Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 12
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Konur 1146 ára 1383- 1383- 1334- 1333- 2004- 1388 1333 1338 2003 2008 Tímabil Mynd 1. Nýgengi 11-46 ára kvenna með lystarstol á geðdeildum á íslandi 1983- 2008. *BUGL: Barna- og unglingageðdeild. **Allar geðdeildir: allar geðdeildir á íslandi, þar með talið BUGL. gengi átraskana hjá framhaldsskólanemum (16- 20 ára, N=3052 ) á íslandi á árunum 2004-2005, en þá greindust 1,1% stúlkna með lystarstol samkvæmt átröskunarspurningalista, en enginn piltur.9 Önnur nýleg íslensk grein fann engin til- felli (algengi) lystarstols í þýði 405 einstaklinga á aldrinum 34-76 ára.10 Tilgangur þessarar rannsóknar er að lýsa ný- gengi lystarstols á geðdeildum á Islandi á tíma- bilinu 1983-2008 og lifun einstaklinganna. Rannsökuð eru tengsl lystarstols við aðrar geð- raskanir, sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígstil- raunir. Þá eru tíðni endurinnlagna vegna lystar- stols, breytingar á líkamsþyngdarstuðli í innlögn, geðlyfjanotkun og fjöldi nauðungarvistana einnig skoðuð á tímabilinu. Efni og aðferðir Rannsóknin er aftursæ og byggir á sjúkraskrám allra sem voru lagðir inn á geðdeildir á íslandi á tímabilinu 1. janúar 1983 til 31. desember 2008 og fengu greininguna lystarstol eða ódæmigert lystarstol í læknabréfi. Þetta eru barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL), geðdeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar (FSA), deild A2 á Tafla I. Þróun innlagna nýrra tilfella af lystarstoli á geðdeildum á íslandi miðað við þjóðarþýði 11-46 ára. Hlutfallsleg áhætta á 5 ára tímabilum. Tímabil Nýtilfelli I áhættu á tímabili RR Vikmörk 95% p-giidi 1983-1988* 9 800766 1,00 0,40-2,52 - 1989-1993 14 716964 1,74 0,75-4,01 0,214 1994-1998 11 735440 1,33 0,55-3,21 0,655 1999-2003 22 757396 2,58 1,19-5,61 0,018 2004-2008 28 792637 3,14 1,48-6,66 0,001 ÍKví próf M-H fyrir „linear trend“ = 11,7; p=0,001 yfir allt tímabil. *Fyrsta tímabil er sex ár og er viðmiöunartímabil, hin tímabilin eru fimm ár. Borgarspítala (þáverandi geðdeild) og geðdeildir Landspítala/Kleppsspítala. Til að finna úrtakið voru skoðaðar sjúkraskrár þeirra sem höfðu fengið eftirtaldar greiningar á læknabréfi: F50.0 og F50.1 úr ICD-10 sjúkdómaflokkunarkerfinu og 307.1 og 307.5 úr ICD-9 kerfinu. Allar sjúkraskrár einstaklinga sem höfðu lystarstol annaðhvort sem megingreiningu eða aukagreiningu voru skoð- aðar. Sjúkraskrár fundust á skjalasafni Landspítala og FSA fyrir alla sjúklingana (N=140) og var farið ítarlega £ gegnum þær til að meta áreiðanleika greininga og safna upplýsingum. Læknanemi (AS) fór yfir sjúkraskrár og sannreyndi að upp- lýsingar uppfylltu greiningarskilmerki ICD. Ef einhver vafi lék á réttmæti greininga var það borið undir sérfræðinga í geðlækningum (GÞ og SPP). Alls voru 140 sjúkraskrár skoðaðar en 56 ein- staklingar voru útilokaðir og rannsóknarhópurinn því 84 manns. Astæður þess að sjúklingar voru útilokaðir voru eftirfarandi: greiningin 307.5 (aðrar og ósértækar átraskanir) þar sem sjúklingar reyndust ekki vera með lystarstol (24); lystarstols- greining sem ekki var hægt að sannreyna út frá sjúkraskrá þar sem upplýsingar skorti (24); þrír sjúklingar sem komu á bráðamóttöku og lágu skemur en einn sólarhring inni; fimm einstak- lingar sem fengu meðferð á dagdeild átraskana, sem stofnuð var 1. febrúar 2006 en slíkt úrræði hafði ekki áður verið til á íslandi, en lögðust ekki inn í sólarhringsinnlögn. Sjúkraskrár þeirra sem lögðust inn á lyflækn- inga- og barnadeildir vegna lystarstols á rannsókn- artímabilinu voru skoðaðar. Þetta var gert til að skoða hversu mörgum einstaklingum rannsóknin missti af og gætu breytt nýgengi innlagna á geð- deildum eftir tímabilum. Þrjár konur fundust á fyrra tímabili (1983-1995) en fimm á seinna (1996- 2008). Lifun sjúklinga var athuguð hjá þjóðskrá og miðað var við 1. mars 2009. Unnið var úr niðurstöðum í tölfræðiforritunum SPSS 17.0 og Microsoft Excel. Við tölfræðilega úrvinnslu voru notuð kí-kvaðrat próf ef breytan var raðbrey ta, en ef breytan var samfelld var notað t-próf. Gerð voru stikalaus próf (e. non-paramet- ric) ef hópar voru smáir. Þau voru Fisher Exact, Mann-Whitney test og Spearman's rank correla- tion coefficient. Marktektarmörk voru p<0,05. Nýgengi var reiknað sem fjöldi nýrra innlagna á geðdeildir á tímabilinu. Nýgengi (I) er skilgreint sem ný tilfelli á áhættutíma, I = A (ný sjúkdóms- tilfelli í hópi)/R (þeim fjölda einstaklinga sem er í áhættu á að fá sjúkdóminn á tímabilinu).8'n'12 Við útreikninga á hlutfallslegri áhættu tímabila var forritið Win Episcope 2.0 notað. 748 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.