Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Samræmt dánarhlutfall var reiknað sem hlut-
fall látinna sjúklinga á rannsóknartímabili deilt
með hlutfalli áætlaðra dauðsfalla sambærilegs
þjóðarþýðis á tímabilinu.
Upplýsingar um sjálfsvígstilraunir og sjálfs-
skaðandi hegðun fengust úr skrifuðum nótum í
sjúkraskrám og stöðluðum spurningalistum sem
hluti sjúklinga hafði fyllt út í legu sinni á geðdeild.
Hliðargeðraskanir voru aðrar ICD geðraskanir
sem einstaklingar fengu á öllu rannsóknartíma-
bilinu samkvæmt sjúkraskrá. Þetta var óháð fyrstu
innlögn.
Tilskilin leyfi fyrir rannsókninni fengust hjá
Vísindasiðanefnd, Persónuvemd og lækninga-
forstjórum Landspítala og Fjórðungssjúkrahúss
Akureyrar.
Niðurstöður
Rannsóknartímabilið var 26 ár og var því skipt upp
í tvö jafnlöng tímabil við tölfræðigreiningu. Fyrra
tímabilið var frá 1983-1995 og hið síðara frá 1996-
2008. Niðurstöður voru þær að 84 einstaklingar af
140 (60%) reyndust með öruggri vissu vera með
lystarstol, þar af þrír með ódæmigert lystarstol.
Konur voru 79 talsins (94%) og voru á aldrinum
11- 46 ára. Karlar voru fimm (6%) og á aldrinum
12- 22 ára. Meðalaldur við fyrstu innlögn var 18,7
ár (±5,8) og varð ekki marktæk breyting milli
tímabila.
Á fyrra tímabili voru 26 sjúklingar lagðir inn
en 58 á seinna tímabili. Nýgengi kvenna jókst
marktækt, úr 2,93/100.000 á ári í 5,42 (RR=1,85;
95% CI 1,16-2,95). Nýgengi kvenna yfir allt
tímabilið var 4,24/100.000 á ári. Nýgengi karla
var 0,80/100.000 á ári fyrir allt tímabilið. Nýgengi
fyrir bæði kyn var 1,43/100.000 á ári á fyrra
tímabili og 2,91 á því seinna. Fjölgun innlagna
var mest á BUGL, eins og sjá má á mynd 1.
Nýjum innlögnum lystarstolssjúklinga á BUGL
fjölgaði úr sex sjúklingum á fyrra tímabili (23,1%
af heildarfjölda) í 34 (58,6% af heildarfjölda) á
seinna tímabili. Á fullorðinsgeðdeildir lögðust 20
sjúklingar inn á fyrra tímabili, en 24 á því seinna.
Eins og sést á mynd 1 virðist nýgengið lækka
á miðju rannsóknartímabilinu. Tafla I sýnir
nákvæma þróun nýgengis á fimm tímabilum.
Niðurstöður sýna að marktæk aukning nýgengis
innlagna var á síðustu tveimur fimm ára
tímabilunum. Marktæk línuleg aukning nýgengis
innlagna reiknast yfir allt tímabilið (p=0,001).
Tveir sjúklingar úr þýðinu voru látnir þann
1.3.2009. Báðir voru konur og er því dánar-
tíðni kvenna 2,5%. Meðaleftirfylgdartími var
10 ár (spönn 4 mánuðir til 25,5 ár). Dánartíðni
þjóðarþýðis af sama kyni, aldri og tímabili13 eftir
Tafla II. Hlutfall lystarstolssjúklinga sem hlutu hliðargeðraskanir við fyrstu innlögn á
geðdeild, borið saman milli tímabila.
Geðraskanir Fyrra tímabil (1983-1995) N (%) Seinna tímabil (1996-2008) N (%) p-gildi
Fíkniraskanir 0(0) 6(10,3) 0,170
Geðrof 0(0) 0(0) -
Lyndisraskanir 4(15,4) 15 (25,9) 0,401
Kviðaraskanir 1 (3,8) 8(13,8) 0,263
Persónuleikaraskanir 1 (3,8) 4 (6,9) 1,000
Aðrar átraskanir 2 (7,7) 2 (3,4) 0,584
ADHD (ofvirkni og athyglisbrestur) 0(0) 5 (8,6) 0,318
að leiðrétt hafði verið fyrir eftirfylgdartíma var 0,4
%. Þetta er marktækt hækkuð dánartíðni (p<0,01)
og samræmt dánarhlutfall er 6,25. Konumar létust
ekki af völdum vannæringar.
Greiningar annarra geðsjúkdóma í hópnum
í fyrstu innlögn jukust ekki marktækt milli
tímabilanna tveggja (tafla II). Á fyrra tímabili
hlutu sjö sjúklingar (30,8%) hliðargeðgreiningu
en 24 sjúklingar (39,7%) á seinna tímabilinu.
Munurinn á þessu var ekki marktækur.
Legutími
Legutími fyrstu innlagnar á geðdeild var frá
tveimur dögum upp í tæpt eitt og hálft ár (526
dagar), en meðallegutíminn var um 97 dagar yfir
allt tímabilið. Meðallegutíminn jókst úr 86 dögum
í 102 daga frá fyrra til seinna tímabils, en náði ekki
marktækni. Hins vegar var marktækur munur
(p=0,007) á legutíma á fullorðinsgeðdeildum
annars vegar (67,3 dagur, ± 8,8) og BUGL hins
vegar (129,7 dagar, ± 20,5). Legutími á BUGL
jókst úr 71,2 degi á fyrra tímabili í 142,0 daga á
seinna tímabili. Á fullorðinsgeðdeildum fækkaði
legudögum marktækt úr 90,0 á fyrra tímabili í 48,3
á seinna (p=0,024).
Yfir allt tímabilið lagðist 51 (60,7%) sjúklingur
inn einu sinni, 22 (26,2%) sjúklingar tvisvar til
fjórum sinnum og 11 (13,1%) sjúklingar fimm
sinnum eða oftar. Fjöldi innlagna á hvern
lystarstolssjúkling var frá einni upp í 28. Munur
á meðalfjölda endurinnlagna á fyrra og seinna
tímabili var ekki marktækur, en meðalfjöldi
innlagna var 2,8 á fyrra tímabili og 2,3 á seinna. Á
fyrra tímabili voru 7,7% sjúklinganna lagðir inn
fimm sinnum eða oftar og 15,5% á seinna tímabili.
Nauðungarvistanir
Einn sjúklingur var nauðungarvistaður í fyrstu
innlögn en alls voru tíu sjúklingar (11,9%)
nauðungarvistaðir á einhverjum tímapunkti á öllu
rannsóknartímabilinu. Jákvæð fylgni var milli
þess hvort sjúklingur hafði reynt sjálfsvíg og hvort
LÆKNAblaðið 2010/96 749