönnunin aukinni meðvitimd um líkamann, sem gerir það að verkum að fólk tekur betur eftir ýmsum eðlilegum óþægindum og túlkar þau til marks um veikindi.15'20 Forðun Forðun getur lýst sér með ýmsum hætti. Hinn heilsukvíðni getur til dæmis forðast „áhættusama hegðun" eins og að reyna á sig líkamlega af hræðslu við að auka á einkennin og ofgera líkamanum sem álitinn er veikur fyrir. Þessi forðun kemur í veg fyrir að hann komist að því að hann hafi í raun eðlilegt úthald og að ekkert alvarlegt gerist þótt hann reyni á sig. Hreyfingarleysið stuðlar svo smám saman að verra líkamsformi sem gerir það að verkum að sá sem í hlut á finnur meira fyrir sleni, verkjum og spennu sem eru svo talin til marks um versnandi heilsufar, og vítahringur skapast.15 Heilsukvíðnir eiga það einnig til að forðast aðstæður sem aukið geta á heilsukvíðann. Þeir gætu til dæmis forðast að lesa minningargreinar eða hlýða á sjúkrasögur annarra. Sumir forðast læknisheimsóknir alfarið af ótta við að fá slæmar fregnir. Þessi viðbrögð hjálpa ekki, því þau aftra því að viðkomandi komist að því að ekkert alvarlegt sé að. Viðbrögðin geta einnig gert það að verkum að sá sem í hlut á komist of seint undir læknishendur, þá sjaldan eitthvað alvarlegt er að. Öll þessi forðunarviðbrögð koma í veg fyrir að sá heilsukvíðni komist að því að hann ráði við aðstæðumar.15'20 Heilsukvfði og þráhyggjuárátturöskun Margir telja að heilsukvíði ætti frekar að flokk- ast með kvíðaröskunum á borð við þrá- hyggjuárátturöskun í stað líkömnunarraskana. Margt styður að svo sé.22'26 Báðar raskanimar 758 LÆKNAblaðiö 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.