Læknablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 12
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Konur 1146 ára
1383- 1383- 1334- 1333- 2004-
1388 1333 1338 2003 2008
Tímabil
Mynd 1. Nýgengi 11-46
ára kvenna með lystarstol á
geðdeildum á íslandi 1983-
2008.
*BUGL: Barna- og unglingageðdeild.
**Allar geðdeildir: allar geðdeildir á
íslandi, þar með talið BUGL.
gengi átraskana hjá framhaldsskólanemum (16-
20 ára, N=3052 ) á íslandi á árunum 2004-2005,
en þá greindust 1,1% stúlkna með lystarstol
samkvæmt átröskunarspurningalista, en enginn
piltur.9 Önnur nýleg íslensk grein fann engin til-
felli (algengi) lystarstols í þýði 405 einstaklinga á
aldrinum 34-76 ára.10
Tilgangur þessarar rannsóknar er að lýsa ný-
gengi lystarstols á geðdeildum á Islandi á tíma-
bilinu 1983-2008 og lifun einstaklinganna.
Rannsökuð eru tengsl lystarstols við aðrar geð-
raskanir, sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígstil-
raunir. Þá eru tíðni endurinnlagna vegna lystar-
stols, breytingar á líkamsþyngdarstuðli í innlögn,
geðlyfjanotkun og fjöldi nauðungarvistana einnig
skoðuð á tímabilinu.
Efni og aðferðir
Rannsóknin er aftursæ og byggir á sjúkraskrám
allra sem voru lagðir inn á geðdeildir á íslandi
á tímabilinu 1. janúar 1983 til 31. desember 2008
og fengu greininguna lystarstol eða ódæmigert
lystarstol í læknabréfi. Þetta eru barna- og
unglingageðdeild Landspítala (BUGL), geðdeild
Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar (FSA), deild A2 á
Tafla I. Þróun innlagna nýrra tilfella af lystarstoli á geðdeildum á íslandi miðað við
þjóðarþýði 11-46 ára. Hlutfallsleg áhætta á 5 ára tímabilum.
Tímabil Nýtilfelli I áhættu á tímabili RR Vikmörk 95% p-giidi
1983-1988* 9 800766 1,00 0,40-2,52 -
1989-1993 14 716964 1,74 0,75-4,01 0,214
1994-1998 11 735440 1,33 0,55-3,21 0,655
1999-2003 22 757396 2,58 1,19-5,61 0,018
2004-2008 28 792637 3,14 1,48-6,66 0,001
ÍKví próf M-H fyrir „linear trend“ = 11,7; p=0,001 yfir allt tímabil. *Fyrsta tímabil er sex ár og er viðmiöunartímabil, hin tímabilin eru fimm ár.
Borgarspítala (þáverandi geðdeild) og geðdeildir
Landspítala/Kleppsspítala. Til að finna úrtakið
voru skoðaðar sjúkraskrár þeirra sem höfðu
fengið eftirtaldar greiningar á læknabréfi: F50.0
og F50.1 úr ICD-10 sjúkdómaflokkunarkerfinu og
307.1 og 307.5 úr ICD-9 kerfinu. Allar sjúkraskrár
einstaklinga sem höfðu lystarstol annaðhvort sem
megingreiningu eða aukagreiningu voru skoð-
aðar.
Sjúkraskrár fundust á skjalasafni Landspítala
og FSA fyrir alla sjúklingana (N=140) og var farið
ítarlega £ gegnum þær til að meta áreiðanleika
greininga og safna upplýsingum. Læknanemi
(AS) fór yfir sjúkraskrár og sannreyndi að upp-
lýsingar uppfylltu greiningarskilmerki ICD. Ef
einhver vafi lék á réttmæti greininga var það borið
undir sérfræðinga í geðlækningum (GÞ og SPP).
Alls voru 140 sjúkraskrár skoðaðar en 56 ein-
staklingar voru útilokaðir og rannsóknarhópurinn
því 84 manns. Astæður þess að sjúklingar voru
útilokaðir voru eftirfarandi: greiningin 307.5
(aðrar og ósértækar átraskanir) þar sem sjúklingar
reyndust ekki vera með lystarstol (24); lystarstols-
greining sem ekki var hægt að sannreyna út frá
sjúkraskrá þar sem upplýsingar skorti (24); þrír
sjúklingar sem komu á bráðamóttöku og lágu
skemur en einn sólarhring inni; fimm einstak-
lingar sem fengu meðferð á dagdeild átraskana,
sem stofnuð var 1. febrúar 2006 en slíkt úrræði
hafði ekki áður verið til á íslandi, en lögðust ekki
inn í sólarhringsinnlögn.
Sjúkraskrár þeirra sem lögðust inn á lyflækn-
inga- og barnadeildir vegna lystarstols á rannsókn-
artímabilinu voru skoðaðar. Þetta var gert til að
skoða hversu mörgum einstaklingum rannsóknin
missti af og gætu breytt nýgengi innlagna á geð-
deildum eftir tímabilum. Þrjár konur fundust á
fyrra tímabili (1983-1995) en fimm á seinna (1996-
2008).
Lifun sjúklinga var athuguð hjá þjóðskrá og
miðað var við 1. mars 2009.
Unnið var úr niðurstöðum í tölfræðiforritunum
SPSS 17.0 og Microsoft Excel. Við tölfræðilega
úrvinnslu voru notuð kí-kvaðrat próf ef breytan
var raðbrey ta, en ef breytan var samfelld var notað
t-próf. Gerð voru stikalaus próf (e. non-paramet-
ric) ef hópar voru smáir. Þau voru Fisher Exact,
Mann-Whitney test og Spearman's rank correla-
tion coefficient. Marktektarmörk voru p<0,05.
Nýgengi var reiknað sem fjöldi nýrra innlagna
á geðdeildir á tímabilinu. Nýgengi (I) er skilgreint
sem ný tilfelli á áhættutíma, I = A (ný sjúkdóms-
tilfelli í hópi)/R (þeim fjölda einstaklinga sem er í
áhættu á að fá sjúkdóminn á tímabilinu).8'n'12 Við
útreikninga á hlutfallslegri áhættu tímabila var
forritið Win Episcope 2.0 notað.
748 LÆKNAblaðið 2010/96