Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Samræmt dánarhlutfall var reiknað sem hlut- fall látinna sjúklinga á rannsóknartímabili deilt með hlutfalli áætlaðra dauðsfalla sambærilegs þjóðarþýðis á tímabilinu. Upplýsingar um sjálfsvígstilraunir og sjálfs- skaðandi hegðun fengust úr skrifuðum nótum í sjúkraskrám og stöðluðum spurningalistum sem hluti sjúklinga hafði fyllt út í legu sinni á geðdeild. Hliðargeðraskanir voru aðrar ICD geðraskanir sem einstaklingar fengu á öllu rannsóknartíma- bilinu samkvæmt sjúkraskrá. Þetta var óháð fyrstu innlögn. Tilskilin leyfi fyrir rannsókninni fengust hjá Vísindasiðanefnd, Persónuvemd og lækninga- forstjórum Landspítala og Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. Niðurstöður Rannsóknartímabilið var 26 ár og var því skipt upp í tvö jafnlöng tímabil við tölfræðigreiningu. Fyrra tímabilið var frá 1983-1995 og hið síðara frá 1996- 2008. Niðurstöður voru þær að 84 einstaklingar af 140 (60%) reyndust með öruggri vissu vera með lystarstol, þar af þrír með ódæmigert lystarstol. Konur voru 79 talsins (94%) og voru á aldrinum 11- 46 ára. Karlar voru fimm (6%) og á aldrinum 12- 22 ára. Meðalaldur við fyrstu innlögn var 18,7 ár (±5,8) og varð ekki marktæk breyting milli tímabila. Á fyrra tímabili voru 26 sjúklingar lagðir inn en 58 á seinna tímabili. Nýgengi kvenna jókst marktækt, úr 2,93/100.000 á ári í 5,42 (RR=1,85; 95% CI 1,16-2,95). Nýgengi kvenna yfir allt tímabilið var 4,24/100.000 á ári. Nýgengi karla var 0,80/100.000 á ári fyrir allt tímabilið. Nýgengi fyrir bæði kyn var 1,43/100.000 á ári á fyrra tímabili og 2,91 á því seinna. Fjölgun innlagna var mest á BUGL, eins og sjá má á mynd 1. Nýjum innlögnum lystarstolssjúklinga á BUGL fjölgaði úr sex sjúklingum á fyrra tímabili (23,1% af heildarfjölda) í 34 (58,6% af heildarfjölda) á seinna tímabili. Á fullorðinsgeðdeildir lögðust 20 sjúklingar inn á fyrra tímabili, en 24 á því seinna. Eins og sést á mynd 1 virðist nýgengið lækka á miðju rannsóknartímabilinu. Tafla I sýnir nákvæma þróun nýgengis á fimm tímabilum. Niðurstöður sýna að marktæk aukning nýgengis innlagna var á síðustu tveimur fimm ára tímabilunum. Marktæk línuleg aukning nýgengis innlagna reiknast yfir allt tímabilið (p=0,001). Tveir sjúklingar úr þýðinu voru látnir þann 1.3.2009. Báðir voru konur og er því dánar- tíðni kvenna 2,5%. Meðaleftirfylgdartími var 10 ár (spönn 4 mánuðir til 25,5 ár). Dánartíðni þjóðarþýðis af sama kyni, aldri og tímabili13 eftir Tafla II. Hlutfall lystarstolssjúklinga sem hlutu hliðargeðraskanir við fyrstu innlögn á geðdeild, borið saman milli tímabila. Geðraskanir Fyrra tímabil (1983-1995) N (%) Seinna tímabil (1996-2008) N (%) p-gildi Fíkniraskanir 0(0) 6(10,3) 0,170 Geðrof 0(0) 0(0) - Lyndisraskanir 4(15,4) 15 (25,9) 0,401 Kviðaraskanir 1 (3,8) 8(13,8) 0,263 Persónuleikaraskanir 1 (3,8) 4 (6,9) 1,000 Aðrar átraskanir 2 (7,7) 2 (3,4) 0,584 ADHD (ofvirkni og athyglisbrestur) 0(0) 5 (8,6) 0,318 að leiðrétt hafði verið fyrir eftirfylgdartíma var 0,4 %. Þetta er marktækt hækkuð dánartíðni (p<0,01) og samræmt dánarhlutfall er 6,25. Konumar létust ekki af völdum vannæringar. Greiningar annarra geðsjúkdóma í hópnum í fyrstu innlögn jukust ekki marktækt milli tímabilanna tveggja (tafla II). Á fyrra tímabili hlutu sjö sjúklingar (30,8%) hliðargeðgreiningu en 24 sjúklingar (39,7%) á seinna tímabilinu. Munurinn á þessu var ekki marktækur. Legutími Legutími fyrstu innlagnar á geðdeild var frá tveimur dögum upp í tæpt eitt og hálft ár (526 dagar), en meðallegutíminn var um 97 dagar yfir allt tímabilið. Meðallegutíminn jókst úr 86 dögum í 102 daga frá fyrra til seinna tímabils, en náði ekki marktækni. Hins vegar var marktækur munur (p=0,007) á legutíma á fullorðinsgeðdeildum annars vegar (67,3 dagur, ± 8,8) og BUGL hins vegar (129,7 dagar, ± 20,5). Legutími á BUGL jókst úr 71,2 degi á fyrra tímabili í 142,0 daga á seinna tímabili. Á fullorðinsgeðdeildum fækkaði legudögum marktækt úr 90,0 á fyrra tímabili í 48,3 á seinna (p=0,024). Yfir allt tímabilið lagðist 51 (60,7%) sjúklingur inn einu sinni, 22 (26,2%) sjúklingar tvisvar til fjórum sinnum og 11 (13,1%) sjúklingar fimm sinnum eða oftar. Fjöldi innlagna á hvern lystarstolssjúkling var frá einni upp í 28. Munur á meðalfjölda endurinnlagna á fyrra og seinna tímabili var ekki marktækur, en meðalfjöldi innlagna var 2,8 á fyrra tímabili og 2,3 á seinna. Á fyrra tímabili voru 7,7% sjúklinganna lagðir inn fimm sinnum eða oftar og 15,5% á seinna tímabili. Nauðungarvistanir Einn sjúklingur var nauðungarvistaður í fyrstu innlögn en alls voru tíu sjúklingar (11,9%) nauðungarvistaðir á einhverjum tímapunkti á öllu rannsóknartímabilinu. Jákvæð fylgni var milli þess hvort sjúklingur hafði reynt sjálfsvíg og hvort LÆKNAblaðið 2010/96 749
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.