Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 36
U M R Æ Ð U R FRUMHERJI O G í F R É T T I R BARNALÆKNINGUM „Maður lærði að svara Aðstoðarlæknarnir höfðu komið beint úr námi fyrir sig á dekkinu á og fengU fátt annað að gera en að lagfæra kviðslit Cuðmundu°8 aðrar minni aðgerðir. Ég fann mig ekki alveg í þessu og talaði við yfirlækninn Gustav Petterson og sagðist ekki geta staðið í þessu. Ég væri búinn að stunda skurðlækningar í fimm ár og væri með viðurkennd sérfræðiréttindi. Hann sagði bara einfaldlega: þú mátt gera hvað sem þú vilt. Petterson var einn fremsti hjartaskurðlæknir í heimi á þeim tíma og ég aðstoðaði hann við flestar hjartaaðgerðir meðan ég var þarna." Guðmundur rekur sögu barnaskurðlækninga í stuttu máli og rifjar upp að flestar aðgerðir á börnum hafi í upphafi verið bæklunaraðgerðir af ýmsu tagi og barnaskurðdeildir hafi orðið til við ýmsa spítala um aldamótin 1900. „Þama voru menn aðallega að fást við útlimaaðgerðir en lítið um að farið væri inn í kviðarhol eða brjósthol. Barnaskurðlækningar eru frábrugðnar almennum skurðlækningum á fullorðnu fólki að ýmsu leyti; í fyrsta lagi er bamslíkaminn svo miklu smærri en fyrst og fremst er um að ræða alls kyns meðfædda sjúkdóma og kvilla sem einkenna barnsaldurinn, sérstaklega nýbura, og margt af því er meðfætt og getur - ef ekki er læknað eða lagfært - leitt barnið til dauða. Um er að ræða fjölmarga meðfædda galla í útlimum, höfði, meltingarfærum, taugakerfi, lungum og hjarta, einnig meðfædd lýti ýmiss konar. Ymsir aðrir sjúkdómar sem ekki krefjast aðgerðar en tilheyra þó handlæknisfræðinni fylgja nýburum. Það sem skiptir þó ekki minna máli er meðferð hinna smáu sjúklinga eftir aðgerð, sem er mjög sérstök og frábrugðin meðferð fullorðinna sjúklinga." Úrelt fyrirkomulag Guðmundur kveðst hafa vanist því fyrirkomulagi frá upphafi á barnasjúkrahúsinu í Gautaborg að barnaskurðlæknarnir fylgdu sjúklingum sínum eftir allt til útskriftar. „Börnin lágu áfram á handlækningadeildinni eftir aðgerð og voru undir eftirliti okkar skurðlæknanna. Ef við þurftum á lyflæknum að halda voru þeir til staðar. Þá var þama líka mjög góð gjörgæsludeild og henni stjórnaði yfirlæknir svæfingartna hjá okkur. Þetta var eiginlega fyrsta gjörgæsludeildin fyrir börn sem stofnuð var í Svíþjóð. Þetta fyrirkomulag gaf mjög góða raun og varð aldrei tilefni til neinna árekstra. Þarna var ég í tvö ár og undi hag mínum vel, en sumarið 1967 flutti ég heim til íslands ásamt fyrri konu minni Erlu Jónsdóttur og sonum. Eftir það kom ég ekki til Svíþjóðar nema til skemmri dvalar, en ég leysti oft af í sumarleyfum mínum á handlækningadeildum sjúkrahúsa í Svíþjóð." Ekki var um fasta stöðu að ræða fyrir Guðmund í upphafi, heldur var hann ráðinn í afleysingastöðu, en fljótlega var hann ráðinn í fasta stöðu sérfræðings á handlækningadeild Landspítalans. „Þeirri stöðu gegndi ég til ársins 1975 er ég var skipaður yfirlæknir á bamadeild Landspítalans. Ég var síðan í þeirri stöðu í 25 ár, allt þar til ég hætti vegna aldurs árið 2000." Það voru viðbrigði fyrir Guðmund að hefja störf á Landspítalanum eftir sjö ár í Svíþjóð og hann nefnir sérstaklega hversu aðskilin barnadeildin var frá handlækningadeildinni. „Fyrirkomulagið var þannig að eftir aðgerð á handlækningadeildinni var barnið flutt yfir á barnadeild og þá var meðferðin algerlega úr mínum höndum. Þetta hafði þróast svona frá því barnadeildin var stofnuð 1957 og var kannski besta niðurstaðan miðað við aðstæður þá, en þróunin í meðferð bama eftir aðgerð hafði orðið hröð og þetta var í rauninni orðið mjög úrelt fyrirkomulag. Ég hafði nú í byrjun góðar vonir um að þessu mætti breyta en mætti mikilli andstöðu yfirmanna bamadeildarinnar og satt að segja var 772 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.